Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2021 10:27 Heilbrigðiskerfið í borginni Manaus í Brasilíu er komið að þolmörkum vegna mikillar fjölgunar smita. Getty/Lucas Silva Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. Vegna afbrigðisins hefur breska ríkisstjórnin ákveðið að banna komur ferðamanna til landsins sem koma frá Suður-Ameríku, Panama, Portúgal og Grænhöfðaeyjum. Bannið tók gildi klukkan fjögur í nótt og nær það til Portúgal og Grænhöfðaeyja vegna sterkra tengsla landanna við Brasilíu. Breskir og írskir ríkisborgarar munu áfram geta komið til Bretlands sem og erlendir ríkisborgarar sem hafa dvalarleyfi en með því skilyrði að fara í sóttkví í tíu daga við komuna til landsins. Heilbrigðiskerfið í brasilísku borginni Manaus er komið að þolmörkum vegna mikillar fjölgunar smita sem tengist brasilíska afbrigðinu. Afbrigðin þrjú eiga það öll sameiginlegt að stökkbreytingar hafa orðið á svokölluðu bindipróteini veirunnar. Próteinið er sá hluti sem veiran notast til að bindast frumum í mönnum. Stökkbreytingarnar virðast því valda því að afbrigðin bindist frumum líkamans af meiri krafti en aðrir stofnar. Það hafi síðan þær afleiðingar að afbrigðin dreifa sér meira á milli manna. Allt að þrjár stökkbreytingar á bindipróteinin Í umfjöllun BBC um þessi þrjú afbrigði og muninn á þeim segir að nýjustu rannsóknir Lýðheilsustofnunar Bretlands bendi til þess að breska afbrigðið sé allt að 30 til 50 prósent meira smitandi en aðrir stofnar. Það greindist fyrst í Kent í september og hefur borist til meira en fimmtíu landa, þar á meðal Íslands. Hér hefur það þó ekki breiðst út um samfélagið. Suður-afríska afbrigðið greindist í október og hefur mögulega mikilvægari stökkbreytingar á bindipróteininu en það breska. Það á eina stökkbreytingu sameiginlega með breska afbrigðinu auk tveggja til viðbótar sem vísindamenn telja að geti tengst meira inn á virkni bóluefna gegn Covid-19. Ein stökkbreytingin hjálpar mögulega veirunni þannig við að koma sér undan þeim hluta ónæmiskerfisins sem myndar mótefni, að því er kemur fram í umfjöllun BBC. Brasilíska afbrigðið greindist fyrst í júlí og var nýlega greint í fjórum ferðalöngum sem komu til Japans frá Brasilíu. Á því eru þrjár lykilstökkbreytingar á bindipróteininu sem gera það líkt suður-afríska afbrigðinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Bretland Suður-Afríka Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Vegna afbrigðisins hefur breska ríkisstjórnin ákveðið að banna komur ferðamanna til landsins sem koma frá Suður-Ameríku, Panama, Portúgal og Grænhöfðaeyjum. Bannið tók gildi klukkan fjögur í nótt og nær það til Portúgal og Grænhöfðaeyja vegna sterkra tengsla landanna við Brasilíu. Breskir og írskir ríkisborgarar munu áfram geta komið til Bretlands sem og erlendir ríkisborgarar sem hafa dvalarleyfi en með því skilyrði að fara í sóttkví í tíu daga við komuna til landsins. Heilbrigðiskerfið í brasilísku borginni Manaus er komið að þolmörkum vegna mikillar fjölgunar smita sem tengist brasilíska afbrigðinu. Afbrigðin þrjú eiga það öll sameiginlegt að stökkbreytingar hafa orðið á svokölluðu bindipróteini veirunnar. Próteinið er sá hluti sem veiran notast til að bindast frumum í mönnum. Stökkbreytingarnar virðast því valda því að afbrigðin bindist frumum líkamans af meiri krafti en aðrir stofnar. Það hafi síðan þær afleiðingar að afbrigðin dreifa sér meira á milli manna. Allt að þrjár stökkbreytingar á bindipróteinin Í umfjöllun BBC um þessi þrjú afbrigði og muninn á þeim segir að nýjustu rannsóknir Lýðheilsustofnunar Bretlands bendi til þess að breska afbrigðið sé allt að 30 til 50 prósent meira smitandi en aðrir stofnar. Það greindist fyrst í Kent í september og hefur borist til meira en fimmtíu landa, þar á meðal Íslands. Hér hefur það þó ekki breiðst út um samfélagið. Suður-afríska afbrigðið greindist í október og hefur mögulega mikilvægari stökkbreytingar á bindipróteininu en það breska. Það á eina stökkbreytingu sameiginlega með breska afbrigðinu auk tveggja til viðbótar sem vísindamenn telja að geti tengst meira inn á virkni bóluefna gegn Covid-19. Ein stökkbreytingin hjálpar mögulega veirunni þannig við að koma sér undan þeim hluta ónæmiskerfisins sem myndar mótefni, að því er kemur fram í umfjöllun BBC. Brasilíska afbrigðið greindist fyrst í júlí og var nýlega greint í fjórum ferðalöngum sem komu til Japans frá Brasilíu. Á því eru þrjár lykilstökkbreytingar á bindipróteininu sem gera það líkt suður-afríska afbrigðinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Bretland Suður-Afríka Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira