Náfrændi Hreiðars Más genginn í Sósíalistaflokkinn Jakob Bjarnar skrifar 20. janúar 2021 14:26 Ýmsir ráku upp stór augu þegar Jökull Sólberg tilkynnti um ákvörðun sína. Ljóst er að hugmyndafræðileg átök verða spennandi nú á kosningaári. S2 Jökull Sólberg Auðunsson frumkvöðull segir nýfrjálshyggjuna komin að þrotum og hefur gengið til liðs við Sósíalistaflokkinn. Það væri ef til vill ekki í frásögur færandi í sjálfu sér nema Jökull er náskyldur Hreiðari Má Sigurðarsyni fyrrverandi forstjóra Kaupþings, systursonur, sem sannarlega hlýtur að teljast eitt andlit hinna svokölluðu nýfrjálshyggju. Ef horft er til þess má ljóst vera að hugmyndafræðileg átök eru nú veruleg og um víðan völl. Jökull hefur starfað sem sjálfstæður ráðgjafi, er einn stofnenda Planitor og Takumi International ltd en starfaði áður sem forritari og vörustjóri QuizUp. Þá hefur Jökull úti fréttabréfinu Reykjavik Mobility auk þess sem Stundin hefur birt greinar hans. Jökull ritar eftirtektarverðan pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann tilkynnir um þessa ákvörðun sína en flokkarnir eru nú í óða önn við að skipuleggja sig fyrir komandi Alþingiskosningar. „Við erum á hátindi nýfrjálshyggjunnar. Ég er af kynslóðinni sem þekkir eiginlega ekki neitt annað. Þessi hugmyndafræði um að stjórnmál séu gamaldags og að „frjáls markaður“ gæti hagsmuna allra ef hann er óáreittur. Að það sé „óeðlilegt“ að stjórnvöld skipti sér af. Að það sé best fyrir hvern og einn að ná sínu fram með því að koma sér í mjúkinn hjá auðvaldinu, læra af þeim, herma eftir þeim og verða „þeir“.“ Fyrirtækjaflokkar eigi ekki erindi á Alþingi Jökull segist einn þeirra heppnu í hópi þeirra heppnustu á þessu horni úti á hafi, sem hafi það betra en svo margir. „En ég er farinn að skilja samhengið betur. Annars vegar hef ég áttað mig á því hversu fátækleg og skaðleg hugmyndafræði hægrisins er og hinsvegar hversu mikilvægir sigrar voru unnir á vakt félagshyggjuafla á síðustu öld. Þaðan koma lífsgæðin sem mestu skipta.“ Jökull hefur verið ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg og hefur talað fyrir rafhlaupahjólum sem hann telur að komi í stað bíls númer tvö hjá mörgum fjölskyldum. Nadine Guðrún Yagi ræddi við Jökul fyrir Stöð 2 2019. Og Jökull heldur áfram að gagnrýna hægrið: „Stjórnmálaflokkar sem þjóna fyrst og fremst fyrirtækjum eiga ekki erindi á Alþingi. Stjórnmál eiga að snúast um fólk, fjölskyldur, heimili, samfélög og umhverfi. Fyrirtækin munu áfram spjara sig þegar vinstrið hefur aftur tekið völdin og ég vorkenni ekki einum einasta stjórnanda eða frumkvöðli þó við fáum öfluga vinstri stjórn. Ef það er eitthvað sem atvinnulífið þarf á að halda í dag þá er það vinstri stjórn sem hugsar lengra fram í tímann og skaffar heilbrigðara starfsfólk sem er ekki að drepast úr kvíða og álagi.“ Hef ákveðið að ganga í Sósíalistaflokkinn. Við erum á hátindi nýfrjálshyggjunnar. Ég er af kynslóðinni sem þekkir...Posted by Jökull Sólberg Auðunsson on Miðvikudagur, 20. janúar 2021 Og hann beinir orðum sínum til þeirra sem hann kallar „fence sitters out there“ og segist vilja fá þá í lið með Sósíalistum. Frjálshyggjumönnum brugðið Víst er að ræða Jökuls sem og ákvörðun kemur flatt upp á frjálshyggjumenn. Ásgeir Ingvarsson blaðamaður getur ekki leynt vonbrigðum sínum en hann segist hafa fylgst með Jökli frá því hann tók við hann viðtal um Takumi 2016. „Hef fylgst með þér síðan þá enda virkarðu á mig sem afskaplega klár og frjór. Því kemur á óvart að þér þyki sósíalistar áhugaverður félagsskapur. Hefði einmitt haldið að reynslan úr frumkvöðlastarfi og fyrirtækjarekstri hefði sýnt þér hvernig afskipti ríkisins þvælast fyrir þeim sem vilja skapa verðmæti og störf.“ Ásgeir segist einnig hafa talið að snjall maður á borð við Jökul hefði nægjanlega djúpa þekkingu á sögunni og grunnatriðum hagfræðinnar til að sjá hve skaðleg hugmyndafræði vinstrisins hefur verið (og að það sem vinstrið hreykir sér af að hafa áorkað var yfirleitt ekki þeim að þakka). „Hlakka til að karpa við þig um þessi mál því sæmilega vel gefnir og viðræðuhæfir sósíalistar eru álíka sjaldgæfir og hvítir hrafnar.“ Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Það væri ef til vill ekki í frásögur færandi í sjálfu sér nema Jökull er náskyldur Hreiðari Má Sigurðarsyni fyrrverandi forstjóra Kaupþings, systursonur, sem sannarlega hlýtur að teljast eitt andlit hinna svokölluðu nýfrjálshyggju. Ef horft er til þess má ljóst vera að hugmyndafræðileg átök eru nú veruleg og um víðan völl. Jökull hefur starfað sem sjálfstæður ráðgjafi, er einn stofnenda Planitor og Takumi International ltd en starfaði áður sem forritari og vörustjóri QuizUp. Þá hefur Jökull úti fréttabréfinu Reykjavik Mobility auk þess sem Stundin hefur birt greinar hans. Jökull ritar eftirtektarverðan pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann tilkynnir um þessa ákvörðun sína en flokkarnir eru nú í óða önn við að skipuleggja sig fyrir komandi Alþingiskosningar. „Við erum á hátindi nýfrjálshyggjunnar. Ég er af kynslóðinni sem þekkir eiginlega ekki neitt annað. Þessi hugmyndafræði um að stjórnmál séu gamaldags og að „frjáls markaður“ gæti hagsmuna allra ef hann er óáreittur. Að það sé „óeðlilegt“ að stjórnvöld skipti sér af. Að það sé best fyrir hvern og einn að ná sínu fram með því að koma sér í mjúkinn hjá auðvaldinu, læra af þeim, herma eftir þeim og verða „þeir“.“ Fyrirtækjaflokkar eigi ekki erindi á Alþingi Jökull segist einn þeirra heppnu í hópi þeirra heppnustu á þessu horni úti á hafi, sem hafi það betra en svo margir. „En ég er farinn að skilja samhengið betur. Annars vegar hef ég áttað mig á því hversu fátækleg og skaðleg hugmyndafræði hægrisins er og hinsvegar hversu mikilvægir sigrar voru unnir á vakt félagshyggjuafla á síðustu öld. Þaðan koma lífsgæðin sem mestu skipta.“ Jökull hefur verið ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg og hefur talað fyrir rafhlaupahjólum sem hann telur að komi í stað bíls númer tvö hjá mörgum fjölskyldum. Nadine Guðrún Yagi ræddi við Jökul fyrir Stöð 2 2019. Og Jökull heldur áfram að gagnrýna hægrið: „Stjórnmálaflokkar sem þjóna fyrst og fremst fyrirtækjum eiga ekki erindi á Alþingi. Stjórnmál eiga að snúast um fólk, fjölskyldur, heimili, samfélög og umhverfi. Fyrirtækin munu áfram spjara sig þegar vinstrið hefur aftur tekið völdin og ég vorkenni ekki einum einasta stjórnanda eða frumkvöðli þó við fáum öfluga vinstri stjórn. Ef það er eitthvað sem atvinnulífið þarf á að halda í dag þá er það vinstri stjórn sem hugsar lengra fram í tímann og skaffar heilbrigðara starfsfólk sem er ekki að drepast úr kvíða og álagi.“ Hef ákveðið að ganga í Sósíalistaflokkinn. Við erum á hátindi nýfrjálshyggjunnar. Ég er af kynslóðinni sem þekkir...Posted by Jökull Sólberg Auðunsson on Miðvikudagur, 20. janúar 2021 Og hann beinir orðum sínum til þeirra sem hann kallar „fence sitters out there“ og segist vilja fá þá í lið með Sósíalistum. Frjálshyggjumönnum brugðið Víst er að ræða Jökuls sem og ákvörðun kemur flatt upp á frjálshyggjumenn. Ásgeir Ingvarsson blaðamaður getur ekki leynt vonbrigðum sínum en hann segist hafa fylgst með Jökli frá því hann tók við hann viðtal um Takumi 2016. „Hef fylgst með þér síðan þá enda virkarðu á mig sem afskaplega klár og frjór. Því kemur á óvart að þér þyki sósíalistar áhugaverður félagsskapur. Hefði einmitt haldið að reynslan úr frumkvöðlastarfi og fyrirtækjarekstri hefði sýnt þér hvernig afskipti ríkisins þvælast fyrir þeim sem vilja skapa verðmæti og störf.“ Ásgeir segist einnig hafa talið að snjall maður á borð við Jökul hefði nægjanlega djúpa þekkingu á sögunni og grunnatriðum hagfræðinnar til að sjá hve skaðleg hugmyndafræði vinstrisins hefur verið (og að það sem vinstrið hreykir sér af að hafa áorkað var yfirleitt ekki þeim að þakka). „Hlakka til að karpa við þig um þessi mál því sæmilega vel gefnir og viðræðuhæfir sósíalistar eru álíka sjaldgæfir og hvítir hrafnar.“
Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira