Joe Biden er 46. forseti Bandaríkjanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2021 16:50 Joe Biden Bandaríkjaforseti. epa/Saul Loeb Joe Biden sór rétt í þessu embættiseið og er nú forseti Bandaríkjanna. Kamala Harris er varaforseti, fyrst kvenna og fyrst svartra Bandaríkjamanna. Fráfarandi forseti var ekki viðstaddur athöfnina en varaforsetinn Mike Pence mætti ásamt eiginkonu sinni. Þetta mun vera í fyrsta sinn frá 1869 sem fráfarandi forseti er ekki viðstaddur innsetningarathöfn eftirmanns síns. Pence valdi að vera ekki viðstaddur kveðjuávarp forsetans fyrr í dag. Það var forseti Hæstaréttar, John Roberts, sem fór með eiðinn fyrir forsetann en hæstaréttardómarinn Sonia Sotomayor fór með eiðinn fyrir Harris. Þetta mun vera í fjórða sinn sem Roberts er til staðar fyrir forseta sem hefur á honum litlar mætur en bæði Biden og Obama greiddu atkvæði gegn skipun hans við dómstólinn. Kamala Harris sver embættiseiðinn.AP/Saul Loeb Biden notaðist við biblíu sem hefur verið í eigu fjölskyldunnar frá 1893. Hann hefur áður notað biblíuna við innsetningarathafnir, bæði þegar hann varð öldungadeildarþingmaður og þegar hann sór eið sem varaforseti. Áætlað var að um 25 þúsund hermenn yrðu við öryggisgæslu við athöfnina við þinghúsið. Meðal annarra viðstaddra voru þrír fyrrverandi forsetar; Barack Obama, George W. Bush og Bill Clinton. Lady Gaga söng þjóðsönginn og Jennifer Lopes „This land is your land“. Seinna verður sjónvarpað frá viðburði við Lincoln-minnisvarðann, þar sem Bruce Springsteen, John Legend og Justin Timberlake munu koma fram. Kynnir verður Tom Hanks. Ný stefna mörkuð, strax í dag Meðal fyrstu verka Biden verður að gefa út nokkrar forsetatilskipanir þar sem hann mun meðal annars snúa ákvörðun Trump um að segja Bandaríkin frá Parísarsamkomulaginu um aðgerðir í loftslagsmálum, endurkalla leyfið sem Trump gaf út vegna Keystone XL olíulagnarinnar og koma á laggirnar nýrri aðgerðastjórn um viðbrögð gegn Covid-19. Þá hyggst hann koma á grímuskyldu og fjarlægðartakmörkunum í öllum opinberum byggingum og fella úr gildi reglur sem Trump gaf út um aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum á landamærunum við Mexíkó. Umræddar reglur greiddu fyrir fjármögnun landamæraveggjarins svokallaða. 200 þúsund flöggum var komið fyrir á National Mall fyrir athöfnina, þar sem þau stóðu í stað áhorfenda.AP/Julio Cortez Harris bíður hins vegar það verkefni að hafa umsjón með því þegar þrír nýir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins sverja sinn embættiseið. Þegar það er um garð gengið eiga báðir flokkar 50 sæti í deildinni og Harris mun fara með úrslitaatkvæðið. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Hver verða skilaboð Trump til Biden? Reagan fyrstur til að skilja eftir bréf til næsta forseta Donald Trump hefur yfirgefið Hvíta húsið í hinsta sinn og fregnir þess efnis að hann hafi ekki skilið eftir skilaboð til Biden verið dregnar til baka. 20. janúar 2021 15:03 Trump fjarri góðu gamni: Hvað verður um kjarnorkufótboltann og kexið? Ef Donald Trump verður ekki viðstaddur þegar Joe Biden sver embættiseiðinn, hvernig mun þá fara með svokallaðan „kjarnorkufótbolta“, sem á að skiptast um hendur á nákvæmlega sama tíma? 20. janúar 2021 11:47 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Þetta mun vera í fyrsta sinn frá 1869 sem fráfarandi forseti er ekki viðstaddur innsetningarathöfn eftirmanns síns. Pence valdi að vera ekki viðstaddur kveðjuávarp forsetans fyrr í dag. Það var forseti Hæstaréttar, John Roberts, sem fór með eiðinn fyrir forsetann en hæstaréttardómarinn Sonia Sotomayor fór með eiðinn fyrir Harris. Þetta mun vera í fjórða sinn sem Roberts er til staðar fyrir forseta sem hefur á honum litlar mætur en bæði Biden og Obama greiddu atkvæði gegn skipun hans við dómstólinn. Kamala Harris sver embættiseiðinn.AP/Saul Loeb Biden notaðist við biblíu sem hefur verið í eigu fjölskyldunnar frá 1893. Hann hefur áður notað biblíuna við innsetningarathafnir, bæði þegar hann varð öldungadeildarþingmaður og þegar hann sór eið sem varaforseti. Áætlað var að um 25 þúsund hermenn yrðu við öryggisgæslu við athöfnina við þinghúsið. Meðal annarra viðstaddra voru þrír fyrrverandi forsetar; Barack Obama, George W. Bush og Bill Clinton. Lady Gaga söng þjóðsönginn og Jennifer Lopes „This land is your land“. Seinna verður sjónvarpað frá viðburði við Lincoln-minnisvarðann, þar sem Bruce Springsteen, John Legend og Justin Timberlake munu koma fram. Kynnir verður Tom Hanks. Ný stefna mörkuð, strax í dag Meðal fyrstu verka Biden verður að gefa út nokkrar forsetatilskipanir þar sem hann mun meðal annars snúa ákvörðun Trump um að segja Bandaríkin frá Parísarsamkomulaginu um aðgerðir í loftslagsmálum, endurkalla leyfið sem Trump gaf út vegna Keystone XL olíulagnarinnar og koma á laggirnar nýrri aðgerðastjórn um viðbrögð gegn Covid-19. Þá hyggst hann koma á grímuskyldu og fjarlægðartakmörkunum í öllum opinberum byggingum og fella úr gildi reglur sem Trump gaf út um aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum á landamærunum við Mexíkó. Umræddar reglur greiddu fyrir fjármögnun landamæraveggjarins svokallaða. 200 þúsund flöggum var komið fyrir á National Mall fyrir athöfnina, þar sem þau stóðu í stað áhorfenda.AP/Julio Cortez Harris bíður hins vegar það verkefni að hafa umsjón með því þegar þrír nýir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins sverja sinn embættiseið. Þegar það er um garð gengið eiga báðir flokkar 50 sæti í deildinni og Harris mun fara með úrslitaatkvæðið.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Hver verða skilaboð Trump til Biden? Reagan fyrstur til að skilja eftir bréf til næsta forseta Donald Trump hefur yfirgefið Hvíta húsið í hinsta sinn og fregnir þess efnis að hann hafi ekki skilið eftir skilaboð til Biden verið dregnar til baka. 20. janúar 2021 15:03 Trump fjarri góðu gamni: Hvað verður um kjarnorkufótboltann og kexið? Ef Donald Trump verður ekki viðstaddur þegar Joe Biden sver embættiseiðinn, hvernig mun þá fara með svokallaðan „kjarnorkufótbolta“, sem á að skiptast um hendur á nákvæmlega sama tíma? 20. janúar 2021 11:47 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Hver verða skilaboð Trump til Biden? Reagan fyrstur til að skilja eftir bréf til næsta forseta Donald Trump hefur yfirgefið Hvíta húsið í hinsta sinn og fregnir þess efnis að hann hafi ekki skilið eftir skilaboð til Biden verið dregnar til baka. 20. janúar 2021 15:03
Trump fjarri góðu gamni: Hvað verður um kjarnorkufótboltann og kexið? Ef Donald Trump verður ekki viðstaddur þegar Joe Biden sver embættiseiðinn, hvernig mun þá fara með svokallaðan „kjarnorkufótbolta“, sem á að skiptast um hendur á nákvæmlega sama tíma? 20. janúar 2021 11:47