Hörður Axel: Það skiptir öllu máli í Reykjanesbæ að vinna þessa leiki Atli Arason skrifar 22. janúar 2021 23:00 Haukar - Keflavík Domino´s deild karla vetur 2020 - 2021 körfubolti KKÍ Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði Keflavíkur átti fínan leik í kvöld þegar Keflvíkingar unnu baráttuna um Reykjanesbæ gegn Njarðvík í Ljónagryfjunni er liðin mættust í Dominos-deildinni, lokatölur 77-90. Hörður setti niður tíu stig, tók þrjú fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Sigurinn í kvöld var Herði gífurlega mikilvægur. „Þetta skiptir fólkið hérna máli, ekki bara leikmennina. Þetta skiptir báðum bæjarfélögum máli og hefur gert það síðan ég man eftir mér. Margir sem ég hitti í vikunni voru að tala um að við höfðum verið að standa okkur mjög vel hingað til en það allt myndi ekki skipta neinu máli ef við myndum tapa hérna í dag. Það skiptir öllu máli í Reykjanesbæ að vinna þessa leiki,” sagði Hörður í viðtali strax eftir leik. Keflavík var með forskot í leiknum allt frá fyrstu mínútu en Njarðvíkingar náðu nokkru sinnum að komast aftur inn í leikinn og gera hann spennandi. Hörður var ánægður með sigurinn í þessum óvenjulegu aðstæðum. „Ég er sáttur við sigurinn. Það er mjög skrítið að spila Keflavík-Njarðvík og enginn í húsinu. Maður er vanur því að fá extra fiðring fyrir þessum leik þar sem að allur bærinn er á staðnum. Umfram allt er ég mjög sáttur að vinna leikinn. Ég er sáttur að við náðum að halda sjó þegar þeir koma með þetta áhlaup sitt sem við gerðum á sama tíma illa að hleypa þeim inn í leikinn,” sagði Hörður áður en hann bætti við, „Við vorum skynsamir, mjög skynsamir til að byrja með. Við bjuggum til gott forskot og komum þeim í villuvandræði, sem ég persónulega var að leitast eftir. Því þá eru þeir í eltingarleik út frá því og þurfa að skipta inn á mun minni leikmönnum inn í teig, miðað við þá sem byrjuðu inn á. Við vorum líka skynsamir að róa leikinn niður þegar að þeir komu með áhlaupið sitt. Við fundum réttu opnanir og Valur kemur svo með tvo stóra þrista sem slekkur svolítið í þessu hjá þeim.” Það er spilað mjög þétt í Dominos-deildunum, bæði karla og kvenna, um þessar mundir. Ásamt því að vera leikmaður karlaliðs Keflavíkur er Hörður Axel líka aðstoðarþjálfari kvennaliðsins. Næsti leikur karlaliðs Keflavíkur er toppslagur gegn Grindavík á mánudaginn næstkomandi en það eru einu tvö liðin í deildinni sem hafa 100% árangur eftir fjórar umferðir. Hörður er þó langt frá því að vera kominn með hugan að þessum toppslag, þó það sé ekki nema þrír dagar í hann. „Ég var að einbeita mér af þessum leik í dag, svo á ég leik á morgun með kvennaliðinu gegn Val. Ég fæ ekki að komast lengra en einn dag í einu í þessari geðveiki sem þetta er akkúrat núna, 4-5 leikir í viku. Ég ætla byrja á því að klára Val á morgunn í kvenna og svo hugsa ég um Grindavík,” sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum með stórt bros á vör. Körfubolti Dominos-deild karla Keflavík ÍF Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 77-90 | Keflavík vann slaginn um Reykjanesbæ Keflavík vann erkifjendur og nágranna sína í Njarðvík er liðin mættust í Ljónagryfjunni í kvöld. Lokatölur 90-77 sem þýðir að Keflavík er komið á topp Dominos-deildar karla. 22. janúar 2021 22:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
Hörður setti niður tíu stig, tók þrjú fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Sigurinn í kvöld var Herði gífurlega mikilvægur. „Þetta skiptir fólkið hérna máli, ekki bara leikmennina. Þetta skiptir báðum bæjarfélögum máli og hefur gert það síðan ég man eftir mér. Margir sem ég hitti í vikunni voru að tala um að við höfðum verið að standa okkur mjög vel hingað til en það allt myndi ekki skipta neinu máli ef við myndum tapa hérna í dag. Það skiptir öllu máli í Reykjanesbæ að vinna þessa leiki,” sagði Hörður í viðtali strax eftir leik. Keflavík var með forskot í leiknum allt frá fyrstu mínútu en Njarðvíkingar náðu nokkru sinnum að komast aftur inn í leikinn og gera hann spennandi. Hörður var ánægður með sigurinn í þessum óvenjulegu aðstæðum. „Ég er sáttur við sigurinn. Það er mjög skrítið að spila Keflavík-Njarðvík og enginn í húsinu. Maður er vanur því að fá extra fiðring fyrir þessum leik þar sem að allur bærinn er á staðnum. Umfram allt er ég mjög sáttur að vinna leikinn. Ég er sáttur að við náðum að halda sjó þegar þeir koma með þetta áhlaup sitt sem við gerðum á sama tíma illa að hleypa þeim inn í leikinn,” sagði Hörður áður en hann bætti við, „Við vorum skynsamir, mjög skynsamir til að byrja með. Við bjuggum til gott forskot og komum þeim í villuvandræði, sem ég persónulega var að leitast eftir. Því þá eru þeir í eltingarleik út frá því og þurfa að skipta inn á mun minni leikmönnum inn í teig, miðað við þá sem byrjuðu inn á. Við vorum líka skynsamir að róa leikinn niður þegar að þeir komu með áhlaupið sitt. Við fundum réttu opnanir og Valur kemur svo með tvo stóra þrista sem slekkur svolítið í þessu hjá þeim.” Það er spilað mjög þétt í Dominos-deildunum, bæði karla og kvenna, um þessar mundir. Ásamt því að vera leikmaður karlaliðs Keflavíkur er Hörður Axel líka aðstoðarþjálfari kvennaliðsins. Næsti leikur karlaliðs Keflavíkur er toppslagur gegn Grindavík á mánudaginn næstkomandi en það eru einu tvö liðin í deildinni sem hafa 100% árangur eftir fjórar umferðir. Hörður er þó langt frá því að vera kominn með hugan að þessum toppslag, þó það sé ekki nema þrír dagar í hann. „Ég var að einbeita mér af þessum leik í dag, svo á ég leik á morgun með kvennaliðinu gegn Val. Ég fæ ekki að komast lengra en einn dag í einu í þessari geðveiki sem þetta er akkúrat núna, 4-5 leikir í viku. Ég ætla byrja á því að klára Val á morgunn í kvenna og svo hugsa ég um Grindavík,” sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum með stórt bros á vör.
Körfubolti Dominos-deild karla Keflavík ÍF Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 77-90 | Keflavík vann slaginn um Reykjanesbæ Keflavík vann erkifjendur og nágranna sína í Njarðvík er liðin mættust í Ljónagryfjunni í kvöld. Lokatölur 90-77 sem þýðir að Keflavík er komið á topp Dominos-deildar karla. 22. janúar 2021 22:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 77-90 | Keflavík vann slaginn um Reykjanesbæ Keflavík vann erkifjendur og nágranna sína í Njarðvík er liðin mættust í Ljónagryfjunni í kvöld. Lokatölur 90-77 sem þýðir að Keflavík er komið á topp Dominos-deildar karla. 22. janúar 2021 22:00