Fóru á leik Raptors og Pacers en horfðu á Lakers gegn Celtics Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2021 15:41 Anthony Davis sækir að Jayson Tatum í leik Los Angeles Lakers á móti Boston Celtics en til hliðar er Justin Shouse. Samsett mynd Kjartan Atli Kjartansson bauð upp á nýjung í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag á Vísi en þar fóru NBA þríburarnir svokölluðu yfir öll liðin í NBA-deildinni. „Það er sérstök viðhafnarútgáfa hjá okkur núna. Við ætlum að rýna í það sem hefur gerst til þessa, hvað hefur komið á óvart, hvað hefur ekki komið á óvart og svo framvegis. Við ætlum að reyna líka að spá fyrir um framtíðina og hvernig þetta muni allt þróast,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í upphafi þáttar en hann var ekki með Henry Birgi Gunnarsson eða Ríkharð Óskar Guðnason með sér í þessari sérstöku NBA-útgáfu af Sportinu í dag. „Ég kalla okkur NBA-þríburana því með mér í dag eru tvíburarnir Einir og Birkir Guðlaugssynir sem ólust upp með mér í Garbænum. Þeir vita allt um NBA-deildina og eru tvíburabræður en ekkert líkir,“ sagði Kjartan Atli. Þeir þrír halda heldur ekki með sama liðinu. Kjartan Atli heldur með Boston Celtics, Birkir heldur með Los Angeles Lakers og Einir á sér ekki lengur eitt uppáhaldslið þrátt fyrir að hafa verið mikill Chicago Bulls maður einu sinni. „Þegar þið farið að rífast um gömlu stórveldin þá ætla ég að vera Sameinuðu þjóðirnar,“ sagði Einir Guðlaugsson léttur. „Við ætlum að gera þetta þannig að við ætlum að fara yfir hvert einasta lið í NBA-deildinni, hvar það stendur og hvað sé að koma þeim á óvart. Við ætlum að bera árangur liðanna núna saman við það sem Las Vegas veðbankarnir bjuggust við,“ sagði Kjartan Atli um innihald þáttarins í dag en hann má finna allan hér fyrir neðan. Kjartan Atli sagði líka frá því frá því í hlaðvarpinu Sportið í dag að hann og Justin Shouse hafi farið saman á leik Toroto Raptors og Indiana Pacers á síðustu leiktíð, en þó hafi félagarnir horft á annan NBA-leik í sjónvarpi á bar inni í höllinni í Toronto. Kjartan Atli er mikill stuðningsmaður Boston Celtics og Justin Shouse er annálaður Los Angeles Lakers-maður. Leikur stórveldanna gömlu var að klárast á meðan leikur Toronto og Indiana var í gangi. Kjartan og Justin völdu að klára frekar á leik sinna liða en að horfa á leikinn sem þeir borguðu sig inn á. „Við náðum leik á síðustu leiktíð, í Tornto, tveim vikum áður en NBA var lokað [vegna Kórónuveirufaraldursins],“ útskýri Kjartan Atli og hélt áfram: „Við sátum, við Shouse, á bar inni í höllinni. Það var NBA-leikur í gangi í höllinni en við þurftum að klára leikinn,“ útskýrði Kjartan hlæjandi. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Sportið í dag Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
„Það er sérstök viðhafnarútgáfa hjá okkur núna. Við ætlum að rýna í það sem hefur gerst til þessa, hvað hefur komið á óvart, hvað hefur ekki komið á óvart og svo framvegis. Við ætlum að reyna líka að spá fyrir um framtíðina og hvernig þetta muni allt þróast,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í upphafi þáttar en hann var ekki með Henry Birgi Gunnarsson eða Ríkharð Óskar Guðnason með sér í þessari sérstöku NBA-útgáfu af Sportinu í dag. „Ég kalla okkur NBA-þríburana því með mér í dag eru tvíburarnir Einir og Birkir Guðlaugssynir sem ólust upp með mér í Garbænum. Þeir vita allt um NBA-deildina og eru tvíburabræður en ekkert líkir,“ sagði Kjartan Atli. Þeir þrír halda heldur ekki með sama liðinu. Kjartan Atli heldur með Boston Celtics, Birkir heldur með Los Angeles Lakers og Einir á sér ekki lengur eitt uppáhaldslið þrátt fyrir að hafa verið mikill Chicago Bulls maður einu sinni. „Þegar þið farið að rífast um gömlu stórveldin þá ætla ég að vera Sameinuðu þjóðirnar,“ sagði Einir Guðlaugsson léttur. „Við ætlum að gera þetta þannig að við ætlum að fara yfir hvert einasta lið í NBA-deildinni, hvar það stendur og hvað sé að koma þeim á óvart. Við ætlum að bera árangur liðanna núna saman við það sem Las Vegas veðbankarnir bjuggust við,“ sagði Kjartan Atli um innihald þáttarins í dag en hann má finna allan hér fyrir neðan. Kjartan Atli sagði líka frá því frá því í hlaðvarpinu Sportið í dag að hann og Justin Shouse hafi farið saman á leik Toroto Raptors og Indiana Pacers á síðustu leiktíð, en þó hafi félagarnir horft á annan NBA-leik í sjónvarpi á bar inni í höllinni í Toronto. Kjartan Atli er mikill stuðningsmaður Boston Celtics og Justin Shouse er annálaður Los Angeles Lakers-maður. Leikur stórveldanna gömlu var að klárast á meðan leikur Toronto og Indiana var í gangi. Kjartan og Justin völdu að klára frekar á leik sinna liða en að horfa á leikinn sem þeir borguðu sig inn á. „Við náðum leik á síðustu leiktíð, í Tornto, tveim vikum áður en NBA var lokað [vegna Kórónuveirufaraldursins],“ útskýri Kjartan Atli og hélt áfram: „Við sátum, við Shouse, á bar inni í höllinni. Það var NBA-leikur í gangi í höllinni en við þurftum að klára leikinn,“ útskýrði Kjartan hlæjandi. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Sportið í dag Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum