Hinn 48 ára gamli Argentínumaður tók við stjórnartaumunum hjá PSG þann 2. janúar. Í aðeins sínum þriðja leik með félagið vann hann sinn fyrsta titil sem þjálfari. Nú örfáum dögum síðar hefur hann greinst með kórónuveiruna.
Mauricio Pochettino has won more trophies in three games (1) with PSG than he did in 293 games with Tottenham (0).
— Squawka Football (@Squawka) January 13, 2021
His first ever trophy as a manager. pic.twitter.com/UjvJvfjfPg
Í tilkynningu frá Frakklandsmeisturunum kemur fram að aðstoðarmenn þjálfarans, Jesus Pérez og Miguel D‘Agostino, muni stýra liðinu í næstu tveimur leikjum. Hvenær Pochettino snýr aftur til starfa verður að koma í ljós en ef til vill mun hann stýra liðinu heiman frá ef hann er ekki of illa haldinn.
PSG er fjórða liðið sem Pochettino þjálfar en hann lék með félaginu á sínum tíma. Hann byrjaði hjá Espanyol á Spáni, færði sig þaðan til Southampton á Englandi og svo Tottenham Hotspur.
BREAKING: Mauricio Pochettino has tested positive for coronavirus, Paris Saint-Germain have announced.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 15, 2021
Hann hætti hjá Tottenham árið 2019 og er nú mættur til Parísar.