RAX Augnablik: „Við ætluðum aðeins nær en þá kemur elding í vélina“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. janúar 2021 07:01 Ragnar Axelsson segir að það sé mikilvægt að „panikka“ ekki í aðstæðum eins og hann lenti í fyrir ofan gosið í Grímsvötnum árið 2011. Þannig nái hann að halda skýrri hugsun. RAX „Eldgos eru dálítið sérstök á Íslandi. Ég er búin að fara í öll eldgos á Íslandi í fjörutíu ár,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Það verður að teljast skiljanlegt enda náttúruhamfarir oft mikið sjónarspil. „Mér finnst það alltaf svolítið spennandi. Maður þarf að fara varlega því þetta getur verið hættulegt en það þarf að skrásetja þetta.“ RAX kemur sér oft í hættulegar aðstæður þegar hann reynir að ná ákveðnum myndum eða sjónarhornum og eldgosið í Grímsvötnum árið 2011 er gott dæmi um það. Hann flýgur á staðinn með Arnari Jónssyni vini sínum, en þeir voru saman í flugklúbb. „Við ákváðum að reyna að fljúga eins langt og við þorum. Mér hefur oft langað til að fara á einhvern stað til að mynda eldingar en ég held að sextíu prósent af þeim sem drepast í eldingum séu ljósmyndarar að taka mynd á þrífæti því eldingin fer alltaf í hæsta punkt.“ Ljósmyndarinn vildi ná eldingu inn á mynd og átti það eftir að reynast hættulegt verkefni. Hægt er að heyra söguna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og Á eldingaveiðum er tæpar fjórar mínútur að lengd. Klippa: RAX Augnablik - Á eldingaveiðum Vildi sýna hvernig fólkinu leið RAX náði líka einstökum ljósmyndum á jörðu niðri í kringum eldgosið í Grímsvötnum árið 2011, sem sýndu ástandið á svæðinu vel. Hann sagði söguna á bak við myndirnar sem hann tók þar í öðrum þætti af RAX Augnablik. „Það verður bara allt svart,“ segir RAX um tilfinninguna að keyra undir gosmökkinn. Fylgdist hann meðal annars með tveimur bændum kljást við afleiðingarnar af gosinu. „Ég fer með honum út á tún að tína upp dáin lömb,“ segir RAX um eina af myndunum sem hann tók þennan dag. „Augnablikið var í augunum á honum, sorgin, yfir því að missa lömbin, það var þetta augnablik sem ég vildi ná, að sýna hvernig fólki leið.“ Hægt er að horfa á þáttinn Undir gosmekkinum í spilaranum hér fyrir neðan. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. Ljósmyndun Vatnajökulsþjóðgarður Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir RAX Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
„Mér finnst það alltaf svolítið spennandi. Maður þarf að fara varlega því þetta getur verið hættulegt en það þarf að skrásetja þetta.“ RAX kemur sér oft í hættulegar aðstæður þegar hann reynir að ná ákveðnum myndum eða sjónarhornum og eldgosið í Grímsvötnum árið 2011 er gott dæmi um það. Hann flýgur á staðinn með Arnari Jónssyni vini sínum, en þeir voru saman í flugklúbb. „Við ákváðum að reyna að fljúga eins langt og við þorum. Mér hefur oft langað til að fara á einhvern stað til að mynda eldingar en ég held að sextíu prósent af þeim sem drepast í eldingum séu ljósmyndarar að taka mynd á þrífæti því eldingin fer alltaf í hæsta punkt.“ Ljósmyndarinn vildi ná eldingu inn á mynd og átti það eftir að reynast hættulegt verkefni. Hægt er að heyra söguna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og Á eldingaveiðum er tæpar fjórar mínútur að lengd. Klippa: RAX Augnablik - Á eldingaveiðum Vildi sýna hvernig fólkinu leið RAX náði líka einstökum ljósmyndum á jörðu niðri í kringum eldgosið í Grímsvötnum árið 2011, sem sýndu ástandið á svæðinu vel. Hann sagði söguna á bak við myndirnar sem hann tók þar í öðrum þætti af RAX Augnablik. „Það verður bara allt svart,“ segir RAX um tilfinninguna að keyra undir gosmökkinn. Fylgdist hann meðal annars með tveimur bændum kljást við afleiðingarnar af gosinu. „Ég fer með honum út á tún að tína upp dáin lömb,“ segir RAX um eina af myndunum sem hann tók þennan dag. „Augnablikið var í augunum á honum, sorgin, yfir því að missa lömbin, það var þetta augnablik sem ég vildi ná, að sýna hvernig fólki leið.“ Hægt er að horfa á þáttinn Undir gosmekkinum í spilaranum hér fyrir neðan. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Ljósmyndun Vatnajökulsþjóðgarður Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir RAX Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira