Þrír kljást um að verða næsti formaður Kristilegra demókrata Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2021 11:27 Norbert Röttgen, Armin Laschet og Friedrich Merz vilja allir leiða Kristilega demókrata (CDU) í Þýskalandi. EPA/EFE/FILIP SINGER / POOL Landsfundur Kristilegra demókrata (CDU) í Þýskalandi, flokks Angelu Merkel kanslara, fer fram á netinu um helgina þar sem 1.001 landsfundarfulltrúi mun velja nýjan formann flokksins. Vinni Kristilegir demókratar sigur í þingkosningunum næsta haust kann svo að fara að nýr formaður CDU verði næsti kanslari landsins. Þrír karlar sækjast nú eftir að leiða flokkinn. Merkel lýsti því yfir árið 2018 ári að hún myndi láta af embætti kanslara eftir kosningarnar 2021 eftir að hafa gengt embættinu samfellt frá 2005. Árið 2018 lét Merkel af formennsku í flokknum og var þá Annegret Kramp-Karrenbauer, núverandi varnarmálaráðherra sem Merkel studdi til formennsku, kjörin nýr formaður. Síðasta vor tilkynnti Kramp-Karrenbauer hins vegar að hún hugðist láta af formennsku í flokknum á næsta landsfundi, þeim sem fram fer um helgina, og að hún myndi ekki sækjast eftir að verða kanslaraefni flokksins í næstu kosningum. Þrír karlar Það eru þrír karlar sem sækjast nú eftir að taka við formennsku í flokknum – fyrrverandi þingflokksformaður CDU, Friedrich Merz, forsætisráðherra Norðurrín-Vestfalíu, Armin Laschet, og loks formaður utanríkismálanefndar þingsins, Norbert Röttgen. Deutsche Welle segir frá því að margir hafi bent á að frambjóðendurnir þrír eigi margt sameiginlegt: fjölskyldumenn, kaþólskir og frá Norðurrín-Vestfalíu, fjölmennasta sambandsríki Þýskalands. Allir líti þeir á sig sem miðjumenn í pólitík. Þeir Merz, Laschet og Röttgen hafa allir heitið því að flýta stafrænni þróun í landinu og þrýsta á frekari aðgerðir til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Þetta skuli gert á sama tíma og öflugu efnahagslífi skuli við haldið. Eitthvað sem skilur þá að Þó er einnig bent á að það sé þó sitthvað sem skilji frambjóðendurna að. Þannig lýsir Laschet sjálfum sér sem miklum baráttumanni fyrir félagslegu réttlæti og réttarríkinu. Röttgen hefur talað mikið fyrir að Þýskaland taki á sig aukna ábyrgð á alþjóðasviðinu, bæði í Evrópu og víðar. Þá benda stuðningsmenn Friedrich Merz, sem hefur sterk tengsl við atvinnulífið, að hann sé líklegur til að ná kjósendum aftur frá hægriöfgaflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD). Þýskaland Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
Merkel lýsti því yfir árið 2018 ári að hún myndi láta af embætti kanslara eftir kosningarnar 2021 eftir að hafa gengt embættinu samfellt frá 2005. Árið 2018 lét Merkel af formennsku í flokknum og var þá Annegret Kramp-Karrenbauer, núverandi varnarmálaráðherra sem Merkel studdi til formennsku, kjörin nýr formaður. Síðasta vor tilkynnti Kramp-Karrenbauer hins vegar að hún hugðist láta af formennsku í flokknum á næsta landsfundi, þeim sem fram fer um helgina, og að hún myndi ekki sækjast eftir að verða kanslaraefni flokksins í næstu kosningum. Þrír karlar Það eru þrír karlar sem sækjast nú eftir að taka við formennsku í flokknum – fyrrverandi þingflokksformaður CDU, Friedrich Merz, forsætisráðherra Norðurrín-Vestfalíu, Armin Laschet, og loks formaður utanríkismálanefndar þingsins, Norbert Röttgen. Deutsche Welle segir frá því að margir hafi bent á að frambjóðendurnir þrír eigi margt sameiginlegt: fjölskyldumenn, kaþólskir og frá Norðurrín-Vestfalíu, fjölmennasta sambandsríki Þýskalands. Allir líti þeir á sig sem miðjumenn í pólitík. Þeir Merz, Laschet og Röttgen hafa allir heitið því að flýta stafrænni þróun í landinu og þrýsta á frekari aðgerðir til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Þetta skuli gert á sama tíma og öflugu efnahagslífi skuli við haldið. Eitthvað sem skilur þá að Þó er einnig bent á að það sé þó sitthvað sem skilji frambjóðendurna að. Þannig lýsir Laschet sjálfum sér sem miklum baráttumanni fyrir félagslegu réttlæti og réttarríkinu. Röttgen hefur talað mikið fyrir að Þýskaland taki á sig aukna ábyrgð á alþjóðasviðinu, bæði í Evrópu og víðar. Þá benda stuðningsmenn Friedrich Merz, sem hefur sterk tengsl við atvinnulífið, að hann sé líklegur til að ná kjósendum aftur frá hægriöfgaflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD).
Þýskaland Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira