Fyrsti leikurinn á móti „óbreyttum“ Frökkum á stórmóti í meira en tólf ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2021 14:31 Björgvin Páll Gústavsson var í síðasta íslenska landsliðinu sem mætti óbreyttum Frökkum á stórmóti. Síðan eru liðin rúm tólf ár. EPA/GUILLAUME HORCAJUELO Franska landsliðið hefur unnið fjölda titla á stórmótum á þessari öld en liðið í dag getur ekki státað sig af því að vera handhafi neinna þeirra. Frakkar, mótherjar íslenska handboltalandsliðsins, eru ekki handhafar neinna titla í handboltanum í dag. Ísland hefur ekki mætt „óbreyttum“ Frökkum á stórmóti síðan í úrslitaleik Ólympíuleikanna í Peking 2008. Frakkar hafa verið sigursælasta landslið handboltans síðustu tvo áratugi en eru ekki með eins sterkt lið í dag og oft áður. Þeir eru enn fremur ekki heimsmeistarar, Evrópumeistarar eða Ólympíumeistarar. Danir eru ríkjandi heims- og Ólympíumeistarar og Spánverjar urðu Evrópumeistarar í fyrra. Frakkar hafa nokkrum sinnum verið handhafar allra þriggja stóru titlana á síðustu áratugum, verið heimsmeistarar, Evrópumeistarar og Ólympíumeistarar á sama tíma. Frakkar hafa unnið verðlaun á átta af síðustu tíu heimsmeistaramótum eða á öllum heimsmeistarakeppnum á þessari öld nema 2007 og 2013. Frakkar unnu brons á HM fyrir tveimur árum en hafa unnið gullverðlaun á fjórum af síðustu sex heimsmeistarakeppnum. Í síðustu átta leikjum íslenska landsliðsins á móti Frökkum á stórmótum hefur franska landsliðið verið handhafi einhvers titils. Þegar þjóðirnar mættust síðasta á stórmóti, sem var HM í Þýskalandi 2019, þá voru Frakkar sem dæmi ríkjandi heimsmeistarar. Frakkar voru ekki handhafar neins titils þegar þeir unnu íslenska landsliðið í úrslitaleik Ólympíuleikanna 2008. Það er hins vegar í eina skiptið í síðustu tólf stórmótaleikjum þjóðanna þar sem Frakkar eru „óbreyttir“, það ekki ríkjandi meistarar á HM, EM eða ÓL. Síðustu tólf leikir Íslands og Frakklands á stórmótum: HM 2019 á móti heimsmeisturum Frakka - 9 marka tap (22-31) HM 2017 á móti heimsmeisturum Frakka - 6 marka tap (25-31) HM 2015 á móti Ólympíumeisturum Frakka - Jafntefli (26-26) HM 2013 á móti Ólympíu- og heimsmeisturum Frakka - 2 marka tap (28-30) ÓL 2012 á móti Ólympíu- og heimsmeisturum Frakka - 1 marks sigur (30-29) EM 2012 á móti Ólympíu-, heims, og Evrópumeisturum Frakka - Jafntefli (29-29) HM 2011 á móti Ólympíu-, heims, og Evrópumeisturum Frakka - 6 marka tap (28-34) EM 2010 á móti Ólympíumeisturum Frakka - 8 marka tap (28-36) ÓL 2008 á móti Frökkum - 5 marka tap (23-28) EM 2008 á móti Evrópumeisturum Frakka - 9 marka tap (21-30) HM 2007 á móti Evrópumeisturum Frakka - 8 marka sigur (32-24) EM 2002 á moti heimsmeisturum Frakka - Jafntefli (26-26) HM 2021 í handbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Fótbolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira
Frakkar, mótherjar íslenska handboltalandsliðsins, eru ekki handhafar neinna titla í handboltanum í dag. Ísland hefur ekki mætt „óbreyttum“ Frökkum á stórmóti síðan í úrslitaleik Ólympíuleikanna í Peking 2008. Frakkar hafa verið sigursælasta landslið handboltans síðustu tvo áratugi en eru ekki með eins sterkt lið í dag og oft áður. Þeir eru enn fremur ekki heimsmeistarar, Evrópumeistarar eða Ólympíumeistarar. Danir eru ríkjandi heims- og Ólympíumeistarar og Spánverjar urðu Evrópumeistarar í fyrra. Frakkar hafa nokkrum sinnum verið handhafar allra þriggja stóru titlana á síðustu áratugum, verið heimsmeistarar, Evrópumeistarar og Ólympíumeistarar á sama tíma. Frakkar hafa unnið verðlaun á átta af síðustu tíu heimsmeistaramótum eða á öllum heimsmeistarakeppnum á þessari öld nema 2007 og 2013. Frakkar unnu brons á HM fyrir tveimur árum en hafa unnið gullverðlaun á fjórum af síðustu sex heimsmeistarakeppnum. Í síðustu átta leikjum íslenska landsliðsins á móti Frökkum á stórmótum hefur franska landsliðið verið handhafi einhvers titils. Þegar þjóðirnar mættust síðasta á stórmóti, sem var HM í Þýskalandi 2019, þá voru Frakkar sem dæmi ríkjandi heimsmeistarar. Frakkar voru ekki handhafar neins titils þegar þeir unnu íslenska landsliðið í úrslitaleik Ólympíuleikanna 2008. Það er hins vegar í eina skiptið í síðustu tólf stórmótaleikjum þjóðanna þar sem Frakkar eru „óbreyttir“, það ekki ríkjandi meistarar á HM, EM eða ÓL. Síðustu tólf leikir Íslands og Frakklands á stórmótum: HM 2019 á móti heimsmeisturum Frakka - 9 marka tap (22-31) HM 2017 á móti heimsmeisturum Frakka - 6 marka tap (25-31) HM 2015 á móti Ólympíumeisturum Frakka - Jafntefli (26-26) HM 2013 á móti Ólympíu- og heimsmeisturum Frakka - 2 marka tap (28-30) ÓL 2012 á móti Ólympíu- og heimsmeisturum Frakka - 1 marks sigur (30-29) EM 2012 á móti Ólympíu-, heims, og Evrópumeisturum Frakka - Jafntefli (29-29) HM 2011 á móti Ólympíu-, heims, og Evrópumeisturum Frakka - 6 marka tap (28-34) EM 2010 á móti Ólympíumeisturum Frakka - 8 marka tap (28-36) ÓL 2008 á móti Frökkum - 5 marka tap (23-28) EM 2008 á móti Evrópumeisturum Frakka - 9 marka tap (21-30) HM 2007 á móti Evrópumeisturum Frakka - 8 marka sigur (32-24) EM 2002 á moti heimsmeisturum Frakka - Jafntefli (26-26)
Síðustu tólf leikir Íslands og Frakklands á stórmótum: HM 2019 á móti heimsmeisturum Frakka - 9 marka tap (22-31) HM 2017 á móti heimsmeisturum Frakka - 6 marka tap (25-31) HM 2015 á móti Ólympíumeisturum Frakka - Jafntefli (26-26) HM 2013 á móti Ólympíu- og heimsmeisturum Frakka - 2 marka tap (28-30) ÓL 2012 á móti Ólympíu- og heimsmeisturum Frakka - 1 marks sigur (30-29) EM 2012 á móti Ólympíu-, heims, og Evrópumeisturum Frakka - Jafntefli (29-29) HM 2011 á móti Ólympíu-, heims, og Evrópumeisturum Frakka - 6 marka tap (28-34) EM 2010 á móti Ólympíumeisturum Frakka - 8 marka tap (28-36) ÓL 2008 á móti Frökkum - 5 marka tap (23-28) EM 2008 á móti Evrópumeisturum Frakka - 9 marka tap (21-30) HM 2007 á móti Evrópumeisturum Frakka - 8 marka sigur (32-24) EM 2002 á moti heimsmeisturum Frakka - Jafntefli (26-26)
HM 2021 í handbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Fótbolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira