Talinn hafa ekið of hratt og ekki gætt að viðvörunarmerkjum Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2021 14:14 Myndin er tekin í norðurátt að vettvangi slyssins. Gul ör sýnir akstursstefnu ökumanns bifhjólsins og blá ör sýnir hvar bifhjólið stöðvaðist utan vegar RNSA Ökumaður bifhjóls sem lést í slysi á Innstrandavegi við Hrófá, suður af Hólmavík, í júní 2019 er talinn hafa ekið of hratt og ekki gætt að viðvörunarmerkjum um einbreiða brú og hættu. Hann hafi misst stjórn á hjólinu við nauðhemlun, fallið af því og kastast á kyrrstæðan bíl. Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa, en skýrsla nefndarinnar um slysið var birt í dag. Þar segir að bifhjólinu hafi verið ekið yfir blindhæð á milli 112 og 128 kílómetra hraða, og handan hæðarinnar hafi verið þrír kyrrstæðir bílar á veginum í sömu akstursstefnu, þar sem þeir biðu eftir að komast yfir einbreiða brú yfir Hrófá. Í skýrslunni segir að ökumaðurinn hafi nauðhemlað rúma 65 metra en fallið af hjólinu og kastast aftan á aftasta bílinn sem stóð kyrrstæður við brúna. Maðurinn lést á vettvangi, en hjólið hafnaði hægra megin út fyrir veginn. Ökumaðurinn, sem var með hjálm og annan öryggisbúnað, hlaut við áreksturinn alvarlega höfuðáverka og lést á vettvangi. Ekkert fannst við skoðun á hjólinu sem er talið geta skýrst orsök slyssins. Rannsóknarnefndin segir að aðstæður á veginum þar sem slysið var séu varhugaverðar. Erfitt geti verið fyrir vegfarendur þegar þeir komi yfir blindhæðina að ná að stöðva ökutæki í tæka tíð sé umferð stopp við brúna, sökum þess hve stutt er frá blindhæðinni að brúnni. „Í vegstaðli Vegagerðarinnar er lágmarks stöðvunarlengd 147 metrar fyrir veg í dreifbýli sem hefur hámarkshraða 90 km/klst. Í þessu slysi voru þrjú ökutæki kyrrstæð við brúna. Ökumaður bifhjólsins hefur sennilega séð aftasta ökutækið fyrst þegar um 100 metrar voru í það, vegna þess hve langt bifreiðarnar urðu að stöðva frá brúnni.“ Endurbætur á merkingum Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir í skýrslunni þeirri tillögu til veghaldara að framkvæma öryggisúttekt á slysstað og vinna að úrbótum til að bæta umferðaröryggi við brúna og blindhæðina. Í athugasemd, í framhaldi af tillögu um öryggisúttekt, kemur fram að nýverið hafi verið gerðar endurbætur á merkingum við blindhæðina þar sem slysið varð. Þar sé nú kominn leiðbeinandi hámarkshraði, ásamt viðvörun um blindhæð og einbreiða brú. „Að auki eru komin viðvörunarljós við brúna til að vara betur við aðstæðum. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru frekari aðgerðir til skoðunar til að auka öryggi vegfarenda á slysstaðnum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Strandabyggð Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys nærri Hólmavík Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni á vettvang. 30. júní 2019 17:28 Nafn mannsins sem lést nærri Hólmavík Maðurinn sem lést af slysförum þann 30. júní sl. á Innstrandarvegi, við Hrófá, skammt frá Hólmavík, hét Guðmundur Hreiðar Guðjónsson. 3. júlí 2019 16:02 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fleiri fréttir „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Sjá meira
Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa, en skýrsla nefndarinnar um slysið var birt í dag. Þar segir að bifhjólinu hafi verið ekið yfir blindhæð á milli 112 og 128 kílómetra hraða, og handan hæðarinnar hafi verið þrír kyrrstæðir bílar á veginum í sömu akstursstefnu, þar sem þeir biðu eftir að komast yfir einbreiða brú yfir Hrófá. Í skýrslunni segir að ökumaðurinn hafi nauðhemlað rúma 65 metra en fallið af hjólinu og kastast aftan á aftasta bílinn sem stóð kyrrstæður við brúna. Maðurinn lést á vettvangi, en hjólið hafnaði hægra megin út fyrir veginn. Ökumaðurinn, sem var með hjálm og annan öryggisbúnað, hlaut við áreksturinn alvarlega höfuðáverka og lést á vettvangi. Ekkert fannst við skoðun á hjólinu sem er talið geta skýrst orsök slyssins. Rannsóknarnefndin segir að aðstæður á veginum þar sem slysið var séu varhugaverðar. Erfitt geti verið fyrir vegfarendur þegar þeir komi yfir blindhæðina að ná að stöðva ökutæki í tæka tíð sé umferð stopp við brúna, sökum þess hve stutt er frá blindhæðinni að brúnni. „Í vegstaðli Vegagerðarinnar er lágmarks stöðvunarlengd 147 metrar fyrir veg í dreifbýli sem hefur hámarkshraða 90 km/klst. Í þessu slysi voru þrjú ökutæki kyrrstæð við brúna. Ökumaður bifhjólsins hefur sennilega séð aftasta ökutækið fyrst þegar um 100 metrar voru í það, vegna þess hve langt bifreiðarnar urðu að stöðva frá brúnni.“ Endurbætur á merkingum Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir í skýrslunni þeirri tillögu til veghaldara að framkvæma öryggisúttekt á slysstað og vinna að úrbótum til að bæta umferðaröryggi við brúna og blindhæðina. Í athugasemd, í framhaldi af tillögu um öryggisúttekt, kemur fram að nýverið hafi verið gerðar endurbætur á merkingum við blindhæðina þar sem slysið varð. Þar sé nú kominn leiðbeinandi hámarkshraði, ásamt viðvörun um blindhæð og einbreiða brú. „Að auki eru komin viðvörunarljós við brúna til að vara betur við aðstæðum. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru frekari aðgerðir til skoðunar til að auka öryggi vegfarenda á slysstaðnum.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Strandabyggð Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys nærri Hólmavík Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni á vettvang. 30. júní 2019 17:28 Nafn mannsins sem lést nærri Hólmavík Maðurinn sem lést af slysförum þann 30. júní sl. á Innstrandarvegi, við Hrófá, skammt frá Hólmavík, hét Guðmundur Hreiðar Guðjónsson. 3. júlí 2019 16:02 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fleiri fréttir „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Sjá meira
Alvarlegt umferðarslys nærri Hólmavík Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni á vettvang. 30. júní 2019 17:28
Nafn mannsins sem lést nærri Hólmavík Maðurinn sem lést af slysförum þann 30. júní sl. á Innstrandarvegi, við Hrófá, skammt frá Hólmavík, hét Guðmundur Hreiðar Guðjónsson. 3. júlí 2019 16:02