Hefur barist fyrir lífi sínu í þrjú ár: Sprelllifandi úrskurðuð látin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. janúar 2021 18:48 Pexels/mali maeder Frönsk kona hefur freistað þess í þrjú ár að sannfæra yfirvöld um að hún sé sannarlega á lífi eftir að hún var úrskurðuð látin án þess að gögn þess efnis væru lögð fram. Málið er allt hið undarlegasta en má rekja til deilna við fyrrverandi starfsmann. Þannig er að árið 2004 var Jeanne Pouchain, 58 ára, gert að greiða viðkomandi starfsmanni skaðabætur eftir ólögmæta uppsögn. Þar sem málið var sótt gegn fyrirtækinu en ekki Pouchain sjálfri var niðurstöðunni ekki framfylgt. Árið 2016 taldi áfrýjunardómstóll að Pouchain væri látin og skipaði eiginmanni hennar og syni að greiða bæturnar. Ári síðar tilkynnti starfsmaðurinn dómstólnum sem felldi upphaflega dóminn að erindum til Pouchain hefði ekki verið svarað og hún væri látin. Í kjölfarið virðist dómstóll hafa úrskurðað Pouchain látna en hún hvarf að minnsta kosti úr opinberum gögnum og gat upp frá því ekki notað nafnskírteinið sitt né ökuskírteini og fékk ekki aðgang að bankareikningum né sjúkratryggingum. Hver stóð fyrir meintu andláti? Pouchain sagði í samtali við blaðamenn að lögmaður hennar hafði haldið að það yrði lítið mál að fá andlátsúrskurðinum snúið, þar sem læknir hefði staðfest að hún væri jú sannarlega á lífi. Það reyndist hins vegar ekki raunin. „Þetta er ótrúleg saga,“ segir lögmaðurinn, Sylvain Cormier. „Ég trúði þessu ekki. Ég hefði aldrei haldið að dómari myndi úrskurða einhvern látinn án vottorðs. En [starfsmaðurinn] sagði að Pouchain væri látin, án þess að leggja fram nein sönnunargögn og allir trúðu henni. Enginn athugaði það.“ Pouchain hefur sakað starfsmanninn um að skálda dauðsfallið til að geta sótt bæturnar í dánarbú hennar. Lögmaður starfsmannsins segir Pouchain hins vegar sjálfa hafa staðið fyrir því að koma sér fyrir kattarnef, til að þurfa ekki að greiða bæturnar. „Ég er ekkert,“ kvartar Pouchain, sem hefur engin gögn til að sanna að hún sé lifandi. „Það er kominn tími til að einhver segi stopp,“ segir hún. „Amma eiginmannsins míns er 102 ára... hún hefur lifað margt, meðal annars stríðið, en hún segir að hún hafi aldrei upplifað neitt jafn erfitt og ég hef upplifað.“ Guardian sagði frá. Frakkland Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Málið er allt hið undarlegasta en má rekja til deilna við fyrrverandi starfsmann. Þannig er að árið 2004 var Jeanne Pouchain, 58 ára, gert að greiða viðkomandi starfsmanni skaðabætur eftir ólögmæta uppsögn. Þar sem málið var sótt gegn fyrirtækinu en ekki Pouchain sjálfri var niðurstöðunni ekki framfylgt. Árið 2016 taldi áfrýjunardómstóll að Pouchain væri látin og skipaði eiginmanni hennar og syni að greiða bæturnar. Ári síðar tilkynnti starfsmaðurinn dómstólnum sem felldi upphaflega dóminn að erindum til Pouchain hefði ekki verið svarað og hún væri látin. Í kjölfarið virðist dómstóll hafa úrskurðað Pouchain látna en hún hvarf að minnsta kosti úr opinberum gögnum og gat upp frá því ekki notað nafnskírteinið sitt né ökuskírteini og fékk ekki aðgang að bankareikningum né sjúkratryggingum. Hver stóð fyrir meintu andláti? Pouchain sagði í samtali við blaðamenn að lögmaður hennar hafði haldið að það yrði lítið mál að fá andlátsúrskurðinum snúið, þar sem læknir hefði staðfest að hún væri jú sannarlega á lífi. Það reyndist hins vegar ekki raunin. „Þetta er ótrúleg saga,“ segir lögmaðurinn, Sylvain Cormier. „Ég trúði þessu ekki. Ég hefði aldrei haldið að dómari myndi úrskurða einhvern látinn án vottorðs. En [starfsmaðurinn] sagði að Pouchain væri látin, án þess að leggja fram nein sönnunargögn og allir trúðu henni. Enginn athugaði það.“ Pouchain hefur sakað starfsmanninn um að skálda dauðsfallið til að geta sótt bæturnar í dánarbú hennar. Lögmaður starfsmannsins segir Pouchain hins vegar sjálfa hafa staðið fyrir því að koma sér fyrir kattarnef, til að þurfa ekki að greiða bæturnar. „Ég er ekkert,“ kvartar Pouchain, sem hefur engin gögn til að sanna að hún sé lifandi. „Það er kominn tími til að einhver segi stopp,“ segir hún. „Amma eiginmannsins míns er 102 ára... hún hefur lifað margt, meðal annars stríðið, en hún segir að hún hafi aldrei upplifað neitt jafn erfitt og ég hef upplifað.“ Guardian sagði frá.
Frakkland Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira