Hafa fundið út hvar flugvélin hrapaði Sylvía Hall skrifar 10. janúar 2021 08:22 Brak sem talið er vera úr vélinni fannst í aðgerðum leitarhóps í gær. Getty/DImas Ardian Yfirvöld í Indonesíu segjast hafa fundið hvar vél Sriwijaya Air hrapaði. Vélin, flug SJ182, var á leið frá höfuðborginni Jakarta til borgarinnar Pontianak í gær þegar hún hvarf af ratsjám um það bil fjórum mínútum eftir flugtak. Alls voru 62 um borð í vélinni, tólf áhafnarmeðlimir og fimmtíu farþegar. Þar á meðal voru sjö börn og þrjú ungabörn samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins, en allir um borð voru frá Indonesíu. Um Boeing 737-500 vél var að ræða, 26 ára gamla og í góðu standi samkvæmt forsvarsmönnum flugfélagsins. Flugtaki hafði verið seinkað um hálftíma í gær vegna mikillar rigningar. Neyðarmiðstöð var opnuð á Soekarno-Hatta flugvellinum í Cengkareng, nærri Jakarta, vegna slyssins.Getty/DImas Ardian Yfirmaður leitaraðgerða segir nú þegar hafa tekist að greina tvö merki, sem gætu verið svarti kassi flugvélarinnar. Svarti kassinn hefur meðal annars að geyma raddupptökur flugmannanna og ætti að geta varpað nánara ljósi á hvað gerðist. Fleiri en tíu skip hafa verið send á staðinn sem rannsakendur telja vélina hafa hrapað ásamt köfurum úr sjóhernum. Þá er verið að rannsaka brak sem fannst sem talið er vera af flugvélinni, en nú þegar hefur fundist hjól og brak sem talið er vera úr bol flugvélarinnar. Þá hafa fundist tvær töskur samkvæmt talsmanni lögreglunnar í Jakarta, önnur innihélt eigur farþega en hin innihélt líkamshluta. Verið er að bera kennsl á það sem fannst í töskunum. Ættingjar og ástvinir biðu fregna á flugvellinum í gær.Getty/DImas Ardian Áætlaður slysstaður er um tuttugu kílómetra norður af Jakarta, ekki langt frá þeim stað sem vél Lion Air fórst í október með þeim afleiðingum að allir 189 um borð létust. Veiðimaður sem var við veiðar, nærri þeim stað sem talið er að flugvélin hafi hrapað, sagðist hafa heyrt sprengingu um það bil þrjátíu metra frá þeim í gær. Upphaflega taldi hann að um sprengju væri að ræða. „Við héldum að þetta væri sprengja eða sjávarskaft eftir að við sáum skvettuna eftir sprenginguna. Það var mikil rigning og veðurskilrði voru slæm. Það var erfitt að sjá almennilega,“ er haft eftir veiðimanninum á vef AP. „Við vorum í áfalli og sáum svo brakið með berum augum og bensínið sem flæddi í kringum bátinn okkar.“ Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Boeing 737 vél með sextíu farþega horfin: Telja sig hafa fundið brak úr vélinni Flugvél indónesíska flugfélagsins Sriwijaya Air, flug SJ182, hvarf af radar stuttu eftir flugtak frá Jakarta í morgun. Um er að ræða Boeing 737-500 vél en hún hafði lækkað flugið um tíu þúsund fet á tæpri mínútu áður en hún hvarf af radar. Flugvélin hvarf aðeins fjórum mínútum eftir að hún hófst á loft. 9. janúar 2021 11:28 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Alls voru 62 um borð í vélinni, tólf áhafnarmeðlimir og fimmtíu farþegar. Þar á meðal voru sjö börn og þrjú ungabörn samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins, en allir um borð voru frá Indonesíu. Um Boeing 737-500 vél var að ræða, 26 ára gamla og í góðu standi samkvæmt forsvarsmönnum flugfélagsins. Flugtaki hafði verið seinkað um hálftíma í gær vegna mikillar rigningar. Neyðarmiðstöð var opnuð á Soekarno-Hatta flugvellinum í Cengkareng, nærri Jakarta, vegna slyssins.Getty/DImas Ardian Yfirmaður leitaraðgerða segir nú þegar hafa tekist að greina tvö merki, sem gætu verið svarti kassi flugvélarinnar. Svarti kassinn hefur meðal annars að geyma raddupptökur flugmannanna og ætti að geta varpað nánara ljósi á hvað gerðist. Fleiri en tíu skip hafa verið send á staðinn sem rannsakendur telja vélina hafa hrapað ásamt köfurum úr sjóhernum. Þá er verið að rannsaka brak sem fannst sem talið er vera af flugvélinni, en nú þegar hefur fundist hjól og brak sem talið er vera úr bol flugvélarinnar. Þá hafa fundist tvær töskur samkvæmt talsmanni lögreglunnar í Jakarta, önnur innihélt eigur farþega en hin innihélt líkamshluta. Verið er að bera kennsl á það sem fannst í töskunum. Ættingjar og ástvinir biðu fregna á flugvellinum í gær.Getty/DImas Ardian Áætlaður slysstaður er um tuttugu kílómetra norður af Jakarta, ekki langt frá þeim stað sem vél Lion Air fórst í október með þeim afleiðingum að allir 189 um borð létust. Veiðimaður sem var við veiðar, nærri þeim stað sem talið er að flugvélin hafi hrapað, sagðist hafa heyrt sprengingu um það bil þrjátíu metra frá þeim í gær. Upphaflega taldi hann að um sprengju væri að ræða. „Við héldum að þetta væri sprengja eða sjávarskaft eftir að við sáum skvettuna eftir sprenginguna. Það var mikil rigning og veðurskilrði voru slæm. Það var erfitt að sjá almennilega,“ er haft eftir veiðimanninum á vef AP. „Við vorum í áfalli og sáum svo brakið með berum augum og bensínið sem flæddi í kringum bátinn okkar.“
Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Boeing 737 vél með sextíu farþega horfin: Telja sig hafa fundið brak úr vélinni Flugvél indónesíska flugfélagsins Sriwijaya Air, flug SJ182, hvarf af radar stuttu eftir flugtak frá Jakarta í morgun. Um er að ræða Boeing 737-500 vél en hún hafði lækkað flugið um tíu þúsund fet á tæpri mínútu áður en hún hvarf af radar. Flugvélin hvarf aðeins fjórum mínútum eftir að hún hófst á loft. 9. janúar 2021 11:28 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Boeing 737 vél með sextíu farþega horfin: Telja sig hafa fundið brak úr vélinni Flugvél indónesíska flugfélagsins Sriwijaya Air, flug SJ182, hvarf af radar stuttu eftir flugtak frá Jakarta í morgun. Um er að ræða Boeing 737-500 vél en hún hafði lækkað flugið um tíu þúsund fet á tæpri mínútu áður en hún hvarf af radar. Flugvélin hvarf aðeins fjórum mínútum eftir að hún hófst á loft. 9. janúar 2021 11:28