„Þetta er góð geðveiki“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2021 16:32 Hörður Axel Vilhjálmsson og Logi Gunnarsson eru fyrirliðar Reykjanesbæjarliðanna Keflavíkur og NJarðvíkur. Samsett/Daníel Þór og Bára Domino´s Körfuboltakvöld hitaði upp fyrir endurræsingu tímabilsins með sérstökum aukaþætti í gærkvöldi og hér má finna alla umræðu þeirra um liðin sex sem Körfuboltakvöldið spáði að yrðu í efri hlutanum. Kjartan Atli Kjartansson, Benedikt Guðmundsson og Sævar Sævarsson fóru í gær yfir breytingarnar á liðum Domino´s deild karla í körfubolta á þessum hundrað dögum sem eru liðnir síðan síðast var spilað í deildinni. Við skiptum þættinum í tvo hluta hér inn á Vísi og í þessari grein má finna umfjöllun þeirra um sex efstu liðin í spánni sem voru KR, Valur, ÍR, Tindastóll, Keflavík og Stjarnan. Meðal annars var fjallað um landsliðsfyrirliðann og fyrirliða Keflavíkurliðsins sem er Hörður Axel Vilhjálmsson. Þremenningarnir ræddu bæði dugnað hans sem og dugnað fyrirliða Njarðvíkur, Loga Gunnarssonar. Hörður Axel Vilhjálmsson verður 33 ára gamall á árinu og er á sínu tólfta tímabili í úrvalsdeildinni auk nokkurra ára í atvinnumennsku. Hann hefur hins vegar aldrei unnið Íslandsmeistaratitilinn. „Hörður Axel fékk að spila leik með landsliðinu og spilað afar vel með landsliðinu í búbblunni í Slóvakíu í nóvember. Hann var bara einn af betri mönnum liðsins,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson þegar talið barst að Herði Axel. „Þarna var gamli góði Hörður svolítið að koma því hann var að skora mikið sem hann hefur ekki þurft að gera í Keflavík þar sem hann hefur verið meira í því að mata félagana og setja upp sóknir. Þarna var hann að enda þær. Það var ótrúlega gaman að fylgjast með honum og vonandi tekur hann þetta form með sér inn í deildina,“ sagði Sævar Sævarsson. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Breytingar á liðunum sem var spáð 1. til 6. sæti Hörður Axel skrifaði pistil í desember eftir að ljóst var að keppni hæfist ekki fyrir jól. Þar sagði hann frá sinni upplifun að fá ekki að æfa sína íþrótt í svona langan tíma. „Á mínum langa ferli þá þekki ég tvo drengi sem eru manískir þegar kemur að æfingum. Það er Hörður Axel og það er Logi Gunnarsson. Ég get ímyndað mér hvað þetta hefur verið erfitt fyrir þá báða. Logi er búinn að vera virkilega duglegur í bílskúrnum en Hörður er þannig að hann verður að hafa bolta. Hann sefur með boltann. Hann hefur verið að fara yfir um að mega ekki æfa,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Ég er mjög góður vinur Loga og ég er viss um að Hörður sé svipaður. Logi var með körfubolta út í innkeyrslu hjá sér að skjóta á körfu. Ég vissi ekki að menn hefðu svona mikinn metnað eftir fimmtán ára aldur. Að þeir færu bara út í frosti, mokuðu innkeyrsluna og færu í körfubolta. Þetta eiga ungu körfuboltakrakkarnir að taka sér til fyrirmyndar,“ sagði Sævar Sævarsson. „Þetta er einhver týpa af geðveiki,“ sagði Sævar hlæjandi og Benedikt greip inn í: „Þetta er góð geðveiki því geðveiki getur verið jákvæð,“ sagði Benedikt. Það má finna þetta sem og alla umfjöllun þremenninganna um efstu sex liðin í spá Domino´s Körfuboltakvölds hérna fyrir ofan. Körfuboltinn á Stöð 2 Sport næstu tvo daga: Fimmtudagskvöld 14. janúar 2021 Klukkan 17.00: Domino´s Körfuboltakvöld - Kvenna Klukkan 18.05: Stjarnan - Höttur í Domino´s deild karla Klukkan 20.10: ÍR - Valur í Domino´s deild karla Klukkan 22.10: Domino´sTilþrifin Föstudagskvöld 15. janúar 2021 Klukkan 17.45: Domino´s Körfuboltakvöld - Upphitun Klukkan 18.05: Grindavík - Þór Ak. í Domino´s deild karla Klukkan 20.10: Keflavík - Þór Þorlákshöfn í Domino´s deild karla Klukkan 22.00: Domino´s Körfuboltakvöld - 2. umferð Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson, Benedikt Guðmundsson og Sævar Sævarsson fóru í gær yfir breytingarnar á liðum Domino´s deild karla í körfubolta á þessum hundrað dögum sem eru liðnir síðan síðast var spilað í deildinni. Við skiptum þættinum í tvo hluta hér inn á Vísi og í þessari grein má finna umfjöllun þeirra um sex efstu liðin í spánni sem voru KR, Valur, ÍR, Tindastóll, Keflavík og Stjarnan. Meðal annars var fjallað um landsliðsfyrirliðann og fyrirliða Keflavíkurliðsins sem er Hörður Axel Vilhjálmsson. Þremenningarnir ræddu bæði dugnað hans sem og dugnað fyrirliða Njarðvíkur, Loga Gunnarssonar. Hörður Axel Vilhjálmsson verður 33 ára gamall á árinu og er á sínu tólfta tímabili í úrvalsdeildinni auk nokkurra ára í atvinnumennsku. Hann hefur hins vegar aldrei unnið Íslandsmeistaratitilinn. „Hörður Axel fékk að spila leik með landsliðinu og spilað afar vel með landsliðinu í búbblunni í Slóvakíu í nóvember. Hann var bara einn af betri mönnum liðsins,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson þegar talið barst að Herði Axel. „Þarna var gamli góði Hörður svolítið að koma því hann var að skora mikið sem hann hefur ekki þurft að gera í Keflavík þar sem hann hefur verið meira í því að mata félagana og setja upp sóknir. Þarna var hann að enda þær. Það var ótrúlega gaman að fylgjast með honum og vonandi tekur hann þetta form með sér inn í deildina,“ sagði Sævar Sævarsson. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Breytingar á liðunum sem var spáð 1. til 6. sæti Hörður Axel skrifaði pistil í desember eftir að ljóst var að keppni hæfist ekki fyrir jól. Þar sagði hann frá sinni upplifun að fá ekki að æfa sína íþrótt í svona langan tíma. „Á mínum langa ferli þá þekki ég tvo drengi sem eru manískir þegar kemur að æfingum. Það er Hörður Axel og það er Logi Gunnarsson. Ég get ímyndað mér hvað þetta hefur verið erfitt fyrir þá báða. Logi er búinn að vera virkilega duglegur í bílskúrnum en Hörður er þannig að hann verður að hafa bolta. Hann sefur með boltann. Hann hefur verið að fara yfir um að mega ekki æfa,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Ég er mjög góður vinur Loga og ég er viss um að Hörður sé svipaður. Logi var með körfubolta út í innkeyrslu hjá sér að skjóta á körfu. Ég vissi ekki að menn hefðu svona mikinn metnað eftir fimmtán ára aldur. Að þeir færu bara út í frosti, mokuðu innkeyrsluna og færu í körfubolta. Þetta eiga ungu körfuboltakrakkarnir að taka sér til fyrirmyndar,“ sagði Sævar Sævarsson. „Þetta er einhver týpa af geðveiki,“ sagði Sævar hlæjandi og Benedikt greip inn í: „Þetta er góð geðveiki því geðveiki getur verið jákvæð,“ sagði Benedikt. Það má finna þetta sem og alla umfjöllun þremenninganna um efstu sex liðin í spá Domino´s Körfuboltakvölds hérna fyrir ofan. Körfuboltinn á Stöð 2 Sport næstu tvo daga: Fimmtudagskvöld 14. janúar 2021 Klukkan 17.00: Domino´s Körfuboltakvöld - Kvenna Klukkan 18.05: Stjarnan - Höttur í Domino´s deild karla Klukkan 20.10: ÍR - Valur í Domino´s deild karla Klukkan 22.10: Domino´sTilþrifin Föstudagskvöld 15. janúar 2021 Klukkan 17.45: Domino´s Körfuboltakvöld - Upphitun Klukkan 18.05: Grindavík - Þór Ak. í Domino´s deild karla Klukkan 20.10: Keflavík - Þór Þorlákshöfn í Domino´s deild karla Klukkan 22.00: Domino´s Körfuboltakvöld - 2. umferð Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfuboltinn á Stöð 2 Sport næstu tvo daga: Fimmtudagskvöld 14. janúar 2021 Klukkan 17.00: Domino´s Körfuboltakvöld - Kvenna Klukkan 18.05: Stjarnan - Höttur í Domino´s deild karla Klukkan 20.10: ÍR - Valur í Domino´s deild karla Klukkan 22.10: Domino´sTilþrifin Föstudagskvöld 15. janúar 2021 Klukkan 17.45: Domino´s Körfuboltakvöld - Upphitun Klukkan 18.05: Grindavík - Þór Ak. í Domino´s deild karla Klukkan 20.10: Keflavík - Þór Þorlákshöfn í Domino´s deild karla Klukkan 22.00: Domino´s Körfuboltakvöld - 2. umferð
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Sjá meira