Saflát kvenna: Hvað er það að skvörta? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 19. janúar 2021 19:52 Sigga Dögg svarar spurningum Makamál um svokallað saflát kvenna. (e. Female ejaculation) Geta allar konur upplifað það að skvörta og hvernig er best að veita konu skvört-fullnægingu? „Það er alltaf erfitt að vera að bera saman fullnægingar, svolítið eins og að bera saman sársauka. En ef þú spyrð konur sem hafa upplifað skvört-fullnægingar þá lýsa þær henni yfirleitt sem mjög kröftugri og djúpri fullnægingu, en það er samt sem áður mjög einstaklingsbundið,“ segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali við Makamál. Saflát kvenna (e. Female ejaculation) er þegar vökvi kemur úr píku kvenna við kynferðislega örvun, samanborið við sáðlát karla. Á ensku er þetta kallað squirting eða að skvörta eins og það hefur verið kallað á íslensku. Eins og karlmenn þá eru konur líka með svæði sem er oft líkt við blöðruhálskirtil en það er mun minna svæði og líkist einna helst mjúkum hólki sem umvefur þvagrásina. Þegar konur hafa saflát, eða skvörta, þá losast vökvi út um op kirtilganganna hjá þvagrásinni. Fullnæging kemur oft í kjölfarið en þarf þó ekki alltaf að fylgja, líkt og þegar karlar fá sáðlát. „Þessi vökvi sem losast við skvört hefur mikið verið efnagreindur því það er alltaf verið að reyna að aðgreina hann frá þvagi. Það geta vissulega verið leifar af þvagi í skvört-vökvanum en yfirleitt er þessi vökvi glær og nánast lyktarlaus. Svolítið líkari vatni og frekar þunnur,“ segir Sigga Dögg. Sigga Dögg segir algengan misskilning að vökvinn sem komi við saflát sé þvag. Hann sé mun glærari, þynnri og í raun líkari vatni. Getty Sigga segir algengan misskilning að rugla skvörti saman við þvaglát eða jafnvel þvagleka og þess vegna geti konur upplifað einhverskonar skömm og óþægindi þegar þetta gerist. Hún segir mjög misjafnt hvað það komi mikill vökvi þegar konur skvörta og getur magnið verið allt frá teskeið upp í heilan bolla. Á undanförnum árum hefur umtal og umræðan um skvört-fullnægingar mikið aukist og hafa kynlífstækjabúðir keppst við að auglýsa hjálpartæki sem eiga að hjálpa konum að ná þessari eftirsóknarverðu tilfinningu sem á að fylgja skvört-fullnægingu. Fullnægingunni sjálfri er stundum lýst sem dýpri, kröftugri og lengri fullnægingu sem konur finni um allan líkamann. Sigga Dögg segir þó mjög einstaklingsbundið hvernig konur upplifi þessa tilfinningu og sumum finnist hún hreinlega óþægileg. Safláti oft ruglað saman við þvagleka Af hverju hefur umræðan og markaðsetning á skvörti, ef svo má að orði komast, aukist svona síðustu ár? Er þetta eitthvað sem var ekki vitað að konur gætu upplifað? Nei alls ekki. Fólk hefur verið að tala um skvört í aldanna rásir. Konur voru yfirleitt bara alltaf svo hræddar um að þær væru að pissa á sig eða fá þvagleka þegar þetta gerðist. Þetta varð til þess að þær óttuðust þetta og héldu því frekar aftur af sér í kynlífi. Fjallað var um þetta í læknisfræðinni í fleiri aldir en svo datt það alveg út um 16. öld, eins og svo margar aðrar fræðilegar umfjallanir um píkuna og píkuheilsuna. Þetta varð bara eins og einhver Bermúda þríhyrningur, sem þetta er bara alls ekki. Klám og aukinn aðgangur að klámáhorfi segir Sigga að geti jafnvel verið einn af þeim þáttum í því að einhvers konar vitundarvakning hafi orðið á safláti kvenna. „Fólk var alltaf að velta því fyrir sér hvaðan þessi vökvi kæmi og hvort konurnar væru að pissa eða ekki. Af hverju allt varð svona blautt? Svo kom klámið og þá kom svona eins og Boom! – Já, þetta er skvört og þetta má. Þá mætti kannski segja að þetta hafi aftur orðið vinsælt og komst saflát kvenna þá aftur inn í umræðuna og upp á yfirborðið. En eins og með svo margt tengt klámi þá er ekki alltaf allt sem sýnist og sem dæmi þá er vökvinn sem sýndur er í skvört-fullnægingum í klámi yfirleitt gífurlega mikið magn, sem segir okkur að líklega er ýtt undir það með einhverskonar tæknibrellum.“ Rannsóknir benda til þess að ekki allar konur geti upplifað saflát en segir Sigga það ekki endilega þurfa að tengjast líffræðilegum þáttum. Sjálfsfróun mikilvæg til að ná að upplifa það að skvörta Nú hefur mikið verið rætt um það að ekki allar konur geti upplifað það að skvörta. Hver ástæðan fyrir því og er það almennilega vitað? „Þegar við tölum um fullnægingarvanda kvenna þá getum við farið inn í þetta. Rannsóknir benda til þess að ekki allar konur nái eða hafi getað náð að upplifa saflát.“ En ég hef velt fyrir mér öðrum vinklum eins og hversu oft konur stundi sjálfsfróun. Ekki endilega að tíðnin sjálf skipti þar höfuðmáli heldur hvort að konur nái að njóta þess að stunda sjálfsfróun og nái að njóta kynlífs yfir höfuð. Leyfa þær sér að stíga nógu vel inn í sjálfsfróunina og nautnina? Leyfa þær sér fantasíurnar og allt sem þeim fylgir? Það er nefnilega einn samnefnari hjá konum sem segjast hafa upplifað skvört-fullnægingar og það er að þær tala flestar um að þær séu mjög graðar þegar það gerist. Sigga segir suma upplifa alla bleytuna sem fylgir skvört-fullnægingum sem vesen en það sé margt hægt að gera til að undirbúa sig vel og koma í veg fyrir að bleytan sjálf valdi einhverjum óþægindum. „Sumu fólki finnst þetta ekkert skemmtilegt, því það getur allt orðið mjög blautt og sumir upplifa þetta jafnvel sem smá vesen. Það er því mjög góð hugmynd að undirbúa sig aðeins. Sem dæmi er hægt að setja handlæði undir og svo er líka hægt að kaupa svona pissulök til að setja undir lakið svo að vökvinn fari ekki í dýnuna. En svo eru aðrir sem vilja hafa þetta allt blautt og leika sér aðeins með það. Þá er til dæmis hugmynd að kaupa sér latexlak og hafa bara svolítið gaman að þessu. Ef þú vilt forðast það að það komi mikill vökvi er gott ráð að tæma alveg þvagblöðruna áður. Sumum finnst það hjálpa.“ Gefa sér leyfi til að njóta og taka sér langan tíma Hvað ráðleggur þú konum sem hafa ekki upplifað það að skvörta og langar að reyna að prófa það? „Þá er um að gera að æfa sig í sjálfsfróun og nota fantasíurnar sínar. Leyfa sér að fara langt í fantasíuheiminum sínum og sleppa sér aðeins. Því dýpra sem þú leyfir þér að fara þar, því betra og svo er líka mikilvægt að gefa sér góðan tíma. Þú getur líka notað kynlífstæki og sleipiefni sem gætu hjálpað. En aðalatriðið er að gefa sér leyfi til að njóta, leyfi til að taka sér langan tíma í þetta og ekki stressa sig.“ Sigga segir það mikilvægt að taka sér tíma í sjálfsfróun til að læra inn á líkama sinn og hafa meiri möguleika á því að upplifa skvört fullnægingar. Getty Hverju myndir þú ráðleggja fólki sem langar til þess að upplifa þetta með maka eða bólfélaga en er jafnvel óöruggt hvernig það á að bera sig að? „Það er rosalega mikilvægt að fólki sem langar að veita skvört-fullnægingu geri sér grein fyrir því að það þarf að taka sér svolítinn tíma í þetta. Þetta er alveg smá handavinna og það er um að gera að koma sér vel fyrir og sjá til þess að konunni líði vel, slaki vel á, sé kynferðislega örvuð og langi þetta virkilega.“ Það þarf að vera mikil bleyta og passaðu þig að vera ekki að miða við eitthvað sem þú hefur séð einhversstaðar. Njótið þess að vera í sleik, æsa hvort annað upp og njóta. Það þarf að nudda snípinn rólega, fara inn í leggöngin og nudda g-blettinn. Ekki kannski hamast of mikið nema að hún vilji það, samskipti eru þarna mjög mikilvæg. Lykilatriðið er að konunni líði vel og sé í fullkominni slökun. Það er líka mjög gott að fá leiðbeiningar frá konunni og passa að hún finni ekki fyrir neinni pressu frá þér. Þetta getur alveg tekið tíma og þið þurfið að læra inn á þetta saman. „Svo er líka gott að kynna sér þetta vel og lesa sig til því það er ekki eitthvað eitt sem hentar öllum. Ég mæli til dæmis mikið með síðunni Omg yes. Þar er hægt að finna góðar leiðbeiningar og upplýsingar fyrir fólk sem vill kafa aðeins dýpra í þessi mál,“ segir Sigga Dögg að lokum. Kynlíf Rúmfræði Tengdar fréttir „Maður sem tekur ákvarðanir og framkvæmir þær er fljótur að kveikja hjá mér áhuga“ „Ég opna kannski ekki samtölin á því að spyrja hvort menn séu með mótefni en ég viðurkenni alveg að maður veltir því fyrir sér hvort þeir séu á útopnu um allar trissur. Maður sigtar svo út þá sem eru þess virði að hitta en að sjálfsögðu hlýði ég Víði,“ segir Guðlaug Helga Björnsdóttir í viðtali við Makamál. 18. janúar 2021 20:06 Einhleypan: Glatað og einmanalegt að vera einhleypur á tímum Covid „Ég var nýkominn úr sambandi þegar ég flutti í karabíska hafið þar sem lítið eða ekkert var um einhleypar stelpur. Mánuði síðar skall á útgöngubann sem varði meira og minna allan tímann sem ég var þarna. Svo kom ég heim til Íslands í miðri þriðju bylgjunni,“ segir Þór Örn Flygenring Einhleypa vikunnar. 17. janúar 2021 19:00 Mikill áhugi á kynlífsklúbbum Skilgreiningin á kynlífsklúbb eru staðir eða klúbbar sem virka eins og dæmigerðir skemmtistaðir en eiga það sameiginegt að bjóða upp á einhverskonar aðstöðu fyrir fólk til að stunda þar kynlíf. Þessir klúbbar geta verið mjög fjölbreyttir, ætlaðir mismunandi kynhegðun og kynhneigðum og gilda ólíkar húsreglur eftir því. 20. desember 2020 19:55 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Kynhlutlaus fornöfn: „Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök“ Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál „Vissum bæði að það myndi gerast um leið og við sáum hvort annað fyrst“ Makamál „Engin skömm í því að vilja vinna úr framhjáhaldi“ Makamál Ríma-búið-bless Makamál „Fjórðungur para skilur þegar barnið er á leikskólaaldri eða yngra“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Saflát kvenna (e. Female ejaculation) er þegar vökvi kemur úr píku kvenna við kynferðislega örvun, samanborið við sáðlát karla. Á ensku er þetta kallað squirting eða að skvörta eins og það hefur verið kallað á íslensku. Eins og karlmenn þá eru konur líka með svæði sem er oft líkt við blöðruhálskirtil en það er mun minna svæði og líkist einna helst mjúkum hólki sem umvefur þvagrásina. Þegar konur hafa saflát, eða skvörta, þá losast vökvi út um op kirtilganganna hjá þvagrásinni. Fullnæging kemur oft í kjölfarið en þarf þó ekki alltaf að fylgja, líkt og þegar karlar fá sáðlát. „Þessi vökvi sem losast við skvört hefur mikið verið efnagreindur því það er alltaf verið að reyna að aðgreina hann frá þvagi. Það geta vissulega verið leifar af þvagi í skvört-vökvanum en yfirleitt er þessi vökvi glær og nánast lyktarlaus. Svolítið líkari vatni og frekar þunnur,“ segir Sigga Dögg. Sigga Dögg segir algengan misskilning að vökvinn sem komi við saflát sé þvag. Hann sé mun glærari, þynnri og í raun líkari vatni. Getty Sigga segir algengan misskilning að rugla skvörti saman við þvaglát eða jafnvel þvagleka og þess vegna geti konur upplifað einhverskonar skömm og óþægindi þegar þetta gerist. Hún segir mjög misjafnt hvað það komi mikill vökvi þegar konur skvörta og getur magnið verið allt frá teskeið upp í heilan bolla. Á undanförnum árum hefur umtal og umræðan um skvört-fullnægingar mikið aukist og hafa kynlífstækjabúðir keppst við að auglýsa hjálpartæki sem eiga að hjálpa konum að ná þessari eftirsóknarverðu tilfinningu sem á að fylgja skvört-fullnægingu. Fullnægingunni sjálfri er stundum lýst sem dýpri, kröftugri og lengri fullnægingu sem konur finni um allan líkamann. Sigga Dögg segir þó mjög einstaklingsbundið hvernig konur upplifi þessa tilfinningu og sumum finnist hún hreinlega óþægileg. Safláti oft ruglað saman við þvagleka Af hverju hefur umræðan og markaðsetning á skvörti, ef svo má að orði komast, aukist svona síðustu ár? Er þetta eitthvað sem var ekki vitað að konur gætu upplifað? Nei alls ekki. Fólk hefur verið að tala um skvört í aldanna rásir. Konur voru yfirleitt bara alltaf svo hræddar um að þær væru að pissa á sig eða fá þvagleka þegar þetta gerðist. Þetta varð til þess að þær óttuðust þetta og héldu því frekar aftur af sér í kynlífi. Fjallað var um þetta í læknisfræðinni í fleiri aldir en svo datt það alveg út um 16. öld, eins og svo margar aðrar fræðilegar umfjallanir um píkuna og píkuheilsuna. Þetta varð bara eins og einhver Bermúda þríhyrningur, sem þetta er bara alls ekki. Klám og aukinn aðgangur að klámáhorfi segir Sigga að geti jafnvel verið einn af þeim þáttum í því að einhvers konar vitundarvakning hafi orðið á safláti kvenna. „Fólk var alltaf að velta því fyrir sér hvaðan þessi vökvi kæmi og hvort konurnar væru að pissa eða ekki. Af hverju allt varð svona blautt? Svo kom klámið og þá kom svona eins og Boom! – Já, þetta er skvört og þetta má. Þá mætti kannski segja að þetta hafi aftur orðið vinsælt og komst saflát kvenna þá aftur inn í umræðuna og upp á yfirborðið. En eins og með svo margt tengt klámi þá er ekki alltaf allt sem sýnist og sem dæmi þá er vökvinn sem sýndur er í skvört-fullnægingum í klámi yfirleitt gífurlega mikið magn, sem segir okkur að líklega er ýtt undir það með einhverskonar tæknibrellum.“ Rannsóknir benda til þess að ekki allar konur geti upplifað saflát en segir Sigga það ekki endilega þurfa að tengjast líffræðilegum þáttum. Sjálfsfróun mikilvæg til að ná að upplifa það að skvörta Nú hefur mikið verið rætt um það að ekki allar konur geti upplifað það að skvörta. Hver ástæðan fyrir því og er það almennilega vitað? „Þegar við tölum um fullnægingarvanda kvenna þá getum við farið inn í þetta. Rannsóknir benda til þess að ekki allar konur nái eða hafi getað náð að upplifa saflát.“ En ég hef velt fyrir mér öðrum vinklum eins og hversu oft konur stundi sjálfsfróun. Ekki endilega að tíðnin sjálf skipti þar höfuðmáli heldur hvort að konur nái að njóta þess að stunda sjálfsfróun og nái að njóta kynlífs yfir höfuð. Leyfa þær sér að stíga nógu vel inn í sjálfsfróunina og nautnina? Leyfa þær sér fantasíurnar og allt sem þeim fylgir? Það er nefnilega einn samnefnari hjá konum sem segjast hafa upplifað skvört-fullnægingar og það er að þær tala flestar um að þær séu mjög graðar þegar það gerist. Sigga segir suma upplifa alla bleytuna sem fylgir skvört-fullnægingum sem vesen en það sé margt hægt að gera til að undirbúa sig vel og koma í veg fyrir að bleytan sjálf valdi einhverjum óþægindum. „Sumu fólki finnst þetta ekkert skemmtilegt, því það getur allt orðið mjög blautt og sumir upplifa þetta jafnvel sem smá vesen. Það er því mjög góð hugmynd að undirbúa sig aðeins. Sem dæmi er hægt að setja handlæði undir og svo er líka hægt að kaupa svona pissulök til að setja undir lakið svo að vökvinn fari ekki í dýnuna. En svo eru aðrir sem vilja hafa þetta allt blautt og leika sér aðeins með það. Þá er til dæmis hugmynd að kaupa sér latexlak og hafa bara svolítið gaman að þessu. Ef þú vilt forðast það að það komi mikill vökvi er gott ráð að tæma alveg þvagblöðruna áður. Sumum finnst það hjálpa.“ Gefa sér leyfi til að njóta og taka sér langan tíma Hvað ráðleggur þú konum sem hafa ekki upplifað það að skvörta og langar að reyna að prófa það? „Þá er um að gera að æfa sig í sjálfsfróun og nota fantasíurnar sínar. Leyfa sér að fara langt í fantasíuheiminum sínum og sleppa sér aðeins. Því dýpra sem þú leyfir þér að fara þar, því betra og svo er líka mikilvægt að gefa sér góðan tíma. Þú getur líka notað kynlífstæki og sleipiefni sem gætu hjálpað. En aðalatriðið er að gefa sér leyfi til að njóta, leyfi til að taka sér langan tíma í þetta og ekki stressa sig.“ Sigga segir það mikilvægt að taka sér tíma í sjálfsfróun til að læra inn á líkama sinn og hafa meiri möguleika á því að upplifa skvört fullnægingar. Getty Hverju myndir þú ráðleggja fólki sem langar til þess að upplifa þetta með maka eða bólfélaga en er jafnvel óöruggt hvernig það á að bera sig að? „Það er rosalega mikilvægt að fólki sem langar að veita skvört-fullnægingu geri sér grein fyrir því að það þarf að taka sér svolítinn tíma í þetta. Þetta er alveg smá handavinna og það er um að gera að koma sér vel fyrir og sjá til þess að konunni líði vel, slaki vel á, sé kynferðislega örvuð og langi þetta virkilega.“ Það þarf að vera mikil bleyta og passaðu þig að vera ekki að miða við eitthvað sem þú hefur séð einhversstaðar. Njótið þess að vera í sleik, æsa hvort annað upp og njóta. Það þarf að nudda snípinn rólega, fara inn í leggöngin og nudda g-blettinn. Ekki kannski hamast of mikið nema að hún vilji það, samskipti eru þarna mjög mikilvæg. Lykilatriðið er að konunni líði vel og sé í fullkominni slökun. Það er líka mjög gott að fá leiðbeiningar frá konunni og passa að hún finni ekki fyrir neinni pressu frá þér. Þetta getur alveg tekið tíma og þið þurfið að læra inn á þetta saman. „Svo er líka gott að kynna sér þetta vel og lesa sig til því það er ekki eitthvað eitt sem hentar öllum. Ég mæli til dæmis mikið með síðunni Omg yes. Þar er hægt að finna góðar leiðbeiningar og upplýsingar fyrir fólk sem vill kafa aðeins dýpra í þessi mál,“ segir Sigga Dögg að lokum.
Kynlíf Rúmfræði Tengdar fréttir „Maður sem tekur ákvarðanir og framkvæmir þær er fljótur að kveikja hjá mér áhuga“ „Ég opna kannski ekki samtölin á því að spyrja hvort menn séu með mótefni en ég viðurkenni alveg að maður veltir því fyrir sér hvort þeir séu á útopnu um allar trissur. Maður sigtar svo út þá sem eru þess virði að hitta en að sjálfsögðu hlýði ég Víði,“ segir Guðlaug Helga Björnsdóttir í viðtali við Makamál. 18. janúar 2021 20:06 Einhleypan: Glatað og einmanalegt að vera einhleypur á tímum Covid „Ég var nýkominn úr sambandi þegar ég flutti í karabíska hafið þar sem lítið eða ekkert var um einhleypar stelpur. Mánuði síðar skall á útgöngubann sem varði meira og minna allan tímann sem ég var þarna. Svo kom ég heim til Íslands í miðri þriðju bylgjunni,“ segir Þór Örn Flygenring Einhleypa vikunnar. 17. janúar 2021 19:00 Mikill áhugi á kynlífsklúbbum Skilgreiningin á kynlífsklúbb eru staðir eða klúbbar sem virka eins og dæmigerðir skemmtistaðir en eiga það sameiginegt að bjóða upp á einhverskonar aðstöðu fyrir fólk til að stunda þar kynlíf. Þessir klúbbar geta verið mjög fjölbreyttir, ætlaðir mismunandi kynhegðun og kynhneigðum og gilda ólíkar húsreglur eftir því. 20. desember 2020 19:55 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Kynhlutlaus fornöfn: „Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök“ Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál „Vissum bæði að það myndi gerast um leið og við sáum hvort annað fyrst“ Makamál „Engin skömm í því að vilja vinna úr framhjáhaldi“ Makamál Ríma-búið-bless Makamál „Fjórðungur para skilur þegar barnið er á leikskólaaldri eða yngra“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
„Maður sem tekur ákvarðanir og framkvæmir þær er fljótur að kveikja hjá mér áhuga“ „Ég opna kannski ekki samtölin á því að spyrja hvort menn séu með mótefni en ég viðurkenni alveg að maður veltir því fyrir sér hvort þeir séu á útopnu um allar trissur. Maður sigtar svo út þá sem eru þess virði að hitta en að sjálfsögðu hlýði ég Víði,“ segir Guðlaug Helga Björnsdóttir í viðtali við Makamál. 18. janúar 2021 20:06
Einhleypan: Glatað og einmanalegt að vera einhleypur á tímum Covid „Ég var nýkominn úr sambandi þegar ég flutti í karabíska hafið þar sem lítið eða ekkert var um einhleypar stelpur. Mánuði síðar skall á útgöngubann sem varði meira og minna allan tímann sem ég var þarna. Svo kom ég heim til Íslands í miðri þriðju bylgjunni,“ segir Þór Örn Flygenring Einhleypa vikunnar. 17. janúar 2021 19:00
Mikill áhugi á kynlífsklúbbum Skilgreiningin á kynlífsklúbb eru staðir eða klúbbar sem virka eins og dæmigerðir skemmtistaðir en eiga það sameiginegt að bjóða upp á einhverskonar aðstöðu fyrir fólk til að stunda þar kynlíf. Þessir klúbbar geta verið mjög fjölbreyttir, ætlaðir mismunandi kynhegðun og kynhneigðum og gilda ólíkar húsreglur eftir því. 20. desember 2020 19:55