Eyþóra tilbúin að fórna ÓL vegna framgöngu fimleikasambandsins Sindri Sverrisson skrifar 8. janúar 2021 12:30 Eyþóra Elísabet Þórsdóttir hefur engan áhuga á að skipta um þjálfara rétt fyrir ÓL í Tókýó. Getty/ Mateusz Slodkowski Ólympíufarinn Eyþóra Þórsdóttir stendur í stappi við hollenska fimleikasambandið sem vill losa sig við þjálfarann Patrick Kiens. Hún er tilbúin að fórna Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar breyti sambandið ekki afstöðu sinni. Eyþóra er 22 ára gömul, á íslenska foreldra og talar ágæta íslensku, en hefur alltaf búið í Hollandi. Hún var í hollenska landsliðinu sem varð í 7. sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2016, þar sem hún varð svo sjálf í 9. sæti í fjölþrautarkeppninni sem Simone Biles vann með glæsibrag. Mikill titringur hefur verið í hollenskum fimleikum frá því síðasta sumar. Eftir ásakanir fyrrverandi landsliðskvenna um ofbeldi og aðra ólíðandi hegðun þjálfara á vegum hollenska fimleikasambandsins í gegnum árin, ákvað sambandið að hefja rannsókn. Fimm landsliðsþjálfarar, þar á meðal Kiens, voru beðnir um að stíga til hliðar á meðan á rannsókn stæði, þrátt fyrir mótmæli Eyþóru og annarra núverandi landsliðskvenna. Þær sögðust hafa samúð með þeim sem hefðu neikvæða reynslu af því að hafa æft fimleika en að sá veruleiki sem lýst hefði verið, þar sem líkamlegar og andlegar refsingar væru hluti af þjálfun, tilheyrði fortíðinni. Slíkt væri ekki eitthvað sem þær hefðu upplifað í sinni þjálfun. Ótækt að skipta um þjálfara hálfu ári fyrir leikana Kiens neitaði að stíga til hliðar. Fimleikasambandið ákvað svo að hefja landsliðsæfingar að nýju en að óháður aðili myndi fylgjast með æfingum, sem fram færu í Nijmegen. Eyþóra og Kiens tóku í fyrstu þátt en ákváðu svo að færa sig heim til Hoofddorp. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir var í hópi bestu fimleikakvenna heims á Ólympíuleikunum í Ríó 2016.Getty/Lars Baron „Ég get ekki gefið liðinu mínu allt ef að mér líður ekki vel. Ég vildi aldrei búa hjá fósturfjölskyldu. Ég vil halda áfram með Patrick, annars ekki. Ég fórna svo miklum tíma í þetta. Við Patrick erum lið. Að einhver skipti um þjálfara sex mánuðum fyrir Ólympíuleikana… það virkar ekki þannig,“ segir Eyþóra við hollenska ríkismiðilinn NOS. Vonlítil varðandi viðræður við sambandið En það er einmitt það sem hollenska fimleikasambandið vill; að Kiens hætti. Kiens segir að rökin sem hann hafi fengið fyrir því séu að landsliðskonurnar njóti ekki jafnræðis hjá honum, hann sé ekki liðsmaður og sé erfiður í samskiptum. Kiens þvertekur fyrir þetta: „Ég hef alltaf hagað mínu starfi þannig að árangur hollenska landsliðsins sé í forgangi, þau tíu ár sem ég hef þjálfað það,“ segir Kiens. Eyþóra segist reiðubúinn að ræða áfram við hollenska fimleikasambandið. Í næstu viku ætti hún að mæta í nokkurra daga æfingabúðir. „Ef að mér finnst eitthvað óréttlátt þá berst ég gegn því. Ég geri mér grein fyrir því að það getur haft afleiðingar. Tókýó er áfram markmiðið mitt, skref fyrir skref. En ef ég á að vera hreinskilin þá efast ég um að nokkuð komi út úr viðræðum við sambandið,“ segir Eyþóra og bætir við að hún viti fullvel að hún gæti verið að fórna ferlinum með ákvörðun sinni. Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Holland Íslendingar erlendis Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Sjá meira
Eyþóra er 22 ára gömul, á íslenska foreldra og talar ágæta íslensku, en hefur alltaf búið í Hollandi. Hún var í hollenska landsliðinu sem varð í 7. sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2016, þar sem hún varð svo sjálf í 9. sæti í fjölþrautarkeppninni sem Simone Biles vann með glæsibrag. Mikill titringur hefur verið í hollenskum fimleikum frá því síðasta sumar. Eftir ásakanir fyrrverandi landsliðskvenna um ofbeldi og aðra ólíðandi hegðun þjálfara á vegum hollenska fimleikasambandsins í gegnum árin, ákvað sambandið að hefja rannsókn. Fimm landsliðsþjálfarar, þar á meðal Kiens, voru beðnir um að stíga til hliðar á meðan á rannsókn stæði, þrátt fyrir mótmæli Eyþóru og annarra núverandi landsliðskvenna. Þær sögðust hafa samúð með þeim sem hefðu neikvæða reynslu af því að hafa æft fimleika en að sá veruleiki sem lýst hefði verið, þar sem líkamlegar og andlegar refsingar væru hluti af þjálfun, tilheyrði fortíðinni. Slíkt væri ekki eitthvað sem þær hefðu upplifað í sinni þjálfun. Ótækt að skipta um þjálfara hálfu ári fyrir leikana Kiens neitaði að stíga til hliðar. Fimleikasambandið ákvað svo að hefja landsliðsæfingar að nýju en að óháður aðili myndi fylgjast með æfingum, sem fram færu í Nijmegen. Eyþóra og Kiens tóku í fyrstu þátt en ákváðu svo að færa sig heim til Hoofddorp. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir var í hópi bestu fimleikakvenna heims á Ólympíuleikunum í Ríó 2016.Getty/Lars Baron „Ég get ekki gefið liðinu mínu allt ef að mér líður ekki vel. Ég vildi aldrei búa hjá fósturfjölskyldu. Ég vil halda áfram með Patrick, annars ekki. Ég fórna svo miklum tíma í þetta. Við Patrick erum lið. Að einhver skipti um þjálfara sex mánuðum fyrir Ólympíuleikana… það virkar ekki þannig,“ segir Eyþóra við hollenska ríkismiðilinn NOS. Vonlítil varðandi viðræður við sambandið En það er einmitt það sem hollenska fimleikasambandið vill; að Kiens hætti. Kiens segir að rökin sem hann hafi fengið fyrir því séu að landsliðskonurnar njóti ekki jafnræðis hjá honum, hann sé ekki liðsmaður og sé erfiður í samskiptum. Kiens þvertekur fyrir þetta: „Ég hef alltaf hagað mínu starfi þannig að árangur hollenska landsliðsins sé í forgangi, þau tíu ár sem ég hef þjálfað það,“ segir Kiens. Eyþóra segist reiðubúinn að ræða áfram við hollenska fimleikasambandið. Í næstu viku ætti hún að mæta í nokkurra daga æfingabúðir. „Ef að mér finnst eitthvað óréttlátt þá berst ég gegn því. Ég geri mér grein fyrir því að það getur haft afleiðingar. Tókýó er áfram markmiðið mitt, skref fyrir skref. En ef ég á að vera hreinskilin þá efast ég um að nokkuð komi út úr viðræðum við sambandið,“ segir Eyþóra og bætir við að hún viti fullvel að hún gæti verið að fórna ferlinum með ákvörðun sinni.
Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Holland Íslendingar erlendis Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Sjá meira