Stundum hefur verið sagt að andstæður heilli, fólk sem er ólíkt og getur því vegið hvort annað upp. Flestir vilja þó geta speglað sig í maka sínum að einhverju leiti og mætti segja að sömu lífsgildi séu kannski mikilvægust til að eiga sem best samleið.
En hvað með áhugamál? Er það jafnvel spennandi að þú og maki þinn hafið ólík áhugamál sem þið stundið og ræktið í sitt hvoru lagi eða er það grundvallaratriði að þið deilið sömu áhugamálum?