Brjóstaskimunin varð lífsbjörg Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. janúar 2021 19:31 Kona sem lauk nýlega meðferð við brjóstakrabbameini segir að boðun í skimun sem hún fékk fertug líklega hafa bjargað lífi sínu. Hún segir það hafa verið átakanlegt að heyra af ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að skima konur ekki fyrr en við fimmtugt. Krabbameinsskimanir voru í byrjun árs færðar frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæsla og Landspítala. Konum verður þannig ekki boðið upp á brjóstaskimanir fyrr en við fimmtugt í stað fertugt. Formaður skimunarráðs sagði í samtali við fréttastofu í dag að rökin væru fyrst og fremst þau að að fleiri konur fái falskt jákvæða niðurstöðu á þessum aldri en þær sem greinast með krabbamein. Hulda Hjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, segir þetta áhyggjuefni. „Þetta fyrst og fremst kemur bara svolítið aftan að okkur og okkar félagsmönnum. Okkur finnst vanta samtal við þessar konur sem þetta hefur áhrif á. Og að þetta sé útskýrt og rökstutt hvað liggur að baki þessum ákvörðunum,“ segir Hulda. Illkynja, p í nul í ti ð en aggress í vt „Það er um 31 ung kona á aldrinum 40-49 ára sem greinist á ári hverju og margar hverjar eru að greinast í skimun,“ bætir hún við. Ein þeirra er Heiða Dröfn Bjarnadóttir. „Ég varð fertug 13. mars 2020. Ég fékk tveimur mánuðum áður bréf inn um lúguna: „Til hamingju, þú ert að verða fertug. Nú ertu boðuð í skimun,“ segir Heiða. Hún fékk síðan tíma hjá Krabbameinsfélaginu í byrjun mars, og fékk þá fréttirnar sem áttu eftir að breyta lífi hennar. „Þá kemur í ljós að það er krabbamein. Illkynja, pínulítið en mjög aggressívt mein. Æxli lengst inni í brjóstinu.“ Engin einkenni Meinið var hraðvaxandi og hafði dreift sér í eitla. Heiða segist engin einkenni hafa fengið. „Engin einkenni. Engir verkir, engir stingir. Ekkert hægt að finna. Ekkert. Bara því ég fór í þessa skimun.“ Heiða segir að af þeim sökum hefði hún sjálf aldrei óskað sérstaklega eftir því að láta skima sig. Þá hefði hún heldur ekki fengið það í gegn því það þurfi að vera rökstuddur grunur um að eitthvað sé að til þess að fá að fara í skimun. „Það er erfitt að hugsa þetta til enda. Og ég er ekki viss hver staðan væri ef þetta hefði uppgötvast tíu árum síðar.“ Henni þótti erfitt að heyra af breytingunum. „Það tekur á. Það gerir það. Kannski af því að maður er að hugsa þetta svona. Þetta tekur á.“ Þannig að þessi skimun hefur væntanlega bjargað lífi þínu? „Algjörlega. Það er bara þannig,“ segir Heiða. Hulda Hjálmarsdóttir gagnrýnir að ekkert samtal hafi átt sér stað áður en farið var í breytingarnar. Vísir/Sigurjón Vill samtal Hulda hjá Krafti kallar eftir samtali við konur. „Mér finnst skipta máli þegar skimun hefur verið hagað með þessum hætti í þrjátíu ár, að þegar henni er breytt, þar sem við erum að tala um tíu ára aldursbil að það sé rökstutt og það sé í einhverju samtali við konur í landinu,“ segir hún. Þá þurfi að fara í annars konar breytingar samhliða þessu. „Það sem veldur áhyggjum er að núna er ekki verið að fara að skima ungar konur, sem áður var. Núna í dag er bið í sérskoðun á brjóstum, það er að segja þegar konur finna fyrir einkennum, mjög löng. Það er eiga viðmið að vera um fimm daga en núna er bið allt upp í fimm til sex vikur. Þannig að þetta er ekki aðgengileg þjónusta. Það er finnst mér vera áhyggjuefni.“ Heilbrigðismál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Fleiri fréttir Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Sjá meira
Krabbameinsskimanir voru í byrjun árs færðar frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæsla og Landspítala. Konum verður þannig ekki boðið upp á brjóstaskimanir fyrr en við fimmtugt í stað fertugt. Formaður skimunarráðs sagði í samtali við fréttastofu í dag að rökin væru fyrst og fremst þau að að fleiri konur fái falskt jákvæða niðurstöðu á þessum aldri en þær sem greinast með krabbamein. Hulda Hjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, segir þetta áhyggjuefni. „Þetta fyrst og fremst kemur bara svolítið aftan að okkur og okkar félagsmönnum. Okkur finnst vanta samtal við þessar konur sem þetta hefur áhrif á. Og að þetta sé útskýrt og rökstutt hvað liggur að baki þessum ákvörðunum,“ segir Hulda. Illkynja, p í nul í ti ð en aggress í vt „Það er um 31 ung kona á aldrinum 40-49 ára sem greinist á ári hverju og margar hverjar eru að greinast í skimun,“ bætir hún við. Ein þeirra er Heiða Dröfn Bjarnadóttir. „Ég varð fertug 13. mars 2020. Ég fékk tveimur mánuðum áður bréf inn um lúguna: „Til hamingju, þú ert að verða fertug. Nú ertu boðuð í skimun,“ segir Heiða. Hún fékk síðan tíma hjá Krabbameinsfélaginu í byrjun mars, og fékk þá fréttirnar sem áttu eftir að breyta lífi hennar. „Þá kemur í ljós að það er krabbamein. Illkynja, pínulítið en mjög aggressívt mein. Æxli lengst inni í brjóstinu.“ Engin einkenni Meinið var hraðvaxandi og hafði dreift sér í eitla. Heiða segist engin einkenni hafa fengið. „Engin einkenni. Engir verkir, engir stingir. Ekkert hægt að finna. Ekkert. Bara því ég fór í þessa skimun.“ Heiða segir að af þeim sökum hefði hún sjálf aldrei óskað sérstaklega eftir því að láta skima sig. Þá hefði hún heldur ekki fengið það í gegn því það þurfi að vera rökstuddur grunur um að eitthvað sé að til þess að fá að fara í skimun. „Það er erfitt að hugsa þetta til enda. Og ég er ekki viss hver staðan væri ef þetta hefði uppgötvast tíu árum síðar.“ Henni þótti erfitt að heyra af breytingunum. „Það tekur á. Það gerir það. Kannski af því að maður er að hugsa þetta svona. Þetta tekur á.“ Þannig að þessi skimun hefur væntanlega bjargað lífi þínu? „Algjörlega. Það er bara þannig,“ segir Heiða. Hulda Hjálmarsdóttir gagnrýnir að ekkert samtal hafi átt sér stað áður en farið var í breytingarnar. Vísir/Sigurjón Vill samtal Hulda hjá Krafti kallar eftir samtali við konur. „Mér finnst skipta máli þegar skimun hefur verið hagað með þessum hætti í þrjátíu ár, að þegar henni er breytt, þar sem við erum að tala um tíu ára aldursbil að það sé rökstutt og það sé í einhverju samtali við konur í landinu,“ segir hún. Þá þurfi að fara í annars konar breytingar samhliða þessu. „Það sem veldur áhyggjum er að núna er ekki verið að fara að skima ungar konur, sem áður var. Núna í dag er bið í sérskoðun á brjóstum, það er að segja þegar konur finna fyrir einkennum, mjög löng. Það er eiga viðmið að vera um fimm daga en núna er bið allt upp í fimm til sex vikur. Þannig að þetta er ekki aðgengileg þjónusta. Það er finnst mér vera áhyggjuefni.“
Heilbrigðismál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Fleiri fréttir Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Sjá meira