Fyrsti leikurinn á móti „óbreyttum“ Frökkum á stórmóti í meira en tólf ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2021 14:31 Björgvin Páll Gústavsson var í síðasta íslenska landsliðinu sem mætti óbreyttum Frökkum á stórmóti. Síðan eru liðin rúm tólf ár. EPA/GUILLAUME HORCAJUELO Franska landsliðið hefur unnið fjölda titla á stórmótum á þessari öld en liðið í dag getur ekki státað sig af því að vera handhafi neinna þeirra. Frakkar, mótherjar íslenska handboltalandsliðsins, eru ekki handhafar neinna titla í handboltanum í dag. Ísland hefur ekki mætt „óbreyttum“ Frökkum á stórmóti síðan í úrslitaleik Ólympíuleikanna í Peking 2008. Frakkar hafa verið sigursælasta landslið handboltans síðustu tvo áratugi en eru ekki með eins sterkt lið í dag og oft áður. Þeir eru enn fremur ekki heimsmeistarar, Evrópumeistarar eða Ólympíumeistarar. Danir eru ríkjandi heims- og Ólympíumeistarar og Spánverjar urðu Evrópumeistarar í fyrra. Frakkar hafa nokkrum sinnum verið handhafar allra þriggja stóru titlana á síðustu áratugum, verið heimsmeistarar, Evrópumeistarar og Ólympíumeistarar á sama tíma. Frakkar hafa unnið verðlaun á átta af síðustu tíu heimsmeistaramótum eða á öllum heimsmeistarakeppnum á þessari öld nema 2007 og 2013. Frakkar unnu brons á HM fyrir tveimur árum en hafa unnið gullverðlaun á fjórum af síðustu sex heimsmeistarakeppnum. Í síðustu átta leikjum íslenska landsliðsins á móti Frökkum á stórmótum hefur franska landsliðið verið handhafi einhvers titils. Þegar þjóðirnar mættust síðasta á stórmóti, sem var HM í Þýskalandi 2019, þá voru Frakkar sem dæmi ríkjandi heimsmeistarar. Frakkar voru ekki handhafar neins titils þegar þeir unnu íslenska landsliðið í úrslitaleik Ólympíuleikanna 2008. Það er hins vegar í eina skiptið í síðustu tólf stórmótaleikjum þjóðanna þar sem Frakkar eru „óbreyttir“, það ekki ríkjandi meistarar á HM, EM eða ÓL. Síðustu tólf leikir Íslands og Frakklands á stórmótum: HM 2019 á móti heimsmeisturum Frakka - 9 marka tap (22-31) HM 2017 á móti heimsmeisturum Frakka - 6 marka tap (25-31) HM 2015 á móti Ólympíumeisturum Frakka - Jafntefli (26-26) HM 2013 á móti Ólympíu- og heimsmeisturum Frakka - 2 marka tap (28-30) ÓL 2012 á móti Ólympíu- og heimsmeisturum Frakka - 1 marks sigur (30-29) EM 2012 á móti Ólympíu-, heims, og Evrópumeisturum Frakka - Jafntefli (29-29) HM 2011 á móti Ólympíu-, heims, og Evrópumeisturum Frakka - 6 marka tap (28-34) EM 2010 á móti Ólympíumeisturum Frakka - 8 marka tap (28-36) ÓL 2008 á móti Frökkum - 5 marka tap (23-28) EM 2008 á móti Evrópumeisturum Frakka - 9 marka tap (21-30) HM 2007 á móti Evrópumeisturum Frakka - 8 marka sigur (32-24) EM 2002 á moti heimsmeisturum Frakka - Jafntefli (26-26) HM 2021 í handbolta Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sjá meira
Frakkar, mótherjar íslenska handboltalandsliðsins, eru ekki handhafar neinna titla í handboltanum í dag. Ísland hefur ekki mætt „óbreyttum“ Frökkum á stórmóti síðan í úrslitaleik Ólympíuleikanna í Peking 2008. Frakkar hafa verið sigursælasta landslið handboltans síðustu tvo áratugi en eru ekki með eins sterkt lið í dag og oft áður. Þeir eru enn fremur ekki heimsmeistarar, Evrópumeistarar eða Ólympíumeistarar. Danir eru ríkjandi heims- og Ólympíumeistarar og Spánverjar urðu Evrópumeistarar í fyrra. Frakkar hafa nokkrum sinnum verið handhafar allra þriggja stóru titlana á síðustu áratugum, verið heimsmeistarar, Evrópumeistarar og Ólympíumeistarar á sama tíma. Frakkar hafa unnið verðlaun á átta af síðustu tíu heimsmeistaramótum eða á öllum heimsmeistarakeppnum á þessari öld nema 2007 og 2013. Frakkar unnu brons á HM fyrir tveimur árum en hafa unnið gullverðlaun á fjórum af síðustu sex heimsmeistarakeppnum. Í síðustu átta leikjum íslenska landsliðsins á móti Frökkum á stórmótum hefur franska landsliðið verið handhafi einhvers titils. Þegar þjóðirnar mættust síðasta á stórmóti, sem var HM í Þýskalandi 2019, þá voru Frakkar sem dæmi ríkjandi heimsmeistarar. Frakkar voru ekki handhafar neins titils þegar þeir unnu íslenska landsliðið í úrslitaleik Ólympíuleikanna 2008. Það er hins vegar í eina skiptið í síðustu tólf stórmótaleikjum þjóðanna þar sem Frakkar eru „óbreyttir“, það ekki ríkjandi meistarar á HM, EM eða ÓL. Síðustu tólf leikir Íslands og Frakklands á stórmótum: HM 2019 á móti heimsmeisturum Frakka - 9 marka tap (22-31) HM 2017 á móti heimsmeisturum Frakka - 6 marka tap (25-31) HM 2015 á móti Ólympíumeisturum Frakka - Jafntefli (26-26) HM 2013 á móti Ólympíu- og heimsmeisturum Frakka - 2 marka tap (28-30) ÓL 2012 á móti Ólympíu- og heimsmeisturum Frakka - 1 marks sigur (30-29) EM 2012 á móti Ólympíu-, heims, og Evrópumeisturum Frakka - Jafntefli (29-29) HM 2011 á móti Ólympíu-, heims, og Evrópumeisturum Frakka - 6 marka tap (28-34) EM 2010 á móti Ólympíumeisturum Frakka - 8 marka tap (28-36) ÓL 2008 á móti Frökkum - 5 marka tap (23-28) EM 2008 á móti Evrópumeisturum Frakka - 9 marka tap (21-30) HM 2007 á móti Evrópumeisturum Frakka - 8 marka sigur (32-24) EM 2002 á moti heimsmeisturum Frakka - Jafntefli (26-26)
Síðustu tólf leikir Íslands og Frakklands á stórmótum: HM 2019 á móti heimsmeisturum Frakka - 9 marka tap (22-31) HM 2017 á móti heimsmeisturum Frakka - 6 marka tap (25-31) HM 2015 á móti Ólympíumeisturum Frakka - Jafntefli (26-26) HM 2013 á móti Ólympíu- og heimsmeisturum Frakka - 2 marka tap (28-30) ÓL 2012 á móti Ólympíu- og heimsmeisturum Frakka - 1 marks sigur (30-29) EM 2012 á móti Ólympíu-, heims, og Evrópumeisturum Frakka - Jafntefli (29-29) HM 2011 á móti Ólympíu-, heims, og Evrópumeisturum Frakka - 6 marka tap (28-34) EM 2010 á móti Ólympíumeisturum Frakka - 8 marka tap (28-36) ÓL 2008 á móti Frökkum - 5 marka tap (23-28) EM 2008 á móti Evrópumeisturum Frakka - 9 marka tap (21-30) HM 2007 á móti Evrópumeisturum Frakka - 8 marka sigur (32-24) EM 2002 á moti heimsmeisturum Frakka - Jafntefli (26-26)
HM 2021 í handbolta Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sjá meira