Söngvarar lýsa yfir vantrausti og bera óperustjóra þungum sökum Hólmfríður Gísladóttir og skrifa 11. janúar 2021 09:19 Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri og Pétur J. Eiríksson formaður stjórnar. Félagsfundur Klassís, fagfélags klassískt menntaðra söngvara á Íslandi, hefur lýst yfir vantrausti á stjórn og óperustjóra Íslensku óperunnar, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, „vegna stjórnunarhátta stofnunarinnar á undanförnum árum.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en fundurinn fór fram í gær. Íslenska óperan var á föstudaginn sýknuð í máli Þóru Einarsdóttur söngkonu en það snérist um vangoldin laun og meint kjarasamningsbrot Óperunnar. Í tilkynningunni segir meðal annars að klassískir söngvarar á Íslandi hafi sýnt langlundargeð varðandi „ófagmannlega stjórnunarhætti sjálfseignarstofnunarinnar Íslensku óperunnar um langt skeið.“ Það sé nú þrotið. „Íslenska óperan var stofnuð fyrir rúmum 40 árum úr grasrót íslenskra söngvara með það fyrir augum að skapa starfsvettvang fyrir íslenska óperusöngvara og flytja óperur fyrir þjóðina. Söngvarar hafa alla tíð stutt óperuflutning á Íslandi með sínu framlagi og haft ríkan skilning á þröngri fjárhagsstöðu óperunnar. Söngvarar hafa þannig oftar en ekki sungið fyrir Íslensku óperuna fyrir brot af því sem þeir fá greitt fyrir sína vinnu erlendis,“ segir í tilkynningunni. Aðkoma söngvara að stjórn Óperunnar hafi verið mikil fyrst um sinn en farið minnkandi og nú sé hún engin. „Dæmi eru um að stjórnin hafi markvisst komið í veg fyrir aðkomu söngvara, til dæmis með því að breyta samþykktum sínum á lokuðum fundi til að koma í veg fyrir að réttilega tilnefndir söngvarar tækju sæti í stjórn. Undanfarin ár hefur stjórn og óperustjóri Íslensku óperunnar endurtekið sýnt áhugaleysi á að heyra sjónarmið, umkvörtunarefni og tillögur frá söngvurum og öðru fagfólki á sviði óperulistar.“ Segja fólki hefnast fyrir að leita réttar síns Í tilkynningunni segir að Íslenska óperan sé nánast eini starfsvettvangur óperusöngvara á Íslandi og eina stofnunin sem fær fé úr ríkisstjóði sem er eyrnamerkt óperustarfsemi. Í krafti einokunarstöðu sinnar og aðstöðumunar hafi umrædd sjálfseignarstofnun boðið söngvurum „gallaða“ verksamninga, sem geri ákvæði sem vísa í kjarasamninga við FÍH og FÍL að engu. Söngvarar spyrji sig í hvaða tilgangi Óperan hafi gert þeim að undirrita samninga sem innihalda marklaus ákvæði, sem óperustjóri telji sjálfur vera úrelt. Um sé að ræða gerviverktöku. „Stjórnunarhættir og stefna Íslensku óperunnar í kjaramálum söngvara hafa leitt til þess að laun söngvara hafa lækkað að raungildi undanfarin ár. Ennfremur eru dæmi um töluverðan óútskýrðan launamun kynjanna. Trúnaðarákvæði eru í samningum Íslensku óperunnar við söngvara, enda hefur óperustjóri nýtt sér þá leynd og ítrekað reynt að höggva í samstöðu söngvara með ýmsum hætti. Sjá má mikla fylgni milli þess að fólk kvarti eða leiti réttar síns og þess að fá ekki aftur vinnu hjá Íslensku óperunni, eða möguleika á vinnu með fyrirsöng,“ segir í tilkynningunni. „Óperustjóri hefur einhliða breytt ákvæðum um flytjendarétt og tekið út rétt til greiðslu vegna sýninga í sjónvarpi og ennfremur bætt við ákvæðum um að söngvarar afsali sér rétti til viðbótargreiðslna vegna streymis innanlands sem utan. Um leið og þetta er gert hefur streymi sýninga Íslensku óperunnar á alþjóðlegum streymisveitum orðið að nýrri tekjulind fyrir óperuna. Félagsmenn Klassís telja það endurtekið hafa sýnt sig að núverandi óperustjóri og stjórn Íslensku óperunnar bera ekki hag óperusöngvara fyrir brjósti og lýsa því yfir fullkomnu vantrausti á bæði stjórn og óperustjóra Íslensku óperunnar, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur. Sögulegur vendipunktur stendur nú fyrir dyrum með undirbúningi að stofnun þjóðaróperu á Íslandi. Vonandi munu slíkir stjórnunarhættir, sem íslenskir óperusöngvarar hafa þurft að láta sér lynda af hálfu Íslensku óperunnar undanfarin ár, þar með verða úr sögunni og fagmennska hafin til vegs og virðingar á ný.“ Yfirlýsing frá Íslensku óperunni 8. janúar 2020: Íslenska óperan sýknuð af kröfum Þóru Einarsdóttur - Verksamningar milli aðila taldir löglegir og bindandi Nú liggur fyrir niðurstaða í máli sem Þóra Einarsdóttir höfðaði á hendur Íslensku óperunni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna greiðslna fyrir æfingar og sýningar á uppfærslu á Brúðkaupi Fígarós árið 2019. Í stuttu máli var Íslenska óperan sýknuð af öllum kröfum og staðfest að verksamningarnir voru bindandi fyrir báða aðila og að farið var að lögum við gerð þeirra. Dómurinn staðfestir þar að auki að verksamningurinn kveður á um hærri heildargreiðslur til Þóru en leitt hefði af kjarasamningi FÍH, ef hann hefði verið látinn gilda. Þá hafi verið tekið fram berum orðum í verksamningi að hann væri tæmandi og endanlegur um greiðslur til söngkonunnar, líkt og gilt hafði um fyrri samninga milli sömu aðila um árabil. Íslenska óperan telur mikilvægt að horfa til framtíðar og hyggst á komandi misserum efna til samtals við fulltrúa söngvarastéttarinnar um hvernig samningagerð verði best háttað í tengslum við uppfærslur Íslensku óperunnar. Menning Kjaramál Íslenska óperan Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en fundurinn fór fram í gær. Íslenska óperan var á föstudaginn sýknuð í máli Þóru Einarsdóttur söngkonu en það snérist um vangoldin laun og meint kjarasamningsbrot Óperunnar. Í tilkynningunni segir meðal annars að klassískir söngvarar á Íslandi hafi sýnt langlundargeð varðandi „ófagmannlega stjórnunarhætti sjálfseignarstofnunarinnar Íslensku óperunnar um langt skeið.“ Það sé nú þrotið. „Íslenska óperan var stofnuð fyrir rúmum 40 árum úr grasrót íslenskra söngvara með það fyrir augum að skapa starfsvettvang fyrir íslenska óperusöngvara og flytja óperur fyrir þjóðina. Söngvarar hafa alla tíð stutt óperuflutning á Íslandi með sínu framlagi og haft ríkan skilning á þröngri fjárhagsstöðu óperunnar. Söngvarar hafa þannig oftar en ekki sungið fyrir Íslensku óperuna fyrir brot af því sem þeir fá greitt fyrir sína vinnu erlendis,“ segir í tilkynningunni. Aðkoma söngvara að stjórn Óperunnar hafi verið mikil fyrst um sinn en farið minnkandi og nú sé hún engin. „Dæmi eru um að stjórnin hafi markvisst komið í veg fyrir aðkomu söngvara, til dæmis með því að breyta samþykktum sínum á lokuðum fundi til að koma í veg fyrir að réttilega tilnefndir söngvarar tækju sæti í stjórn. Undanfarin ár hefur stjórn og óperustjóri Íslensku óperunnar endurtekið sýnt áhugaleysi á að heyra sjónarmið, umkvörtunarefni og tillögur frá söngvurum og öðru fagfólki á sviði óperulistar.“ Segja fólki hefnast fyrir að leita réttar síns Í tilkynningunni segir að Íslenska óperan sé nánast eini starfsvettvangur óperusöngvara á Íslandi og eina stofnunin sem fær fé úr ríkisstjóði sem er eyrnamerkt óperustarfsemi. Í krafti einokunarstöðu sinnar og aðstöðumunar hafi umrædd sjálfseignarstofnun boðið söngvurum „gallaða“ verksamninga, sem geri ákvæði sem vísa í kjarasamninga við FÍH og FÍL að engu. Söngvarar spyrji sig í hvaða tilgangi Óperan hafi gert þeim að undirrita samninga sem innihalda marklaus ákvæði, sem óperustjóri telji sjálfur vera úrelt. Um sé að ræða gerviverktöku. „Stjórnunarhættir og stefna Íslensku óperunnar í kjaramálum söngvara hafa leitt til þess að laun söngvara hafa lækkað að raungildi undanfarin ár. Ennfremur eru dæmi um töluverðan óútskýrðan launamun kynjanna. Trúnaðarákvæði eru í samningum Íslensku óperunnar við söngvara, enda hefur óperustjóri nýtt sér þá leynd og ítrekað reynt að höggva í samstöðu söngvara með ýmsum hætti. Sjá má mikla fylgni milli þess að fólk kvarti eða leiti réttar síns og þess að fá ekki aftur vinnu hjá Íslensku óperunni, eða möguleika á vinnu með fyrirsöng,“ segir í tilkynningunni. „Óperustjóri hefur einhliða breytt ákvæðum um flytjendarétt og tekið út rétt til greiðslu vegna sýninga í sjónvarpi og ennfremur bætt við ákvæðum um að söngvarar afsali sér rétti til viðbótargreiðslna vegna streymis innanlands sem utan. Um leið og þetta er gert hefur streymi sýninga Íslensku óperunnar á alþjóðlegum streymisveitum orðið að nýrri tekjulind fyrir óperuna. Félagsmenn Klassís telja það endurtekið hafa sýnt sig að núverandi óperustjóri og stjórn Íslensku óperunnar bera ekki hag óperusöngvara fyrir brjósti og lýsa því yfir fullkomnu vantrausti á bæði stjórn og óperustjóra Íslensku óperunnar, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur. Sögulegur vendipunktur stendur nú fyrir dyrum með undirbúningi að stofnun þjóðaróperu á Íslandi. Vonandi munu slíkir stjórnunarhættir, sem íslenskir óperusöngvarar hafa þurft að láta sér lynda af hálfu Íslensku óperunnar undanfarin ár, þar með verða úr sögunni og fagmennska hafin til vegs og virðingar á ný.“ Yfirlýsing frá Íslensku óperunni 8. janúar 2020: Íslenska óperan sýknuð af kröfum Þóru Einarsdóttur - Verksamningar milli aðila taldir löglegir og bindandi Nú liggur fyrir niðurstaða í máli sem Þóra Einarsdóttir höfðaði á hendur Íslensku óperunni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna greiðslna fyrir æfingar og sýningar á uppfærslu á Brúðkaupi Fígarós árið 2019. Í stuttu máli var Íslenska óperan sýknuð af öllum kröfum og staðfest að verksamningarnir voru bindandi fyrir báða aðila og að farið var að lögum við gerð þeirra. Dómurinn staðfestir þar að auki að verksamningurinn kveður á um hærri heildargreiðslur til Þóru en leitt hefði af kjarasamningi FÍH, ef hann hefði verið látinn gilda. Þá hafi verið tekið fram berum orðum í verksamningi að hann væri tæmandi og endanlegur um greiðslur til söngkonunnar, líkt og gilt hafði um fyrri samninga milli sömu aðila um árabil. Íslenska óperan telur mikilvægt að horfa til framtíðar og hyggst á komandi misserum efna til samtals við fulltrúa söngvarastéttarinnar um hvernig samningagerð verði best háttað í tengslum við uppfærslur Íslensku óperunnar.
Yfirlýsing frá Íslensku óperunni 8. janúar 2020: Íslenska óperan sýknuð af kröfum Þóru Einarsdóttur - Verksamningar milli aðila taldir löglegir og bindandi Nú liggur fyrir niðurstaða í máli sem Þóra Einarsdóttir höfðaði á hendur Íslensku óperunni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna greiðslna fyrir æfingar og sýningar á uppfærslu á Brúðkaupi Fígarós árið 2019. Í stuttu máli var Íslenska óperan sýknuð af öllum kröfum og staðfest að verksamningarnir voru bindandi fyrir báða aðila og að farið var að lögum við gerð þeirra. Dómurinn staðfestir þar að auki að verksamningurinn kveður á um hærri heildargreiðslur til Þóru en leitt hefði af kjarasamningi FÍH, ef hann hefði verið látinn gilda. Þá hafi verið tekið fram berum orðum í verksamningi að hann væri tæmandi og endanlegur um greiðslur til söngkonunnar, líkt og gilt hafði um fyrri samninga milli sömu aðila um árabil. Íslenska óperan telur mikilvægt að horfa til framtíðar og hyggst á komandi misserum efna til samtals við fulltrúa söngvarastéttarinnar um hvernig samningagerð verði best háttað í tengslum við uppfærslur Íslensku óperunnar.
Menning Kjaramál Íslenska óperan Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Sjá meira