Bein útsending: Hvernig bregst ríkisstjórnin við nýjustu tillögu Þórólfs? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. janúar 2021 11:33 Von er á því að Katrín Jakobsdóttir fari yfir stöðu mála að fundi loknum. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin situr nú á reglulegum föstudagsfundi í Ráðherrabústaðnum. Samkvæmt heimildum Vísis eru aðgerðir á landamærum stóra mál fundarins og von á því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherrar og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fari yfir stöðuna og kynni jafnvel breytingar á fyrirkomulagi á landamærum að fundi loknum. Vísir verður í beinni útsendingu frá Tjarnargötu og ræðir við ráðherra. Útsendinguna má sjá neðst í fréttinni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til við þrautavaraaðgerð á landamærum þess efnis að allir sem komi til landsins þurfi að framvísa innan við 48 klukkustunda gamalli neikvæðri niðurstöðu úr Covid-19 prófi. Þórólfur hefur áður lagt til að gera tvöfalda sýnatöku við komu til landsins að skilyrði en þeirri tillögu hefur ráðherra í tvígang hafnað og borið fyrir sig lagalegri óvissu. Þórólfur lagði til varaplan að þeir sem velja fjórtán daga sóttkví yrði látið dvelja í farsóttarhúsinu í sóttkví en þeirri tillögu og vísað til sömu ástæðu. Tillagan um framvísun nýlegs neikvæðs vottorðs er því þrautavaratillaga Þórólfs til að minnka líkur á að smitaðir einstaklingar komi til landsins sem gæti komið af stað nýrri bylgju faraldursins hér á landi.
Vísir verður í beinni útsendingu frá Tjarnargötu og ræðir við ráðherra. Útsendinguna má sjá neðst í fréttinni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til við þrautavaraaðgerð á landamærum þess efnis að allir sem komi til landsins þurfi að framvísa innan við 48 klukkustunda gamalli neikvæðri niðurstöðu úr Covid-19 prófi. Þórólfur hefur áður lagt til að gera tvöfalda sýnatöku við komu til landsins að skilyrði en þeirri tillögu hefur ráðherra í tvígang hafnað og borið fyrir sig lagalegri óvissu. Þórólfur lagði til varaplan að þeir sem velja fjórtán daga sóttkví yrði látið dvelja í farsóttarhúsinu í sóttkví en þeirri tillögu og vísað til sömu ástæðu. Tillagan um framvísun nýlegs neikvæðs vottorðs er því þrautavaratillaga Þórólfs til að minnka líkur á að smitaðir einstaklingar komi til landsins sem gæti komið af stað nýrri bylgju faraldursins hér á landi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Telur tillögu sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum gríðarlega íþyngjandi Forstjóri Airport Associates telur það mjög brýnt að frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum, sem nú liggur fyrir Alþingi, verði samþykkt. Hann segir tillögu sóttvarnalæknis um að farþegar framvísi neikvæðu prófi á landamærum hafa gríðarlega íþyngjandi afleiðingar fyrir flugið. 14. janúar 2021 21:11 Á annan tug smita í hópi sem ætlaði alls ekki í sýnatöku á flugvellinum Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum, segir óviðunandi að tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum nái endurtekið ekki fram að ganga. Þörf sé á skjótri lagasetningu sem gefi sóttvarnalækni heimild til að grípa til þeirra aðgerða sem þurfi. Dæmi er um fjörutíu manna hóp sem hafnaði sýnatöku en svo reyndust á annan tug smitaðir af Covid-19. 14. janúar 2021 11:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Telur tillögu sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum gríðarlega íþyngjandi Forstjóri Airport Associates telur það mjög brýnt að frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum, sem nú liggur fyrir Alþingi, verði samþykkt. Hann segir tillögu sóttvarnalæknis um að farþegar framvísi neikvæðu prófi á landamærum hafa gríðarlega íþyngjandi afleiðingar fyrir flugið. 14. janúar 2021 21:11
Á annan tug smita í hópi sem ætlaði alls ekki í sýnatöku á flugvellinum Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum, segir óviðunandi að tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum nái endurtekið ekki fram að ganga. Þörf sé á skjótri lagasetningu sem gefi sóttvarnalækni heimild til að grípa til þeirra aðgerða sem þurfi. Dæmi er um fjörutíu manna hóp sem hafnaði sýnatöku en svo reyndust á annan tug smitaðir af Covid-19. 14. janúar 2021 11:35