Handbolta-Shaq og félagar dönsuðu af gleði eftir fyrsta sigurinn á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2021 15:00 Kongómenn, með Gauthier Mvumbi í broddi fylkingar, fagna sigrinum á Angólamönnum í gær. ihf Kongó vann sinn fyrsta leik á heimsmeistaramóti karla í handbolta frá upphafi þegar liðið sigraði Angóla, 31-32, í Forsetabikarnum á HM í Egyptalandi í gær. Kongó tapaði öllum leikjum sínum í riðlakeppninni en byrjaði Forsetabikarinn á því að vinna Angóla í hörkuleik. Kongómenn voru eðlilega ánægðir með þennan sögulega sigur og dönsuðu af gleði eftir leik. Þar fór óvæntasta stjarna heimsmeistaramótsins, línutröllið Gauthier Mvumbi, fremstur í flokki eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Mvumbi hafði reyndar nokkuð hægt um sig í leiknum gegn Angóla og skoraði aðeins tvö mörk. Hann hefur alls skorað fimmtán mörk á HM úr sautján skotum. Þessi 26 ára línumaður Dreux í frönsku D-deildinni hefur vakið mikla athygli á HM og fengið viðurnefnið Shaq handboltans. O'Neal sjálfur virðist hafa frétt af þessu og hann sendi Mvumbi skilaboð á Instagram. Í viðtali við heimasíðu IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins, sagðist Mvumbi fagna athyglinni sem hann hafi fengið á HM. „Þegar það er talað um mig, er talað um Kongó. Við erum á HM í fyrsta sinn og það er talað um liðið okkar. Það er jákvætt fyrir ímynd okkar,“ sagði Mvumbi. Mvumbi og félagar í Kongó mæta Túnis í næsta leik sínum í Forsetabikarnum. Ef Kongó vinnur er liðið öruggt með efsta sæti riðils I og á þar með möguleika á að vinna Forsetabikarinn. HM 2021 í handbolta Austur-Kongó Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Sjá meira
Kongó tapaði öllum leikjum sínum í riðlakeppninni en byrjaði Forsetabikarinn á því að vinna Angóla í hörkuleik. Kongómenn voru eðlilega ánægðir með þennan sögulega sigur og dönsuðu af gleði eftir leik. Þar fór óvæntasta stjarna heimsmeistaramótsins, línutröllið Gauthier Mvumbi, fremstur í flokki eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Mvumbi hafði reyndar nokkuð hægt um sig í leiknum gegn Angóla og skoraði aðeins tvö mörk. Hann hefur alls skorað fimmtán mörk á HM úr sautján skotum. Þessi 26 ára línumaður Dreux í frönsku D-deildinni hefur vakið mikla athygli á HM og fengið viðurnefnið Shaq handboltans. O'Neal sjálfur virðist hafa frétt af þessu og hann sendi Mvumbi skilaboð á Instagram. Í viðtali við heimasíðu IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins, sagðist Mvumbi fagna athyglinni sem hann hafi fengið á HM. „Þegar það er talað um mig, er talað um Kongó. Við erum á HM í fyrsta sinn og það er talað um liðið okkar. Það er jákvætt fyrir ímynd okkar,“ sagði Mvumbi. Mvumbi og félagar í Kongó mæta Túnis í næsta leik sínum í Forsetabikarnum. Ef Kongó vinnur er liðið öruggt með efsta sæti riðils I og á þar með möguleika á að vinna Forsetabikarinn.
HM 2021 í handbolta Austur-Kongó Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Sjá meira