Rúrik er staddur í Brasilíu ásamt kærustunni sinni Nathalia Soliani.
Á myndinni virðist Rúrik hanga fram af fjallsbrún úr töluverðri hæð en um er að ræða þekktan túristastað í þjóðgarði í Brasilíu þar sem fólk bíður í röðum einmitt til að ná þessari mynd.
Í raun eru aðeins nokkrir sentímetrar til jarðar eins og Sindri R. Sindrason sýnir frá á Twitter.
Þetta er svo geggjað dæmi. pic.twitter.com/DvKVp57p8E
— Sindri R. Sindrason (@Sindrason) January 12, 2021