„Lýðræðið hefur sigrað“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. janúar 2021 17:46 Joe Biden flutti sína fyrstu ræðu eftir að taka við embætti sem 46. forseti Bandaríkjanna. EPA/ERIN SCHAFF „Þetta er dagur Ameríku. Þetta er dagur lýðræðis. Dagur sögunnar og vonar,“ sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, við upphaf fyrstu ræðu sinnar eftir að hann sór formlega eið að embættinu við hátíðlega athöfn í dag. „Í dag fögnum við sigri, ekki sigri frambjóðenda, heldur sigri málstaðar. Málstaðar lýðræðis,“ sagði forsetinn ennfremur. „Við höfum lært enn og aftur að lýðræðið er dýrmætt, lýðræði er brothætt og á þessari stundu kæru vinir hefur lýðræðið sigrað,“ sagði Biden og uppskar lófatak. Þá minntist hann óeirðanna sem brutust út í og við þinghúsið fyrir tveimur vikum síðan þegar hópur fólks úr röðum stuðningsmanna Donalds Trump braut sér leið inn í þinghúsið. Nú tveimur vikum síðar hafi lýðræðið sigrað og stjórnarskiptin fari fram með friðsömum hætti. „Við komum saman sem sameinuð þjóð, fyrir Guði, óaðskiljanleg. Til að framkvæma friðsæl stjórnarskipti líkt og við höfum gert í yfir 200 ár. Sem við horfum fram á veginn, eins og okkur Bandaríkjamönnum einum er lagið, þrautseig, hugrökk og bjartsýn og horfum til þess að vera sú þjóð sem við getum verið, og við verðum að vera,“ sagði Biden. „Ég þakka forverum mínum úr báðum flokkum sem eru viðstaddir hér í dag, ég þakka þeim frá mínum innstu hjartarótum. Og ég er sannfærður um seiglu stjórnarskrár okkar og um styrk þjóðar okkar,“ sagði Biden. Hann sagðist hafa talað við Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í gær og segir hann taka undir þessi orð. Biden þakkaði Carter um leið en Carter, sem nú er ríflega 96 ára gamall, gat ekki verið viðstaddur athöfnina. Nú hefur Biden svarið sama embættiseið og forverar hans sem hann þakkaði fyrir í ræðu sinni. Biden lagði í ræðu sinni áherslu á að sameina þjóðina fremur en sundra. Hann sagði alla Bandaríkjamenn taka þátt í að skrifa sögu þjóðarinnar. „Þetta er stórkostleg þjóð, og við erum gott fólk. Og í gegnum tíðina höfum við barist og sýnt þrautseigju, á friðartímum sem og í stríði. Við höfum náð svo langt en við eigum ennþá langt í land,“ sagði Biden. Mörg stór verkefni séu framundan. „Sögulega hafa fáir staðið frammi fyrir eins stórri áskorun og við stöndum frami fyrir nú,“ bætti forsetinn við um leið og hann vék orðum sínum að kórónuveirufaraldrinum. „Faraldurinn hefur tekið frá okkur jafnmörg líf og Bandaríkin misstu í allri síðari heimsstyrjöldinni. Milljónir hafa misst vinnuna, hundruð þúsunda fyrirtækja hafa lokað og kall eftir jafnrétti milli kynþátta hreyfir við okkur,“ sagði Biden og uppskar lófatak um leið. Þá vék hann máli sínu einnig að loftslagsvánni, hvítri öfgahyggju og innlendum hryðjuverkum. „Við verðum að takast á við þetta og við verðum að sigra,“ sagði Biden. Meira þurfi til heldur en orð. Það þurfi að grípa til aðgerða og það þurfi að gera í sameiningu. „Sál mín verður tileinkuð þessu. Að sameina þjóðina okkar. Og ég bið hvern einasta Bandaríkjamann að koma með mér í þá vegferð.“ Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
„Við höfum lært enn og aftur að lýðræðið er dýrmætt, lýðræði er brothætt og á þessari stundu kæru vinir hefur lýðræðið sigrað,“ sagði Biden og uppskar lófatak. Þá minntist hann óeirðanna sem brutust út í og við þinghúsið fyrir tveimur vikum síðan þegar hópur fólks úr röðum stuðningsmanna Donalds Trump braut sér leið inn í þinghúsið. Nú tveimur vikum síðar hafi lýðræðið sigrað og stjórnarskiptin fari fram með friðsömum hætti. „Við komum saman sem sameinuð þjóð, fyrir Guði, óaðskiljanleg. Til að framkvæma friðsæl stjórnarskipti líkt og við höfum gert í yfir 200 ár. Sem við horfum fram á veginn, eins og okkur Bandaríkjamönnum einum er lagið, þrautseig, hugrökk og bjartsýn og horfum til þess að vera sú þjóð sem við getum verið, og við verðum að vera,“ sagði Biden. „Ég þakka forverum mínum úr báðum flokkum sem eru viðstaddir hér í dag, ég þakka þeim frá mínum innstu hjartarótum. Og ég er sannfærður um seiglu stjórnarskrár okkar og um styrk þjóðar okkar,“ sagði Biden. Hann sagðist hafa talað við Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í gær og segir hann taka undir þessi orð. Biden þakkaði Carter um leið en Carter, sem nú er ríflega 96 ára gamall, gat ekki verið viðstaddur athöfnina. Nú hefur Biden svarið sama embættiseið og forverar hans sem hann þakkaði fyrir í ræðu sinni. Biden lagði í ræðu sinni áherslu á að sameina þjóðina fremur en sundra. Hann sagði alla Bandaríkjamenn taka þátt í að skrifa sögu þjóðarinnar. „Þetta er stórkostleg þjóð, og við erum gott fólk. Og í gegnum tíðina höfum við barist og sýnt þrautseigju, á friðartímum sem og í stríði. Við höfum náð svo langt en við eigum ennþá langt í land,“ sagði Biden. Mörg stór verkefni séu framundan. „Sögulega hafa fáir staðið frammi fyrir eins stórri áskorun og við stöndum frami fyrir nú,“ bætti forsetinn við um leið og hann vék orðum sínum að kórónuveirufaraldrinum. „Faraldurinn hefur tekið frá okkur jafnmörg líf og Bandaríkin misstu í allri síðari heimsstyrjöldinni. Milljónir hafa misst vinnuna, hundruð þúsunda fyrirtækja hafa lokað og kall eftir jafnrétti milli kynþátta hreyfir við okkur,“ sagði Biden og uppskar lófatak um leið. Þá vék hann máli sínu einnig að loftslagsvánni, hvítri öfgahyggju og innlendum hryðjuverkum. „Við verðum að takast á við þetta og við verðum að sigra,“ sagði Biden. Meira þurfi til heldur en orð. Það þurfi að grípa til aðgerða og það þurfi að gera í sameiningu. „Sál mín verður tileinkuð þessu. Að sameina þjóðina okkar. Og ég bið hvern einasta Bandaríkjamann að koma með mér í þá vegferð.“
Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira