„Lýðræðið hefur sigrað“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. janúar 2021 17:46 Joe Biden flutti sína fyrstu ræðu eftir að taka við embætti sem 46. forseti Bandaríkjanna. EPA/ERIN SCHAFF „Þetta er dagur Ameríku. Þetta er dagur lýðræðis. Dagur sögunnar og vonar,“ sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, við upphaf fyrstu ræðu sinnar eftir að hann sór formlega eið að embættinu við hátíðlega athöfn í dag. „Í dag fögnum við sigri, ekki sigri frambjóðenda, heldur sigri málstaðar. Málstaðar lýðræðis,“ sagði forsetinn ennfremur. „Við höfum lært enn og aftur að lýðræðið er dýrmætt, lýðræði er brothætt og á þessari stundu kæru vinir hefur lýðræðið sigrað,“ sagði Biden og uppskar lófatak. Þá minntist hann óeirðanna sem brutust út í og við þinghúsið fyrir tveimur vikum síðan þegar hópur fólks úr röðum stuðningsmanna Donalds Trump braut sér leið inn í þinghúsið. Nú tveimur vikum síðar hafi lýðræðið sigrað og stjórnarskiptin fari fram með friðsömum hætti. „Við komum saman sem sameinuð þjóð, fyrir Guði, óaðskiljanleg. Til að framkvæma friðsæl stjórnarskipti líkt og við höfum gert í yfir 200 ár. Sem við horfum fram á veginn, eins og okkur Bandaríkjamönnum einum er lagið, þrautseig, hugrökk og bjartsýn og horfum til þess að vera sú þjóð sem við getum verið, og við verðum að vera,“ sagði Biden. „Ég þakka forverum mínum úr báðum flokkum sem eru viðstaddir hér í dag, ég þakka þeim frá mínum innstu hjartarótum. Og ég er sannfærður um seiglu stjórnarskrár okkar og um styrk þjóðar okkar,“ sagði Biden. Hann sagðist hafa talað við Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í gær og segir hann taka undir þessi orð. Biden þakkaði Carter um leið en Carter, sem nú er ríflega 96 ára gamall, gat ekki verið viðstaddur athöfnina. Nú hefur Biden svarið sama embættiseið og forverar hans sem hann þakkaði fyrir í ræðu sinni. Biden lagði í ræðu sinni áherslu á að sameina þjóðina fremur en sundra. Hann sagði alla Bandaríkjamenn taka þátt í að skrifa sögu þjóðarinnar. „Þetta er stórkostleg þjóð, og við erum gott fólk. Og í gegnum tíðina höfum við barist og sýnt þrautseigju, á friðartímum sem og í stríði. Við höfum náð svo langt en við eigum ennþá langt í land,“ sagði Biden. Mörg stór verkefni séu framundan. „Sögulega hafa fáir staðið frammi fyrir eins stórri áskorun og við stöndum frami fyrir nú,“ bætti forsetinn við um leið og hann vék orðum sínum að kórónuveirufaraldrinum. „Faraldurinn hefur tekið frá okkur jafnmörg líf og Bandaríkin misstu í allri síðari heimsstyrjöldinni. Milljónir hafa misst vinnuna, hundruð þúsunda fyrirtækja hafa lokað og kall eftir jafnrétti milli kynþátta hreyfir við okkur,“ sagði Biden og uppskar lófatak um leið. Þá vék hann máli sínu einnig að loftslagsvánni, hvítri öfgahyggju og innlendum hryðjuverkum. „Við verðum að takast á við þetta og við verðum að sigra,“ sagði Biden. Meira þurfi til heldur en orð. Það þurfi að grípa til aðgerða og það þurfi að gera í sameiningu. „Sál mín verður tileinkuð þessu. Að sameina þjóðina okkar. Og ég bið hvern einasta Bandaríkjamann að koma með mér í þá vegferð.“ Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
„Við höfum lært enn og aftur að lýðræðið er dýrmætt, lýðræði er brothætt og á þessari stundu kæru vinir hefur lýðræðið sigrað,“ sagði Biden og uppskar lófatak. Þá minntist hann óeirðanna sem brutust út í og við þinghúsið fyrir tveimur vikum síðan þegar hópur fólks úr röðum stuðningsmanna Donalds Trump braut sér leið inn í þinghúsið. Nú tveimur vikum síðar hafi lýðræðið sigrað og stjórnarskiptin fari fram með friðsömum hætti. „Við komum saman sem sameinuð þjóð, fyrir Guði, óaðskiljanleg. Til að framkvæma friðsæl stjórnarskipti líkt og við höfum gert í yfir 200 ár. Sem við horfum fram á veginn, eins og okkur Bandaríkjamönnum einum er lagið, þrautseig, hugrökk og bjartsýn og horfum til þess að vera sú þjóð sem við getum verið, og við verðum að vera,“ sagði Biden. „Ég þakka forverum mínum úr báðum flokkum sem eru viðstaddir hér í dag, ég þakka þeim frá mínum innstu hjartarótum. Og ég er sannfærður um seiglu stjórnarskrár okkar og um styrk þjóðar okkar,“ sagði Biden. Hann sagðist hafa talað við Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í gær og segir hann taka undir þessi orð. Biden þakkaði Carter um leið en Carter, sem nú er ríflega 96 ára gamall, gat ekki verið viðstaddur athöfnina. Nú hefur Biden svarið sama embættiseið og forverar hans sem hann þakkaði fyrir í ræðu sinni. Biden lagði í ræðu sinni áherslu á að sameina þjóðina fremur en sundra. Hann sagði alla Bandaríkjamenn taka þátt í að skrifa sögu þjóðarinnar. „Þetta er stórkostleg þjóð, og við erum gott fólk. Og í gegnum tíðina höfum við barist og sýnt þrautseigju, á friðartímum sem og í stríði. Við höfum náð svo langt en við eigum ennþá langt í land,“ sagði Biden. Mörg stór verkefni séu framundan. „Sögulega hafa fáir staðið frammi fyrir eins stórri áskorun og við stöndum frami fyrir nú,“ bætti forsetinn við um leið og hann vék orðum sínum að kórónuveirufaraldrinum. „Faraldurinn hefur tekið frá okkur jafnmörg líf og Bandaríkin misstu í allri síðari heimsstyrjöldinni. Milljónir hafa misst vinnuna, hundruð þúsunda fyrirtækja hafa lokað og kall eftir jafnrétti milli kynþátta hreyfir við okkur,“ sagði Biden og uppskar lófatak um leið. Þá vék hann máli sínu einnig að loftslagsvánni, hvítri öfgahyggju og innlendum hryðjuverkum. „Við verðum að takast á við þetta og við verðum að sigra,“ sagði Biden. Meira þurfi til heldur en orð. Það þurfi að grípa til aðgerða og það þurfi að gera í sameiningu. „Sál mín verður tileinkuð þessu. Að sameina þjóðina okkar. Og ég bið hvern einasta Bandaríkjamann að koma með mér í þá vegferð.“
Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira