Felldu tvo íslenska hesta eftir slys á flugvelli í Belgíu Eiður Þór Árnason skrifar 12. janúar 2021 13:12 Mannleg mistök urðu til þess að þrír hestar slösuðust á flugvelli í Belgíu. Ljósmyndin er úr safni. Vísir/vilhelm Fella þurfti tvo íslenska hesta eftir að gámur sem þeir voru fluttir í féll af palli á flugvelli í Belgíu rétt fyrir jólin. Icelandair Cargo hefur stöðvað frekari flutning á hrossum til stærstu dreifimiðstöðvar fyrirtækisins í Evrópu um óákveðinn tíma. Mikil vöxtur hefur verið í hrossaútflutningi síðastliðið ár og mun stöðvunin valda töfum á frekari flutningi til meginlands Evrópu. Atvikið er nú til skoðunar hjá Icelandair Cargo og belgískum dýraverndunaryfirvöldum. Bændablaðið greindi fyrst frá málinu. „Í þessu tilviki þá klikkar okkar undirverktaki og fer ekki eftir þeim verkferlum sem eru uppsettir með þeim afleiðingum að gámurinn fellur af litlum vagni og tveir hestar slasast alvarlega og sá þriðji minniháttar. Það þurfti að fella þessa tvo hesta í samstarfi við dýralækni og eigendur hestanna,“ segir Mikael Tal Grétarsson, forstöðumaður útflutnings hjá Icelandair Cargo, í samtali við Vísi. Um mannleg mistök hafi því verið að ræða en ekki liggur fyrir hve langur tími mun líða þar til hægt verði að hefja hrossaútflutning með viðkomu í Liege í Belgíu á ný. Hættu að nota grindur eftir að annað slys „Þetta er bara leiðindamál. Við höfum verið að nota þessa sérútbúnu gáma í hestaflutningum frá árinu 1995 áfallalaust og flutt tugþúsunda hesta með þessum hætti úr landi.“ Aðspurður segir hann að slíkt slys hafi ekki átt sér stað áður við útflutning á íslenskum hrossum. „Ekki í þessum gámum nei en við misstum eitt hross fyrir nokkrum árum í Svíþjóð. Þá fluttum við þau í grindum sem við settum inn í flugvélarnar og olli það alvarlegu slysi á hestinum með þeim afleiðingum að það þurfti að fella það hross. Eftir það þá hættum við að nota þær grindur.“ Fá tjónið bætt Mikael segir að slysið hafi mikil áhrif á útflutninginn þar sem öll hross á leið til Þýskalands, langstærsta markaðs íslenska hestsins, fari í gegnum Liege. Hið sama eigi við um stóran hluta þeirra hrossa sem fari til annarra ríkja Evrópu. „Það er mjög slæmt að lenda í þessu og við vitum ekki hvað þessi stöðvun verður lengi. Það er gríðarleg sala á hestum núna svo þetta er slæmt fyrir alla.“ Útflutningur jókst um 50% á síðasta ári miðað við 2019. Aðspurður um það hvernig eigendur hestanna fái tjón sitt bætt segir Mikael að Icelandair Cargo muni greiða út bætur með vísan til flutningsskilmála sinna og sækja síðan bætur til síns undirverktaka. Þar að auki séu mörg hross tryggð því til viðbótar. Hestar Icelandair Belgía Dýr Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Mikil vöxtur hefur verið í hrossaútflutningi síðastliðið ár og mun stöðvunin valda töfum á frekari flutningi til meginlands Evrópu. Atvikið er nú til skoðunar hjá Icelandair Cargo og belgískum dýraverndunaryfirvöldum. Bændablaðið greindi fyrst frá málinu. „Í þessu tilviki þá klikkar okkar undirverktaki og fer ekki eftir þeim verkferlum sem eru uppsettir með þeim afleiðingum að gámurinn fellur af litlum vagni og tveir hestar slasast alvarlega og sá þriðji minniháttar. Það þurfti að fella þessa tvo hesta í samstarfi við dýralækni og eigendur hestanna,“ segir Mikael Tal Grétarsson, forstöðumaður útflutnings hjá Icelandair Cargo, í samtali við Vísi. Um mannleg mistök hafi því verið að ræða en ekki liggur fyrir hve langur tími mun líða þar til hægt verði að hefja hrossaútflutning með viðkomu í Liege í Belgíu á ný. Hættu að nota grindur eftir að annað slys „Þetta er bara leiðindamál. Við höfum verið að nota þessa sérútbúnu gáma í hestaflutningum frá árinu 1995 áfallalaust og flutt tugþúsunda hesta með þessum hætti úr landi.“ Aðspurður segir hann að slíkt slys hafi ekki átt sér stað áður við útflutning á íslenskum hrossum. „Ekki í þessum gámum nei en við misstum eitt hross fyrir nokkrum árum í Svíþjóð. Þá fluttum við þau í grindum sem við settum inn í flugvélarnar og olli það alvarlegu slysi á hestinum með þeim afleiðingum að það þurfti að fella það hross. Eftir það þá hættum við að nota þær grindur.“ Fá tjónið bætt Mikael segir að slysið hafi mikil áhrif á útflutninginn þar sem öll hross á leið til Þýskalands, langstærsta markaðs íslenska hestsins, fari í gegnum Liege. Hið sama eigi við um stóran hluta þeirra hrossa sem fari til annarra ríkja Evrópu. „Það er mjög slæmt að lenda í þessu og við vitum ekki hvað þessi stöðvun verður lengi. Það er gríðarleg sala á hestum núna svo þetta er slæmt fyrir alla.“ Útflutningur jókst um 50% á síðasta ári miðað við 2019. Aðspurður um það hvernig eigendur hestanna fái tjón sitt bætt segir Mikael að Icelandair Cargo muni greiða út bætur með vísan til flutningsskilmála sinna og sækja síðan bætur til síns undirverktaka. Þar að auki séu mörg hross tryggð því til viðbótar.
Hestar Icelandair Belgía Dýr Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira