Möguleiki á að færa bikarkeppnina ef KKÍ lendir í vanda Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. janúar 2021 15:31 Keppni í Domino's deild kvenna hefst á ný á miðvikudaginn. vísir/vilhelm Körfuknattleikssamband Íslands er undir það búið að gera þurfi hlé á Íslandsmótinu í körfubolta sem hefst aftur í þessari viku. Meðal aðgerða sem hægt er að grípa til að færa bikarkeppnina. Snorri Örn Arnaldsson, mótastjóri KKÍ, var gestur þeirra Kjartans Atla Kjartanssonar og Ríkharps Óskars Guðnasonar í Sportinu í dag. Þar ræddi hann um það vandasama verkefni að raða Íslandsmótinu upp á nýtt. Keppni á Íslandsmótinu var hætt í byrjun október, skömmu eftir að mótið hófst, vegna kórónuveirufaraldursins. Keppnisbanni í íþróttum á Íslandi verður aflétt á miðvikudaginn og þá hefst Íslandsmótið í körfubolta að nýju. Í reglugerð KKÍ segir að fresturinn til að ljúka keppni í efstu tveimur deildum karla og kvenna sé út apríl og í úrslitakeppninni út júní. Leikið verður afar þétt á næstu vikum og ef allt gengur eftir verður aðeins um fjögurra vikna lenging á tímabilinu frá því sem venjulegt er. „Við viljum ekki taka allt það svigrúm sem við eigum í dag. Ef við grípum eitthvað svigrúm og það kemur stopp erum við í djúpum vanda með mótið,“ sagði Snorri. Bikarkeppnin á að fara fram eftir að deildarkeppninni lýkur og áður en úrslitakeppnin hefst. Það er hins vegar möguleiki á að færa bikarkeppnina ef eitthvað kemur upp á. „Við höfum svigrúm og erum með bikarinn í lok apríl. Það er enn möguleiki á að færa hann til ef við lendum í miklum vanda eða ef það eru miklar frestanir,“ sagði Snorri. Fyrstu leikirnir á Íslandsmótinu eftir hléið langa fara fram á miðvikudaginn. Þá fer fram heil umferð í Domino's deild kvenna. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals Sjá meira
Snorri Örn Arnaldsson, mótastjóri KKÍ, var gestur þeirra Kjartans Atla Kjartanssonar og Ríkharps Óskars Guðnasonar í Sportinu í dag. Þar ræddi hann um það vandasama verkefni að raða Íslandsmótinu upp á nýtt. Keppni á Íslandsmótinu var hætt í byrjun október, skömmu eftir að mótið hófst, vegna kórónuveirufaraldursins. Keppnisbanni í íþróttum á Íslandi verður aflétt á miðvikudaginn og þá hefst Íslandsmótið í körfubolta að nýju. Í reglugerð KKÍ segir að fresturinn til að ljúka keppni í efstu tveimur deildum karla og kvenna sé út apríl og í úrslitakeppninni út júní. Leikið verður afar þétt á næstu vikum og ef allt gengur eftir verður aðeins um fjögurra vikna lenging á tímabilinu frá því sem venjulegt er. „Við viljum ekki taka allt það svigrúm sem við eigum í dag. Ef við grípum eitthvað svigrúm og það kemur stopp erum við í djúpum vanda með mótið,“ sagði Snorri. Bikarkeppnin á að fara fram eftir að deildarkeppninni lýkur og áður en úrslitakeppnin hefst. Það er hins vegar möguleiki á að færa bikarkeppnina ef eitthvað kemur upp á. „Við höfum svigrúm og erum með bikarinn í lok apríl. Það er enn möguleiki á að færa hann til ef við lendum í miklum vanda eða ef það eru miklar frestanir,“ sagði Snorri. Fyrstu leikirnir á Íslandsmótinu eftir hléið langa fara fram á miðvikudaginn. Þá fer fram heil umferð í Domino's deild kvenna. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals Sjá meira