Fóru ekki eftir tillögum fyrrverandi yfirlæknis um brjóstaskimun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. janúar 2021 13:17 Ágúst Ingi Ágústsson, fyrrverandi yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins. Vísir/baldur Fyrrverandi yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins telur að heppilegra hefði verið að fara hægar í það að hækka aldurinn fyrir brjóstaskimunum kvenna úr 40 árum í 50 ár. Hann lagði til við skimunarráð að konum sem nú þegar eru byrjaðar í skimun yrði áfram fylgt eftir en ekki var farið að hans ráðum. Tæplega tíu þúsund hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem nýjar reglur eru gagnrýndar. Krabbameinsskimanir voru í byrjun árs færðar frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslu og Landspítala. Konum verður þannig ekki boðið upp á brjóstaskimanir fyrr en við fimmtugt í stað fertugt eins og hafði verið gert hjá Krabbameinsfélaginu. Þetta hefur gagnrýnt harðlega. Efnt hefur verið til undirskrifasöfnunar þar sem farið er fram á að þessar nýju reglur verði endurskoðaðar þar sem þær leggi konur í óþarfa hættu. Rúmlega átta þúsund manns hafa nú skrifað undir. Formaður skimunarráðs sagði í samtali við fréttastofu í gær að rökin fyrir breytingunni væru fyrst og fremst þau að að fleiri konur fái falskt jákvæða niðurstöðu á þessum aldri en þær sem greinast með krabbamein. Þetta sé ekki ný ákvörðun heldur hafi hún verið tekin árið 2016 en Krabbameinsfélagið hafi ekki farið eftir henni. Ágúst Ingi Ágústsson, fyrrverandi yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins, segist ekki geta svarað því hvers vegna Krabbameinsfélagið hafi haldið sig við að byrja að skima konum um fertugt, þar sem hann hafi hafið störf hjá félaginu tveimur árum eftir að sú ákvörðun var tekin. „Þetta mál var ekki til umræðu eftir að ég kom til starfa þannig það komu engin fyrirmæli um þetta frá ráðuneytinu eða ítrekun.“ Hafa ekki viljað breyta þessu í Svíþjóð Ágúst Ingi telur að það sé ekki óeðlilegt að ákveðið hafi verið að fylgja alþjóðlegum leiðbeiningum sem segi það gera mest gagn að skima konur eftir fimmtugt. Það séu veikari rök fyrir því að skima aldurshópinn 40-50 ára. „En við höfum til dæmis horft til Svíþjóðar og þar er skimað frá 40 ára aldri og þeir hafa ekki viljað breyta þessu. Það sem maður getur sagt er að ástæðan fyrir því að menn eru að halda að sér höndum þar er að það eru víða rannsóknir í gangi sem miða að því að finna út hvernig er hægt að skima út frá áhættu hverrar konu.“ Niðurstöður þeirra rannsókna liggi ekki fyrir. „Ég hef verið beðinn álits hjá skimunarráði og mín afstaða er sú að það ætti að gera þetta hægar og fylgja þeim konum eftir sem eru byrjaðar skimun í staðinn fyrir að skilja þær eftir í lausu lofti,“ segir Ágúst. „Mér hefði þótt heppilegra að þær konur sem eru byrjaðar í skimun að þeim væri fylgt eftir en það væri ekki verið að bjóða nýju árgöngum inn í skimunina í samræmi við þessar alþjóðlegu leiðbeiningar. En síðan eins og ég segi hljótum við á einhverjum tímapunkti að fá niðurstöður.“ Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir Brjóstaskimunin varð lífsbjörg Kona sem lauk nýlega meðferð við brjóstakrabbameini segir að boðun í skimun sem hún fékk fertug líklega hafa bjargað lífi sínu. Hún segir það hafa verið átakanlegt að heyra af ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að skima konur ekki fyrr en við fimmtugt. 11. janúar 2021 19:31 Segist uggandi að konur fari nú í fyrstu skimun við brjóstakrabbameini um fimmtugt Konum verður ekki lengur boðið í skimun fyrir brjóstakrabbameini við fertugt heldur verður boðið í fyrstu skimun við fimmtugt. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður viðreisnar segir það skjóta skökku við, en tilmæli Landlæknis og Fagráðs um brjóstakrabbamein eru að skimun hefjist við 45 ára aldur. 10. janúar 2021 12:30 Gjaldið lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur Gjald fyrir leghálsstrok lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur um áramótin, þegar heilsugæsla um allt land tekur við skimunum fyrir krabbameini í leghálsi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. 28. desember 2020 22:31 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Krabbameinsskimanir voru í byrjun árs færðar frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslu og Landspítala. Konum verður þannig ekki boðið upp á brjóstaskimanir fyrr en við fimmtugt í stað fertugt eins og hafði verið gert hjá Krabbameinsfélaginu. Þetta hefur gagnrýnt harðlega. Efnt hefur verið til undirskrifasöfnunar þar sem farið er fram á að þessar nýju reglur verði endurskoðaðar þar sem þær leggi konur í óþarfa hættu. Rúmlega átta þúsund manns hafa nú skrifað undir. Formaður skimunarráðs sagði í samtali við fréttastofu í gær að rökin fyrir breytingunni væru fyrst og fremst þau að að fleiri konur fái falskt jákvæða niðurstöðu á þessum aldri en þær sem greinast með krabbamein. Þetta sé ekki ný ákvörðun heldur hafi hún verið tekin árið 2016 en Krabbameinsfélagið hafi ekki farið eftir henni. Ágúst Ingi Ágústsson, fyrrverandi yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins, segist ekki geta svarað því hvers vegna Krabbameinsfélagið hafi haldið sig við að byrja að skima konum um fertugt, þar sem hann hafi hafið störf hjá félaginu tveimur árum eftir að sú ákvörðun var tekin. „Þetta mál var ekki til umræðu eftir að ég kom til starfa þannig það komu engin fyrirmæli um þetta frá ráðuneytinu eða ítrekun.“ Hafa ekki viljað breyta þessu í Svíþjóð Ágúst Ingi telur að það sé ekki óeðlilegt að ákveðið hafi verið að fylgja alþjóðlegum leiðbeiningum sem segi það gera mest gagn að skima konur eftir fimmtugt. Það séu veikari rök fyrir því að skima aldurshópinn 40-50 ára. „En við höfum til dæmis horft til Svíþjóðar og þar er skimað frá 40 ára aldri og þeir hafa ekki viljað breyta þessu. Það sem maður getur sagt er að ástæðan fyrir því að menn eru að halda að sér höndum þar er að það eru víða rannsóknir í gangi sem miða að því að finna út hvernig er hægt að skima út frá áhættu hverrar konu.“ Niðurstöður þeirra rannsókna liggi ekki fyrir. „Ég hef verið beðinn álits hjá skimunarráði og mín afstaða er sú að það ætti að gera þetta hægar og fylgja þeim konum eftir sem eru byrjaðar skimun í staðinn fyrir að skilja þær eftir í lausu lofti,“ segir Ágúst. „Mér hefði þótt heppilegra að þær konur sem eru byrjaðar í skimun að þeim væri fylgt eftir en það væri ekki verið að bjóða nýju árgöngum inn í skimunina í samræmi við þessar alþjóðlegu leiðbeiningar. En síðan eins og ég segi hljótum við á einhverjum tímapunkti að fá niðurstöður.“
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir Brjóstaskimunin varð lífsbjörg Kona sem lauk nýlega meðferð við brjóstakrabbameini segir að boðun í skimun sem hún fékk fertug líklega hafa bjargað lífi sínu. Hún segir það hafa verið átakanlegt að heyra af ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að skima konur ekki fyrr en við fimmtugt. 11. janúar 2021 19:31 Segist uggandi að konur fari nú í fyrstu skimun við brjóstakrabbameini um fimmtugt Konum verður ekki lengur boðið í skimun fyrir brjóstakrabbameini við fertugt heldur verður boðið í fyrstu skimun við fimmtugt. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður viðreisnar segir það skjóta skökku við, en tilmæli Landlæknis og Fagráðs um brjóstakrabbamein eru að skimun hefjist við 45 ára aldur. 10. janúar 2021 12:30 Gjaldið lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur Gjald fyrir leghálsstrok lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur um áramótin, þegar heilsugæsla um allt land tekur við skimunum fyrir krabbameini í leghálsi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. 28. desember 2020 22:31 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Brjóstaskimunin varð lífsbjörg Kona sem lauk nýlega meðferð við brjóstakrabbameini segir að boðun í skimun sem hún fékk fertug líklega hafa bjargað lífi sínu. Hún segir það hafa verið átakanlegt að heyra af ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að skima konur ekki fyrr en við fimmtugt. 11. janúar 2021 19:31
Segist uggandi að konur fari nú í fyrstu skimun við brjóstakrabbameini um fimmtugt Konum verður ekki lengur boðið í skimun fyrir brjóstakrabbameini við fertugt heldur verður boðið í fyrstu skimun við fimmtugt. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður viðreisnar segir það skjóta skökku við, en tilmæli Landlæknis og Fagráðs um brjóstakrabbamein eru að skimun hefjist við 45 ára aldur. 10. janúar 2021 12:30
Gjaldið lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur Gjald fyrir leghálsstrok lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur um áramótin, þegar heilsugæsla um allt land tekur við skimunum fyrir krabbameini í leghálsi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. 28. desember 2020 22:31