Umræðan varð til í kjölfar þess að strákarnir voru að ræða frammistöðu Jóns Arnórs Stefánssonar en hann gekk í raðir Vals frá KR í sumar og var án nokkurs vafa um ein óvæntustu félagsskipti körfuboltasögunnar á Íslandi að ræða.
Raunar er Valsliðið í Dominos deild karla að mestu skipað uppöldum KR-ingum og þjálfari liðsins, Finnur Freyr Stefánsson, kemur einnig úr Vesturbænum.
„Er ekki skrýtið fyrir Valsmenn að horfa á þetta? Þjálfarinn er KR-ingur, sjúkraþjálfarinn var hjá KR í mörg ár þó hann komi úr Stykkishólmi og svo eru 5-6 leikmenn í liðinu úr KR.“
„Ég ætla ekki að vera neitt rosalega leiðinlegur en hvaða Valsmenn? Það mætir aldrei neinn á leiki þarna. Kannski fer fólk núna að mæta og fylgjast með,“ svaraði Jón Halldór Eðvaldsson áður en Teitur Örlygsson lagði sitt mat á hugleiðingu Kjartans.
„Heldur þú virkilega að þetta sé erfitt fyrir einhvern Valsara? Ég held að flestir hugsi bara þannig að þeir vilji að liðið sitt vinni titla,“ segir Teitur.
Umræðuna í heild má sjá í spilaranum hér neðst í fréttinni.

Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.

Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.