„Það sem ég hélt að væri uppgjöf var í rauninni byrjunin á nýju lífi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2021 10:30 Dæja varð að skipta um föt í fataskápnum nokkrum sinnum. Dagbjört Margrét Pálsdóttir eða Dæja eins og hún er alltaf kölluð barðist lengi vel við aukakílóin. Hún er einstæð tveggja barna móðir og framkvæmdarstjóri hjá Þjóðskrá Íslands. Hún segir að leiðin að betri heilsu hafi verið löng og ströng en hún hefur létt sig um 65 kíló. „Ég var ekki í formi, aldrei ánægð og leið ekki vel. Ég hef gert margar mjög heiðarlegar tilraunir til þess að breyta um lífsstíl og það hefur stundum gengið vel en aldrei náð þeim árangri sem ég var sátt við,“ segir Dæja í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Svo er það þannig að árið 2017 í apríl fer ég til Tenerife og deginum áður er ég inni í mátunarklefa í einni verslun að reyna finna mér sundföt og það gekk ekki vel. Ég var orðin 122 kíló og ég er 162 sentímetrar á hæð. Ég flýg út og átti erfitt með að koma beltinu utan um mig og var alveg á mörkunum að þurfa framlengingu og það var ekki mikil gleði þennan dag á leiðinni til Tenerife,“ segir Dæja sem kveið þarna mjög fyrir ferðalaginu, að setja í flugsætið, spenna beltið og svo leggjast á bekkina ytra. Vonandi þekkir hann mig ekki „Ég fer á sólbekkinn fyrsta daginn í sundfötunum sem ég hafði fundið á mig og sé þá gamlan félaga sem hafði verið með mér í grunnskóla í fínu formi með konunni sinni. Ég man að ég hugsaði, guð ég vona að hann þekki mig ekki. Mig langar ekki að heilsa honum og mig langar ekki að neinn sjái mig svona. Mig langaði að enginn myndi þekkja mig þarna.“ Maðurinn þekkti Dæju vel og þau heilsuðust en á þessum tímapunkti gerðist eitthvað innra með henni. Hana langaði ekki að líða svona aftur og tilfinningin var eitthvað öðruvísi að þessu sinni. Hún hefur strax samband við lækni um hugsanlega magaermisaðgerð. Dæja hreyfir sig reglulega í dag. „Ég fæ tíma um leið og ég kem heim og fæ þar frábæra ráðgjöf og tek ákvörðun um að fara í aðgerðin,“ segir Dæja en hún hafði áður hugsað um þessa aðgerð en aldrei þorað enda um inngrip og ekki alveg hættulaust. „Það sem ég hélt að væri uppgjöf var í rauninni byrjunin á nýju lífi.“ Dæja vaknaði eftir aðgerðina og leið strax vel en þannig er það ekki hjá öllum en var í hennar tilfelli. Hún fékk áframhaldandi ráðgjöf varðandi hreyfingu og næringu og segist þarna hafa verið staðráðin í að gera þetta af fullum krafti. Sorglegt að hún fái í dag betra viðmót frá fólki „Núna í apríl eru komin fjögur ár og ég er búin að missa 65 kíló og mér hefur aldrei liðið betur,“ segir Dæja sem segist í dag geta gert hluti sem hún gat sjaldan gert. „Einhverjir svona hlutir eins og að fara inn á líkamsræktarstöð og tekið þátt í æfingum sem ég gat ekki gert hérna áður er auðvitað rosalega góð tilfinning. Ég get farið inn í búðir og keypt mér föt sem mig langar í.“ Hún segist fá betra viðmót frá öðru fólki í dag. „Það er auðvitað pínu sorglegt, útlitið á ekki að skipta öllu máli en það gerir það. Sjálfstraustið hefur aukist og ég er að stíga inn í hluti sem ég hef ekki þorað að gera áður.“ Dæja segir að veskið hafi fengið að finna fyrir breytingunni enda hafi hún þurft að skipta um fataskáp nokkrum sinnum. „Mér leið illa en ég var samt ekkert veik þannig og var alveg heilsuhraust. Það var samt stutt í það að eitthvað myndi fara gefa sig,“ segir Dæja en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Heilsa Ísland í dag Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
„Ég var ekki í formi, aldrei ánægð og leið ekki vel. Ég hef gert margar mjög heiðarlegar tilraunir til þess að breyta um lífsstíl og það hefur stundum gengið vel en aldrei náð þeim árangri sem ég var sátt við,“ segir Dæja í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Svo er það þannig að árið 2017 í apríl fer ég til Tenerife og deginum áður er ég inni í mátunarklefa í einni verslun að reyna finna mér sundföt og það gekk ekki vel. Ég var orðin 122 kíló og ég er 162 sentímetrar á hæð. Ég flýg út og átti erfitt með að koma beltinu utan um mig og var alveg á mörkunum að þurfa framlengingu og það var ekki mikil gleði þennan dag á leiðinni til Tenerife,“ segir Dæja sem kveið þarna mjög fyrir ferðalaginu, að setja í flugsætið, spenna beltið og svo leggjast á bekkina ytra. Vonandi þekkir hann mig ekki „Ég fer á sólbekkinn fyrsta daginn í sundfötunum sem ég hafði fundið á mig og sé þá gamlan félaga sem hafði verið með mér í grunnskóla í fínu formi með konunni sinni. Ég man að ég hugsaði, guð ég vona að hann þekki mig ekki. Mig langar ekki að heilsa honum og mig langar ekki að neinn sjái mig svona. Mig langaði að enginn myndi þekkja mig þarna.“ Maðurinn þekkti Dæju vel og þau heilsuðust en á þessum tímapunkti gerðist eitthvað innra með henni. Hana langaði ekki að líða svona aftur og tilfinningin var eitthvað öðruvísi að þessu sinni. Hún hefur strax samband við lækni um hugsanlega magaermisaðgerð. Dæja hreyfir sig reglulega í dag. „Ég fæ tíma um leið og ég kem heim og fæ þar frábæra ráðgjöf og tek ákvörðun um að fara í aðgerðin,“ segir Dæja en hún hafði áður hugsað um þessa aðgerð en aldrei þorað enda um inngrip og ekki alveg hættulaust. „Það sem ég hélt að væri uppgjöf var í rauninni byrjunin á nýju lífi.“ Dæja vaknaði eftir aðgerðina og leið strax vel en þannig er það ekki hjá öllum en var í hennar tilfelli. Hún fékk áframhaldandi ráðgjöf varðandi hreyfingu og næringu og segist þarna hafa verið staðráðin í að gera þetta af fullum krafti. Sorglegt að hún fái í dag betra viðmót frá fólki „Núna í apríl eru komin fjögur ár og ég er búin að missa 65 kíló og mér hefur aldrei liðið betur,“ segir Dæja sem segist í dag geta gert hluti sem hún gat sjaldan gert. „Einhverjir svona hlutir eins og að fara inn á líkamsræktarstöð og tekið þátt í æfingum sem ég gat ekki gert hérna áður er auðvitað rosalega góð tilfinning. Ég get farið inn í búðir og keypt mér föt sem mig langar í.“ Hún segist fá betra viðmót frá öðru fólki í dag. „Það er auðvitað pínu sorglegt, útlitið á ekki að skipta öllu máli en það gerir það. Sjálfstraustið hefur aukist og ég er að stíga inn í hluti sem ég hef ekki þorað að gera áður.“ Dæja segir að veskið hafi fengið að finna fyrir breytingunni enda hafi hún þurft að skipta um fataskáp nokkrum sinnum. „Mér leið illa en ég var samt ekkert veik þannig og var alveg heilsuhraust. Það var samt stutt í það að eitthvað myndi fara gefa sig,“ segir Dæja en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Heilsa Ísland í dag Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira