Fimmta bakaðgerðin hjá Tiger Woods Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2021 10:30 Tiger Woods hefur verið lengi í vandræðum með bakið á sér. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Við munum ekki sjá Tiger Woods spila á fyrstu mótunum á nýju keppnistímabili en Mastersmótið er ekki í hættu eins og er. Tiger Woods missir af byrjun keppnistímabilsins eftir að hann fór í sína fimmtu bakaðgerð á dögunum. Tiger Woods fann til óþæginda í bakinu á PNC mótinu í desember en það var hans síðasta mót. Tiger sagði frá því að samfélagsmiðlum sínum að hann hafi lagst undir hnífinn þar sem var fjarlægt var brot úr hryggjarlið sem var að stingast í taug í baki hans. Læknarnir sögðu að aðgerðin hefði heppnast vel en hinn 45 ára gamli mun missa af fyrstu mótunum á mótaröðinni. Tiger Woods had back surgery to remove a disc fragment and will miss at least two monthsHe hopes to be back for the Masters pic.twitter.com/mN33QaE6ls— Bleacher Report (@BleacherReport) January 19, 2021 „Ég hlakka til að geta farið að æfa á nýjan leik og er einbeittur að komast aftur á mótaröðina,“ skrifaði Tiger Woods. Woods mun missa af Farmers Insurance Open 28. til 31. janúar og mun heldur ekki spila á Genesis Invitational frá 18. til 21. febrúar. Hann verður samt á staðnum sem gestgjafi. Mastersmótið er fyrsta risamótið og fer fram í apríl. Það er ekki í hættu eins og er. Tiger spilaði aðeins á einu PGA-móti frá ágúst 2015 til desember 2017 en hann var þá í vandræðum með bakið sitt. Tiger vann sitt fimmtánda risamót þegar hann fagnaði sigri á Mastersmótinu 2019 og endaði það ár í sjötta sæti heimslistans. Hann er nú kominn niður í 44. sæti. Golf Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods missir af byrjun keppnistímabilsins eftir að hann fór í sína fimmtu bakaðgerð á dögunum. Tiger Woods fann til óþæginda í bakinu á PNC mótinu í desember en það var hans síðasta mót. Tiger sagði frá því að samfélagsmiðlum sínum að hann hafi lagst undir hnífinn þar sem var fjarlægt var brot úr hryggjarlið sem var að stingast í taug í baki hans. Læknarnir sögðu að aðgerðin hefði heppnast vel en hinn 45 ára gamli mun missa af fyrstu mótunum á mótaröðinni. Tiger Woods had back surgery to remove a disc fragment and will miss at least two monthsHe hopes to be back for the Masters pic.twitter.com/mN33QaE6ls— Bleacher Report (@BleacherReport) January 19, 2021 „Ég hlakka til að geta farið að æfa á nýjan leik og er einbeittur að komast aftur á mótaröðina,“ skrifaði Tiger Woods. Woods mun missa af Farmers Insurance Open 28. til 31. janúar og mun heldur ekki spila á Genesis Invitational frá 18. til 21. febrúar. Hann verður samt á staðnum sem gestgjafi. Mastersmótið er fyrsta risamótið og fer fram í apríl. Það er ekki í hættu eins og er. Tiger spilaði aðeins á einu PGA-móti frá ágúst 2015 til desember 2017 en hann var þá í vandræðum með bakið sitt. Tiger vann sitt fimmtánda risamót þegar hann fagnaði sigri á Mastersmótinu 2019 og endaði það ár í sjötta sæti heimslistans. Hann er nú kominn niður í 44. sæti.
Golf Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira