Sjáðu mörkin úr nær fullkomnum leik Inter Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2021 15:32 Nicolo Barella og Romelu Lukaku eftir að sá fyrrnefndi kom Inter í 2-0 gegn Juventus. getty/Mattia Ozbot Antonio Conte, knattspyrnustjóri Inter, sagði að sínir menn hefðu nánast leikið hinn fullkomna leik þegar þeir sigruðu Juventus, 2-0, í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Þetta var fyrsti sigur Inter í Derby d'Italia, eins og leikirnir gegn Juventus kallast, síðan 2016. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem Conte tekst að vinna Juventus á stjóraferlinum. „Að sjálfsögðu var þetta mikilvægur sigur. Það er mikil prófraun að mæta Juventus. Við lékum mjög vel og þegar þú vinnur Juventus hefurðu venjulega spilað nánast hinn fullkomna leik. Ég er mjög ánægður því strákarnir lásu leikinn vel, eins og við höfðum undirbúið okkur fyrir hann,“ sagði Conte eftir leikinn á San Siro í gær. Klippa: Viðtal við Conte Cristiano Ronaldo kom Juventus yfir á 11. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Mínútu síðar náði Inter forystunni. Arturo Vidal skallaði þá boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Nicolo Barella. Vidal lék með Juventus á árunum 2011-15 og varð fjórum sinnum ítalskur meistari með liðinu. Inter var mun sterkari aðilinn það sem eftir var fyrri hálfleiks en tókst ekki að bæta við forskotið. Það tókst hins vegar á 52. mínútu þegar Alessandro Bastoni átti frábæra sendingu inn fyrir vörn Juventus á Barella sem skoraði með góðu skoti upp í þaknetið. Meistarar Juventus voru ekki líklegir til að jafna metin og fengu í raun bara eitt gott færi það sem eftir lifði leiks. Það féll í skaut Federicos Chiesa en Samir Handanovic varði skot hans frábærlega. Lokatölur 2-0 sigur Inter. Allt það helsta úr leiknum má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Inter 2-0 Juventus Með sigrinum jafnaði Inter granna sína í AC Milan að stigum á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Milan getur endurheimt þriggja stiga forskot á toppnum með sigri á Cagliari á útivelli í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 19:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Juventus er í 5. sæti deildarinnar með 33 stig, sjö stigum á eftir Mílanó-liðunum. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Þetta var fyrsti sigur Inter í Derby d'Italia, eins og leikirnir gegn Juventus kallast, síðan 2016. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem Conte tekst að vinna Juventus á stjóraferlinum. „Að sjálfsögðu var þetta mikilvægur sigur. Það er mikil prófraun að mæta Juventus. Við lékum mjög vel og þegar þú vinnur Juventus hefurðu venjulega spilað nánast hinn fullkomna leik. Ég er mjög ánægður því strákarnir lásu leikinn vel, eins og við höfðum undirbúið okkur fyrir hann,“ sagði Conte eftir leikinn á San Siro í gær. Klippa: Viðtal við Conte Cristiano Ronaldo kom Juventus yfir á 11. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Mínútu síðar náði Inter forystunni. Arturo Vidal skallaði þá boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Nicolo Barella. Vidal lék með Juventus á árunum 2011-15 og varð fjórum sinnum ítalskur meistari með liðinu. Inter var mun sterkari aðilinn það sem eftir var fyrri hálfleiks en tókst ekki að bæta við forskotið. Það tókst hins vegar á 52. mínútu þegar Alessandro Bastoni átti frábæra sendingu inn fyrir vörn Juventus á Barella sem skoraði með góðu skoti upp í þaknetið. Meistarar Juventus voru ekki líklegir til að jafna metin og fengu í raun bara eitt gott færi það sem eftir lifði leiks. Það féll í skaut Federicos Chiesa en Samir Handanovic varði skot hans frábærlega. Lokatölur 2-0 sigur Inter. Allt það helsta úr leiknum má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Inter 2-0 Juventus Með sigrinum jafnaði Inter granna sína í AC Milan að stigum á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Milan getur endurheimt þriggja stiga forskot á toppnum með sigri á Cagliari á útivelli í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 19:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Juventus er í 5. sæti deildarinnar með 33 stig, sjö stigum á eftir Mílanó-liðunum. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira