Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 86-92 | Stjarnan sótti sigur í Ólafssal Benedikt Grétarsson skrifar 24. janúar 2021 21:00 Valur - Stjarnan Domino´s deild karla vetur 2020 - 2021 körfubolti KKÍ Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Stjarnan úr Garðabæ hristi af sér vonbrigði síðustu umferðar eftir tap gegn Þór Þorlákshöfn og sótti baráttusigur gegn Haukum að Ásvöllum, 86-92 en leikurinn var í fimmtu umferð Dominosdeildar karla í körfuknattleik. Gestirnir léku erfiðan og hraðan leik gegn Þór Þorlákshöfn á föstudagskvöldið og það var fróðlegt að sjá hvort að Stjarnan næði að halda uppi hraðanum sem einkennir leik liðsins öllu jöfnu. Fyrsti leikhluti var að mestu hnífjafn en Stjörnumenn þó alltaf skrefi á undan. Hansel Atencia hefur ekki verið að skjóta vel fyrir Hauka í vetur en hann fann fjölina sína vel og setti niður nokkrar fallegar körfur. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 26-29. Það sama var uppi á teningnum í öðrum leikhluta. Stjarnan hafði undirtökin og komst mest í 12 stiga forystu en þegar gestirnir þurftu að hvíla sína bestu menn, komu Haukar glefsandi til baka. Hansel Atencia hélt áfram að skora og setti niður glæsilegan þrist undir lok hálfleiksins og minnkaði muninn í fimm stig. Þá gerði Ingvi Þór Guðmundsson sig sekan um mistök, þegar hann slæmdi hendinni í Mirza Sarajilja þegar sá síðarnefndi var að reyna vonlítið þriggja stiga skot. Ódýr villa vissulega en Mirza setti skellihlæjandi niður vítin þrjú og Stjarnan leiddi í hálfleik, 53-61. Langskotin sem voru að detta fyrir Hauka í fyrri hálfleik, hurfu í þriðja leikhluta og sterkir Stjörnumenn gengu á lagið. Það var nánast alveg sama hver kom inn á völlinn fyrir gestina úr Garðabæ, allir skiluðu góðu framlagi. Stjarnan herti tökin og 13 stigum munaði eftir þriðja leikhluta, 66-79. Fátt benti til annars en að Stjarnan myndi labba í burtu með auðveldan sigur lengstum í fjórða leikhluta. Haukar voru mikið í einstaklingsframtaki og ekkert að frétta. Þá hrökk allt í einu liið í gang og allt í einu voru heimamenn búnir að minnka muninn í fjögur stig þegar skammt var eftir. Hilmar Pétursson tapaði boltanum í lykilsókn Hauka undir lokin og það var svo Ægir Þór Steinarsson sem gulltryggði sigurinn með tveimur stigum af vítalínunni. Stjarnan vann 86-92 og hefur nú unnið fjóra leiki af fimm. Haukar hafa aðeins unnið einn leik. Af hverju vann Stjarnan leikinn? Sóknarleikurinn var lengstum mjög góður og margir að skila sínu. Það breyttist svo á kafla í fjórða leikhluta þegar Haukar komust aftur inn í leikinn en einstaklingsgæði lykilmanna skiluðu Stjörnunni yfir marklínuna. Manni fannst Stjarnan alltaf vera í bílstjórasætinu, ekki síst þegar þeir keyrðu á byrjunarliðinu sínu. Hverjir stóðu upp úr? Gunnar Ólafsson er alltaf traustur varnarlega og hann skilaði líka 19 stigum. Hlynur var fáránlega drjúgur með 16 stig og átta fraköst. Ægir stýrði liðinu vel, skoraði 14 tig og gaf átta stoðsendingar. Brian Fitzpatrick var heilt yfir bestur Hauka með 17 stig og 13 fráköst. Hansel Atencia var frábær í fyrri hálfleik en Gunnar Ólafsson lék frábæra vörn gegn honum í seinni hálfleik. Hansel skoraði 25 stig, þar af 23 í fyrri hálfleik. Tölfræði sem vakti athygli Ingvi Þór Guðmundsson er góður skotmaður en skotnýtingin 2/11 er eitthvað sem gegnur ekki upp. Skotvalið var að venju svolítið vilt og hann þarf að beisla betur hæfileika sína. Hvað gerist næst? Stjörnumenn taka á móti Keflavík í stórslag en Haukar mæta Hetti fyrir austan, ef veður leyfir. Emil Barja er ekki farinn að örvænta.Vísir/Bára Emil: Bjartsýnn á framhaldið Haukamaðurinn Emil Barja þurfti að sætta sig við tap í kvöld. Hvað var að klikka? „Það er aðallega hraðupphlaupsvörnin hjá okkur sem er að klikka. Við skorum og þeir skora bara beint í bakið á okkur. Við töluðum um þetta atriði fyrir leikinn en við vitum að þeir vilja spila hratt. Þeir bara taka okkur á þessu sviði, ég veit ekki einu sinni hvað þeir skoruðu mikið í hröðum upphlaupum,“ sagði Emil og bætti við. „Mér finnst við ekkert vera með verra lið en Stjarnan, svona ef við horfum á hæfileika innan liðsins. Við erum ennþá að pússla okkur saman en eg er ánægður hvernig við komum til baka í erfiðri stöðu. Að fá á sig 92 stig er bara ekki nógu gott.“ Eru nokkuð kominn titringur í klefann eftir erfitt tímabil? „Við erum með ansi marga nýja leikmenn í liðinu og erum að finna taktinn saman. Ég er bjartsýnn að þetta komi á endanum hjá okkur,“ sagði Emil Barja. Gunnar: Pæli ekki mikið í sókninni „Við erum mjög ánægðir með þennan sigur en það er mjög margt sem við þurfum að skoða í okkar leik og bæta í framhaldinu,“ sagði Gunnar Ólafsson, leikmaður Stjörnunnar eftir leik. Hvað þarf liðið helst að bæta? „Varnarleikurinn þarf að batna. Ég held að við séum ekki nægilega sáttir við varnarleikinn í heild sinni. Það koma rispur sem eru góðar varnarlega en við þurfum að finna taktinn til að skila þessu allan leikinn.“ Gunnar skoraði 19 stig og virðist vera að fá stærra hlutverk sóknarlega. „Ég hugsa ekki mikið um það. Mitt hlutverk snýr aðallega að varnarleik og sóknin kemur svo bara í kjölfarið. Það er gaman að eiga stigaháa leiki en það er ekkert sem ég er að pæla mikið í. Þessi sigur er bara gott veganesti fyrir næsta leik gegn Keflavík. Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir þann leik, enda er Keflavík með hörkulið,“ sagði Gunnar að lokum. Ingi Þór Steinþórsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar. Ingi Þór: Nýr leikmaður vonandi kynntur í vikunni „Við erum mjög ánægðir með þennan sigur, Haukarnir eru með mjög erfitt lið sem frákastar mjög vel. Það var að valda okkur vandræðum í kvöld en sigurinn var sérlega góður eftir að hafa tapað síðasta leik,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar eftir sigurinn gegn Haukum. Það var stutt frá síðasta leik og Stjarnan þurfti að nota alla þá leikmenn sem í boði voru. „Við höfum róterað vel í vetur og markmiðið er að virkja sem flesta í liðinu. Það borgaði sig í dag. Við erum komnir með góða forystu en svo gegngur okkur illa að skora og klára leikinn. Það eru ekkert endilega skotin sem eru að klikka, heldur erum við bara að tapa boltanum. Þegar það skipti virkilega miklu máli, þá náum við góðum stoppum varnarlega og siglum þessu heim.“ En er nýr bandarískur leikmaður á leiðinni í Garðabæinn? „Hann er á leiðinni en upplýsingarnar sem ég hef eru ekkert rosalega góðar. Það verður vonandi bara send tilkynning í vikunni þegar hann verður kominn. Það er ekki alveg ljóst hver staðan er en þetta er að fæðast,“ sagði Ingi leyndadómsfullur að lokum. Israel Martin, þjálfari Hauka. Israel Martin: Töpuðum líkamlegu baráttunni Israel Martin var furðu brattur þrátt fyrir tapið gegn Stjörnunni. „Líkamlega baráttan var lykilatriðið í kvöld. Stjarnan spilaði mjög harðan leik líkamlega og við komumst ekki einu sinni að körfunni á mikilvægum augnablikum. Við ætluðum að keyra meira að körfunni en þeir unnu líkamlegu baráttuna í kvöld.“ Ekki munaði miklu að Haukar kæmust aftur inn í leikinn eftir erfiða stöðu. „Þegar það eru tvær og hálf mínúta eftir, erum við fjórum stigum undir og með boltann. Þá þurfum við að vera skynsamari, koma kannski boltanum niður á blokkina eða keyra á körfuna. Við þurfum gott skot, ekki að þvinga erfið skot. Við munum læra þetta og ég er ánægður með bráttuna og hugarfarið í strákunum í kvöld.“ Athygli vakti að Austin Magnús Bracey lék nánast ekkert með Haukum. Hver er ástæðan? „Ég er að biðja menn um að spila vörn líka, ekki bara sóknarleik. Austin Magnús er ekki 100% heill en hann er að glíma við hnémeiðsli. Hilmar Pétursson fékk mínútur í kvöld og það var bara fínt.“ Earvin Morris meiddist á hné nýverið, ætla Haukar að ná í annan leikmann? „Við þurfum að fá endanlega úr því skorið hver staðan er með Earvin Morris en það er mitt hlutverk að finn aleikmenn sem geta hjálpað okkur að vinna leiki. Okkur vantar mann sem getur klárað svona leiki fyrir okkur,“ sagði Israel Martin. Dominos-deild karla Haukar Stjarnan
Stjarnan úr Garðabæ hristi af sér vonbrigði síðustu umferðar eftir tap gegn Þór Þorlákshöfn og sótti baráttusigur gegn Haukum að Ásvöllum, 86-92 en leikurinn var í fimmtu umferð Dominosdeildar karla í körfuknattleik. Gestirnir léku erfiðan og hraðan leik gegn Þór Þorlákshöfn á föstudagskvöldið og það var fróðlegt að sjá hvort að Stjarnan næði að halda uppi hraðanum sem einkennir leik liðsins öllu jöfnu. Fyrsti leikhluti var að mestu hnífjafn en Stjörnumenn þó alltaf skrefi á undan. Hansel Atencia hefur ekki verið að skjóta vel fyrir Hauka í vetur en hann fann fjölina sína vel og setti niður nokkrar fallegar körfur. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 26-29. Það sama var uppi á teningnum í öðrum leikhluta. Stjarnan hafði undirtökin og komst mest í 12 stiga forystu en þegar gestirnir þurftu að hvíla sína bestu menn, komu Haukar glefsandi til baka. Hansel Atencia hélt áfram að skora og setti niður glæsilegan þrist undir lok hálfleiksins og minnkaði muninn í fimm stig. Þá gerði Ingvi Þór Guðmundsson sig sekan um mistök, þegar hann slæmdi hendinni í Mirza Sarajilja þegar sá síðarnefndi var að reyna vonlítið þriggja stiga skot. Ódýr villa vissulega en Mirza setti skellihlæjandi niður vítin þrjú og Stjarnan leiddi í hálfleik, 53-61. Langskotin sem voru að detta fyrir Hauka í fyrri hálfleik, hurfu í þriðja leikhluta og sterkir Stjörnumenn gengu á lagið. Það var nánast alveg sama hver kom inn á völlinn fyrir gestina úr Garðabæ, allir skiluðu góðu framlagi. Stjarnan herti tökin og 13 stigum munaði eftir þriðja leikhluta, 66-79. Fátt benti til annars en að Stjarnan myndi labba í burtu með auðveldan sigur lengstum í fjórða leikhluta. Haukar voru mikið í einstaklingsframtaki og ekkert að frétta. Þá hrökk allt í einu liið í gang og allt í einu voru heimamenn búnir að minnka muninn í fjögur stig þegar skammt var eftir. Hilmar Pétursson tapaði boltanum í lykilsókn Hauka undir lokin og það var svo Ægir Þór Steinarsson sem gulltryggði sigurinn með tveimur stigum af vítalínunni. Stjarnan vann 86-92 og hefur nú unnið fjóra leiki af fimm. Haukar hafa aðeins unnið einn leik. Af hverju vann Stjarnan leikinn? Sóknarleikurinn var lengstum mjög góður og margir að skila sínu. Það breyttist svo á kafla í fjórða leikhluta þegar Haukar komust aftur inn í leikinn en einstaklingsgæði lykilmanna skiluðu Stjörnunni yfir marklínuna. Manni fannst Stjarnan alltaf vera í bílstjórasætinu, ekki síst þegar þeir keyrðu á byrjunarliðinu sínu. Hverjir stóðu upp úr? Gunnar Ólafsson er alltaf traustur varnarlega og hann skilaði líka 19 stigum. Hlynur var fáránlega drjúgur með 16 stig og átta fraköst. Ægir stýrði liðinu vel, skoraði 14 tig og gaf átta stoðsendingar. Brian Fitzpatrick var heilt yfir bestur Hauka með 17 stig og 13 fráköst. Hansel Atencia var frábær í fyrri hálfleik en Gunnar Ólafsson lék frábæra vörn gegn honum í seinni hálfleik. Hansel skoraði 25 stig, þar af 23 í fyrri hálfleik. Tölfræði sem vakti athygli Ingvi Þór Guðmundsson er góður skotmaður en skotnýtingin 2/11 er eitthvað sem gegnur ekki upp. Skotvalið var að venju svolítið vilt og hann þarf að beisla betur hæfileika sína. Hvað gerist næst? Stjörnumenn taka á móti Keflavík í stórslag en Haukar mæta Hetti fyrir austan, ef veður leyfir. Emil Barja er ekki farinn að örvænta.Vísir/Bára Emil: Bjartsýnn á framhaldið Haukamaðurinn Emil Barja þurfti að sætta sig við tap í kvöld. Hvað var að klikka? „Það er aðallega hraðupphlaupsvörnin hjá okkur sem er að klikka. Við skorum og þeir skora bara beint í bakið á okkur. Við töluðum um þetta atriði fyrir leikinn en við vitum að þeir vilja spila hratt. Þeir bara taka okkur á þessu sviði, ég veit ekki einu sinni hvað þeir skoruðu mikið í hröðum upphlaupum,“ sagði Emil og bætti við. „Mér finnst við ekkert vera með verra lið en Stjarnan, svona ef við horfum á hæfileika innan liðsins. Við erum ennþá að pússla okkur saman en eg er ánægður hvernig við komum til baka í erfiðri stöðu. Að fá á sig 92 stig er bara ekki nógu gott.“ Eru nokkuð kominn titringur í klefann eftir erfitt tímabil? „Við erum með ansi marga nýja leikmenn í liðinu og erum að finna taktinn saman. Ég er bjartsýnn að þetta komi á endanum hjá okkur,“ sagði Emil Barja. Gunnar: Pæli ekki mikið í sókninni „Við erum mjög ánægðir með þennan sigur en það er mjög margt sem við þurfum að skoða í okkar leik og bæta í framhaldinu,“ sagði Gunnar Ólafsson, leikmaður Stjörnunnar eftir leik. Hvað þarf liðið helst að bæta? „Varnarleikurinn þarf að batna. Ég held að við séum ekki nægilega sáttir við varnarleikinn í heild sinni. Það koma rispur sem eru góðar varnarlega en við þurfum að finna taktinn til að skila þessu allan leikinn.“ Gunnar skoraði 19 stig og virðist vera að fá stærra hlutverk sóknarlega. „Ég hugsa ekki mikið um það. Mitt hlutverk snýr aðallega að varnarleik og sóknin kemur svo bara í kjölfarið. Það er gaman að eiga stigaháa leiki en það er ekkert sem ég er að pæla mikið í. Þessi sigur er bara gott veganesti fyrir næsta leik gegn Keflavík. Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir þann leik, enda er Keflavík með hörkulið,“ sagði Gunnar að lokum. Ingi Þór Steinþórsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar. Ingi Þór: Nýr leikmaður vonandi kynntur í vikunni „Við erum mjög ánægðir með þennan sigur, Haukarnir eru með mjög erfitt lið sem frákastar mjög vel. Það var að valda okkur vandræðum í kvöld en sigurinn var sérlega góður eftir að hafa tapað síðasta leik,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar eftir sigurinn gegn Haukum. Það var stutt frá síðasta leik og Stjarnan þurfti að nota alla þá leikmenn sem í boði voru. „Við höfum róterað vel í vetur og markmiðið er að virkja sem flesta í liðinu. Það borgaði sig í dag. Við erum komnir með góða forystu en svo gegngur okkur illa að skora og klára leikinn. Það eru ekkert endilega skotin sem eru að klikka, heldur erum við bara að tapa boltanum. Þegar það skipti virkilega miklu máli, þá náum við góðum stoppum varnarlega og siglum þessu heim.“ En er nýr bandarískur leikmaður á leiðinni í Garðabæinn? „Hann er á leiðinni en upplýsingarnar sem ég hef eru ekkert rosalega góðar. Það verður vonandi bara send tilkynning í vikunni þegar hann verður kominn. Það er ekki alveg ljóst hver staðan er en þetta er að fæðast,“ sagði Ingi leyndadómsfullur að lokum. Israel Martin, þjálfari Hauka. Israel Martin: Töpuðum líkamlegu baráttunni Israel Martin var furðu brattur þrátt fyrir tapið gegn Stjörnunni. „Líkamlega baráttan var lykilatriðið í kvöld. Stjarnan spilaði mjög harðan leik líkamlega og við komumst ekki einu sinni að körfunni á mikilvægum augnablikum. Við ætluðum að keyra meira að körfunni en þeir unnu líkamlegu baráttuna í kvöld.“ Ekki munaði miklu að Haukar kæmust aftur inn í leikinn eftir erfiða stöðu. „Þegar það eru tvær og hálf mínúta eftir, erum við fjórum stigum undir og með boltann. Þá þurfum við að vera skynsamari, koma kannski boltanum niður á blokkina eða keyra á körfuna. Við þurfum gott skot, ekki að þvinga erfið skot. Við munum læra þetta og ég er ánægður með bráttuna og hugarfarið í strákunum í kvöld.“ Athygli vakti að Austin Magnús Bracey lék nánast ekkert með Haukum. Hver er ástæðan? „Ég er að biðja menn um að spila vörn líka, ekki bara sóknarleik. Austin Magnús er ekki 100% heill en hann er að glíma við hnémeiðsli. Hilmar Pétursson fékk mínútur í kvöld og það var bara fínt.“ Earvin Morris meiddist á hné nýverið, ætla Haukar að ná í annan leikmann? „Við þurfum að fá endanlega úr því skorið hver staðan er með Earvin Morris en það er mitt hlutverk að finn aleikmenn sem geta hjálpað okkur að vinna leiki. Okkur vantar mann sem getur klárað svona leiki fyrir okkur,“ sagði Israel Martin.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti