Hálendisþjóðgarður fyrir hverja? Ágústa Ágústsdóttir skrifar 10. janúar 2021 13:01 Í grein Önnu Dóru Sæþórsdóttur varaformanns stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs á dögunum um hálendisþjóðgarð, hnýtur maður svo vægt sé tekið til orða um margt sem vekur spurnir. Orðin gefa til kynna að gera eigi allt sem hægt er til að hrúga hér inn ferðamönnum til að bjarga þjóðarskútunni, og að „hálendisþjóðgarður geti orðið stóra tromp Íslands, því lítt spillt náttúra sé svo mikil auðlind fyrir ferðaþjónustuna sem nú sé skærasta vonarstjarna Íslands eftir kreppu. Hún sé grundvöllur gjaldeyrisöflunar þeirra þjóða sem eiga slíka auðlind“. Hún telur ef stjórnarfrumvarpið verði samþykkt muni það „skapa Íslandi sérstöðu byggða á því að 30% landsins væri þjóðgarður“. Ég dreg það stórlega í efa að nokkur einasta lýðræðisþjóð, myndi samþykkja að gefa 30% lands síns undir þjóðgarð til þess eins að geta stært sig af því að eitt stærsta, ósnortnasta víðerni Evrópu sé notað sem aðdráttarafl fyrir svokallaðan „massatúrisma“ sem fyrir þó nokkrum árum hóf innreið sína hér á landi. Það þarf ekki háþróaðar rannsóknir til að sjá hvernig komið er fyrir þjóðgarðinum á Þingvöllum t.d.. Þar hefur hinn almenni íslendingur litla ánægju lengur af að heimsækja. Skaftafell hefur svipaða sögu að segja, sem og ansi margir staðir á landinu og þá á suðurlandinu sérstaklega. Ekki þarf annað en að „googla“ setninguna „how the tourism industry is affecting national parks“ til þess að komast í vel unnar greiningar á þeirri þróun. Ferðamannaiðnaðurinn og fjöldi þeirra er ferðast á heimsvísu er svo risavaxinn tala að við erum öreind í því samhengi. Og að tala fyrir því að við séum mögulega að missa af einhverju á þeim vettvangi nema við breytum hálendinu okkar í þjóðgarð er vondur áróður. Anna Dóra fræðir okkur um að hlutverk þjóðgarðs sé „að vernda náttúru og menningarminjar annars vegar og hinsvegar að gefa fólki kost á að kynnast og njóta svæðisins“. Er ekki hægt að vernda náttúru og menningarminjar öðruvísi en undir hatti þjóðgarðs ? Eigum við ekki Umhverfisstofnun ríkissins og Minjastofnun ríkisins ? Ég veit ekki betur en að bæði verndun og útivera sé búin að eiga sér stað nú þegar í yfir hundrað ár án aðkomu þjóðgarða og ástæða þess að við getum ferðast um hálendið í dag er einmitt vegna þeirra frumkvöðla sem fyrstir ruddu brautina og bjuggu sér til í tímans rás gríðarlega mikla þekkingu og reynslu, sem var skilað áfram til næstu kynslóða. Það er mönnum í lófa lagt, ef vilji er fyrir hendi að auka eftirlit á hálendinu sem og að friða einstök svæði eða náttúruperlur þar sem mestur umgangur er án þess að kalla það þjóðgarð. Annars staðar í greininni stendur að „aðdráttarafl hálendis felist ekki síður í fámenninu og fjarveru hins manngerða. Að þjóðararfurinn liggi þar en náttúra þess sé hinsvegar viðkvæm fyrir álagi og því þurfi að fara varlega í allri umgengni við hana. Til þess að vernda hálendið þyrftu ferðamenn að dvelja sem mest í byggð og mannvirkin helst að vera á jöðrum þess“. Það er ótrúlegt að lesa þessar mótsagnir. Í einu orði er talað um nauðsyn fjölgunar ferðamanna í nafni gróða og gjaldeyris þar sem hálendisþjóðgarður leikur hetjuna. Í öðru orði er talað um að vegna þess hversu náttúran á hálendinu sé viðkvæm verði að halda ferðamönnum sem mest frá því. Hvernig ælta menn að fara að því ? Eina svarið við því eru lokanir, gjaldtaka og kvótar sem útvaldir fá að njóta. Ætla menn þá að margfalda magn ferðamanna í nafni hálendisþjóðgarðs, sem koma í þeim tilgangi að njóta fámennis og þess ómanngerða með því að byggja upp mannvirki fjarri því, svo menn fái ekki notið þess ? Við viljum fá peningana þeirra en á fölskum forsendum ? Skrifað er að í frumvarpinu „sé tekið tillit til sjónarmiða ólíkra hópa og landsmenn geti sannarlega haldið áfram að ferðast um svæðið án þess að þjóðgarðurinn hefti för“. Þessi orð eru í beinni andstöðu við það sem hún skrifar hér að ofan. Þetta er einnig í beinni andstöðu við heilu sveitarstjórnirnar sem og minjastofnun ríkisins m.a. sem aldrei fékk sæti við borðið hjá umhverfisráðherra. Anna Dóra segir einnig að „stjórnun svæðisins og uppbygging innviða verði markvissari en ella“. Með þessu er sagt að vinna allra sem koma að rekstri hálendisins að öllu eða einhverju leyti, sé ómarkviss og engan vegin ásættanleg . Þess vegna þurfi þjóðgarður að eignast landið og taka við stjórn. Þrátt fyrir þennan endalausa áróður hefur aldrei verið bent á hvaða vankanta núverandi fyrirkomulags er verið að tala um. Hvar er þessi svokalla óreiða sem svo oft er talað um ? Ég ráðlegg fólki að fletta upp orðinu „samvinna“ og reyna að skilja hvað í því orði felst. Því samvinna er akkúrat það sem búið er að eiga sér stað hjá ríki, sveitarstjórnum og einkaaðilum með góðum árangri. Slíkt fyrirkomulag felur ekki í sér yfirráð bákns sem mun seilast enn lengra ofan í nú þegar slitna skattvasa þeirra okkar sem byggja þetta land og þjónar þeim eina tilgangi að fjölga ríkisstarfsmönnum. Nú þegar eru uppi áætlanir um þjóðgarð á sunnanverðum Vestfjörðum og þreifingar eru fyrir slíku á Breiðafirði. Hvar á þetta að enda ? Að stofnanavæða hálendið er óafturkræf aðgerð. Við búum á lifandi eldfjallaeyju þar sem náttúruöflin eru mjög svo lifandi. Þau lúta ekki stjórn okkar manna og munu aldrei gera sem betur fer. Hafa menn velt fyrir sér hvar við stæðum ef yfir okkur gengju náttúruhamfarir sem jafna myndu t.d. Nesjavallavirkjun og Hengilsvæðið við jörðu ? Hvar værum við stödd ef við hefðum ekki Sogið t.d. sem kemur úr Þingvallavatni ? Við þurfum sannarlega að vernda náttúru landsins fyrir öfgasjónarmiðum manna. Og ég met það til jafns hvort það teljast hægri- eða vinstri öfgar. Það er aldrei réttlætanlegt að mæta öfgum með öfgum. Það skaðar eingöngu möguleika komandi kynslóða sem taka eiga við og þannig vinnubrögð snúast ævinlega þegar öllu er á botninn hvolft um völd. Höfundur rekur ferðaþjónustu á barmi Ásbyrgis á norðausturlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hálendisþjóðgarður Ágústa Ágústsdóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Í grein Önnu Dóru Sæþórsdóttur varaformanns stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs á dögunum um hálendisþjóðgarð, hnýtur maður svo vægt sé tekið til orða um margt sem vekur spurnir. Orðin gefa til kynna að gera eigi allt sem hægt er til að hrúga hér inn ferðamönnum til að bjarga þjóðarskútunni, og að „hálendisþjóðgarður geti orðið stóra tromp Íslands, því lítt spillt náttúra sé svo mikil auðlind fyrir ferðaþjónustuna sem nú sé skærasta vonarstjarna Íslands eftir kreppu. Hún sé grundvöllur gjaldeyrisöflunar þeirra þjóða sem eiga slíka auðlind“. Hún telur ef stjórnarfrumvarpið verði samþykkt muni það „skapa Íslandi sérstöðu byggða á því að 30% landsins væri þjóðgarður“. Ég dreg það stórlega í efa að nokkur einasta lýðræðisþjóð, myndi samþykkja að gefa 30% lands síns undir þjóðgarð til þess eins að geta stært sig af því að eitt stærsta, ósnortnasta víðerni Evrópu sé notað sem aðdráttarafl fyrir svokallaðan „massatúrisma“ sem fyrir þó nokkrum árum hóf innreið sína hér á landi. Það þarf ekki háþróaðar rannsóknir til að sjá hvernig komið er fyrir þjóðgarðinum á Þingvöllum t.d.. Þar hefur hinn almenni íslendingur litla ánægju lengur af að heimsækja. Skaftafell hefur svipaða sögu að segja, sem og ansi margir staðir á landinu og þá á suðurlandinu sérstaklega. Ekki þarf annað en að „googla“ setninguna „how the tourism industry is affecting national parks“ til þess að komast í vel unnar greiningar á þeirri þróun. Ferðamannaiðnaðurinn og fjöldi þeirra er ferðast á heimsvísu er svo risavaxinn tala að við erum öreind í því samhengi. Og að tala fyrir því að við séum mögulega að missa af einhverju á þeim vettvangi nema við breytum hálendinu okkar í þjóðgarð er vondur áróður. Anna Dóra fræðir okkur um að hlutverk þjóðgarðs sé „að vernda náttúru og menningarminjar annars vegar og hinsvegar að gefa fólki kost á að kynnast og njóta svæðisins“. Er ekki hægt að vernda náttúru og menningarminjar öðruvísi en undir hatti þjóðgarðs ? Eigum við ekki Umhverfisstofnun ríkissins og Minjastofnun ríkisins ? Ég veit ekki betur en að bæði verndun og útivera sé búin að eiga sér stað nú þegar í yfir hundrað ár án aðkomu þjóðgarða og ástæða þess að við getum ferðast um hálendið í dag er einmitt vegna þeirra frumkvöðla sem fyrstir ruddu brautina og bjuggu sér til í tímans rás gríðarlega mikla þekkingu og reynslu, sem var skilað áfram til næstu kynslóða. Það er mönnum í lófa lagt, ef vilji er fyrir hendi að auka eftirlit á hálendinu sem og að friða einstök svæði eða náttúruperlur þar sem mestur umgangur er án þess að kalla það þjóðgarð. Annars staðar í greininni stendur að „aðdráttarafl hálendis felist ekki síður í fámenninu og fjarveru hins manngerða. Að þjóðararfurinn liggi þar en náttúra þess sé hinsvegar viðkvæm fyrir álagi og því þurfi að fara varlega í allri umgengni við hana. Til þess að vernda hálendið þyrftu ferðamenn að dvelja sem mest í byggð og mannvirkin helst að vera á jöðrum þess“. Það er ótrúlegt að lesa þessar mótsagnir. Í einu orði er talað um nauðsyn fjölgunar ferðamanna í nafni gróða og gjaldeyris þar sem hálendisþjóðgarður leikur hetjuna. Í öðru orði er talað um að vegna þess hversu náttúran á hálendinu sé viðkvæm verði að halda ferðamönnum sem mest frá því. Hvernig ælta menn að fara að því ? Eina svarið við því eru lokanir, gjaldtaka og kvótar sem útvaldir fá að njóta. Ætla menn þá að margfalda magn ferðamanna í nafni hálendisþjóðgarðs, sem koma í þeim tilgangi að njóta fámennis og þess ómanngerða með því að byggja upp mannvirki fjarri því, svo menn fái ekki notið þess ? Við viljum fá peningana þeirra en á fölskum forsendum ? Skrifað er að í frumvarpinu „sé tekið tillit til sjónarmiða ólíkra hópa og landsmenn geti sannarlega haldið áfram að ferðast um svæðið án þess að þjóðgarðurinn hefti för“. Þessi orð eru í beinni andstöðu við það sem hún skrifar hér að ofan. Þetta er einnig í beinni andstöðu við heilu sveitarstjórnirnar sem og minjastofnun ríkisins m.a. sem aldrei fékk sæti við borðið hjá umhverfisráðherra. Anna Dóra segir einnig að „stjórnun svæðisins og uppbygging innviða verði markvissari en ella“. Með þessu er sagt að vinna allra sem koma að rekstri hálendisins að öllu eða einhverju leyti, sé ómarkviss og engan vegin ásættanleg . Þess vegna þurfi þjóðgarður að eignast landið og taka við stjórn. Þrátt fyrir þennan endalausa áróður hefur aldrei verið bent á hvaða vankanta núverandi fyrirkomulags er verið að tala um. Hvar er þessi svokalla óreiða sem svo oft er talað um ? Ég ráðlegg fólki að fletta upp orðinu „samvinna“ og reyna að skilja hvað í því orði felst. Því samvinna er akkúrat það sem búið er að eiga sér stað hjá ríki, sveitarstjórnum og einkaaðilum með góðum árangri. Slíkt fyrirkomulag felur ekki í sér yfirráð bákns sem mun seilast enn lengra ofan í nú þegar slitna skattvasa þeirra okkar sem byggja þetta land og þjónar þeim eina tilgangi að fjölga ríkisstarfsmönnum. Nú þegar eru uppi áætlanir um þjóðgarð á sunnanverðum Vestfjörðum og þreifingar eru fyrir slíku á Breiðafirði. Hvar á þetta að enda ? Að stofnanavæða hálendið er óafturkræf aðgerð. Við búum á lifandi eldfjallaeyju þar sem náttúruöflin eru mjög svo lifandi. Þau lúta ekki stjórn okkar manna og munu aldrei gera sem betur fer. Hafa menn velt fyrir sér hvar við stæðum ef yfir okkur gengju náttúruhamfarir sem jafna myndu t.d. Nesjavallavirkjun og Hengilsvæðið við jörðu ? Hvar værum við stödd ef við hefðum ekki Sogið t.d. sem kemur úr Þingvallavatni ? Við þurfum sannarlega að vernda náttúru landsins fyrir öfgasjónarmiðum manna. Og ég met það til jafns hvort það teljast hægri- eða vinstri öfgar. Það er aldrei réttlætanlegt að mæta öfgum með öfgum. Það skaðar eingöngu möguleika komandi kynslóða sem taka eiga við og þannig vinnubrögð snúast ævinlega þegar öllu er á botninn hvolft um völd. Höfundur rekur ferðaþjónustu á barmi Ásbyrgis á norðausturlandi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun