Sagosen segir að aðstæður á HM séu eins og í villta vestrinu og óttast að smitast Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. janúar 2021 14:36 Sander Sagosen og félagar í norska landsliðinu þykja líklegir til afreka á HM. getty/Robert Michael Norðmenn eru afar ósáttir við smitvarnir og aðbúnaðinn á HM í handbolta karla í Egyptalandi sem hefst í kvöld. Skærasta stjarna norska liðsins, Sander Sagosen, segir aðstæður á mótinu vera grín og óttast að smitast af kórónuveirunni. Norska liðið kom til Egyptalands í gær og var langt frá því að vera ánægt með aðstæðurnar sem biðu þess. „Þetta er grín ef ég tala hreint út,“ sagði Sagosen við Verdens Gang. „Þetta gengur ekki upp. Við fengum áfall þegar við sáum aðstæðurnar í gær en núna hugsum við að við getum ekkert í þessu gert. Við fengum að æfa á einhverjum grasbala þar sem við gátum gert styrktaræfingar og farið í fótbolta. En við verðum bara að taka hlutunum eins og þeir eru. Ég ætla bara að eyða orku minni í það sem kom hingað til að gera, spila handbolta.“ Norðmenn dvelja á hóteli í um 45 mínútna akstursfjarlægð frá Kairó, höfuðborg Egyptalands. Sagosen segir að sóttvarnir á hótelinu séu ekki upp á marga fiska og varla hægt að tala um búbblu eins og liðin eiga að vera í til að forðast smit. „Hérna gengur fólk inn og út grímulaust og allir borða saman. Það virðist ekki vera stjórn á neinu,“ sagði Sagosen sem lét í sér heyra fyrir HM og mótmælti fyrirætlunun mótshaldara um að leyfa áhorfendur á mótinu. Fallið var frá því um síðustu helgi. Sagosen segist óttast að smitast af kórónuveirunni vegna lélegra sóttvarna á HM. „Við erum með reglur innan hópsins en hérna er bara frjálst flæði og þetta er eins og villta vestrið. Maður er klárlega smeykur um að smitast en við verðum bara að krossa fingur og vona að það gerist ekki,“ sagði Sagosen. Liðslæknirinn ósáttur Læknir norska liðsins, Thomas Torgalsen, furðar sig einnig á aðstæðum á HM, meðal annars því að sýnatökuherbergið sé á sömu hæð á hótelinu og norska liðið. Þá finnst honum skrítið að liðin borði öll í sama matsalnum. „Ég er undrandi. Á hæðinni okkar er fullt af fólki sem ég hef ekki hugmynd hver eru. Þetta er ruglingslegt,“ sagði Torgalsen. Norðmenn fengu nýtt lið í sinn riðil á HM í gær þegar Sviss tók sæti Bandaríkjanna sem hætti við þátttöku á mótinu vegna hópsmits í herbúðum liðsins. Fyrsti leikur Noregs á HM er gegn Frakklandi annað kvöld. Þrjú efstu liðin í E-riðli fara í milliriðil með þremur efstu liðunum í riðli Íslands. HM 2021 í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Norska liðið kom til Egyptalands í gær og var langt frá því að vera ánægt með aðstæðurnar sem biðu þess. „Þetta er grín ef ég tala hreint út,“ sagði Sagosen við Verdens Gang. „Þetta gengur ekki upp. Við fengum áfall þegar við sáum aðstæðurnar í gær en núna hugsum við að við getum ekkert í þessu gert. Við fengum að æfa á einhverjum grasbala þar sem við gátum gert styrktaræfingar og farið í fótbolta. En við verðum bara að taka hlutunum eins og þeir eru. Ég ætla bara að eyða orku minni í það sem kom hingað til að gera, spila handbolta.“ Norðmenn dvelja á hóteli í um 45 mínútna akstursfjarlægð frá Kairó, höfuðborg Egyptalands. Sagosen segir að sóttvarnir á hótelinu séu ekki upp á marga fiska og varla hægt að tala um búbblu eins og liðin eiga að vera í til að forðast smit. „Hérna gengur fólk inn og út grímulaust og allir borða saman. Það virðist ekki vera stjórn á neinu,“ sagði Sagosen sem lét í sér heyra fyrir HM og mótmælti fyrirætlunun mótshaldara um að leyfa áhorfendur á mótinu. Fallið var frá því um síðustu helgi. Sagosen segist óttast að smitast af kórónuveirunni vegna lélegra sóttvarna á HM. „Við erum með reglur innan hópsins en hérna er bara frjálst flæði og þetta er eins og villta vestrið. Maður er klárlega smeykur um að smitast en við verðum bara að krossa fingur og vona að það gerist ekki,“ sagði Sagosen. Liðslæknirinn ósáttur Læknir norska liðsins, Thomas Torgalsen, furðar sig einnig á aðstæðum á HM, meðal annars því að sýnatökuherbergið sé á sömu hæð á hótelinu og norska liðið. Þá finnst honum skrítið að liðin borði öll í sama matsalnum. „Ég er undrandi. Á hæðinni okkar er fullt af fólki sem ég hef ekki hugmynd hver eru. Þetta er ruglingslegt,“ sagði Torgalsen. Norðmenn fengu nýtt lið í sinn riðil á HM í gær þegar Sviss tók sæti Bandaríkjanna sem hætti við þátttöku á mótinu vegna hópsmits í herbúðum liðsins. Fyrsti leikur Noregs á HM er gegn Frakklandi annað kvöld. Þrjú efstu liðin í E-riðli fara í milliriðil með þremur efstu liðunum í riðli Íslands.
HM 2021 í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn