Kom á óvart að vera boðaður í bólusetningu Eiður Þór Árnason skrifar 6. janúar 2021 15:52 Búið er að gefa 5.000 einstaklingum fyrri skammtinn af bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 hér á landi. Vísir/Vilhelm Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Þeirra á meðal eru íbúar á sambýlum auk einstaklinga sem nýta sér dagdvöl fyrir aldraða eða notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Af forgangsröðun heilbrigðisráðherra við bólusetningu má ætla að bóluefni hafi ekki enn náð til þessa hóps en að mati heilsugæslunnar eru slík þjónustuúrræði í sumum tilvikum talin ígildi hjúkrunarheimilis. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna og framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að eftir bólusetningu heilbrigðisstarfsmanna og íbúa á hjúkrunarheimilum hafi hluti bóluefnisins sem heilsugæslan dreifði farið í önnur þrep á forgangslista. Ráðist af þjónustuþörf Fréttastofu barst ábending um að einstaklingur um tvítugt með Duchenne-vöðvarýrnun og búi í heimahúsi hefði verið bólusettur við Covid-19. Kom það viðkomandi á óvart að hann hafi verið boðaður í bólusetningu þar sem hann taldi það ekki vera í samræmi við forgangsröðun ráðherra. „Við bólusettum út um víðan völl en allt samkvæmt forgangslistum. Allt samkvæmt reglugerðinni,“ segir Sigríður Dóra í samtali við Vísi. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna og framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.VÍSIR Hún bætir við að þegar einstaklingar sem njóti NPA á eigin heimili hafi mikla þjónustuþörf geti það jafngilt hjúkrunarheimili. Þar líkt og í tilfelli sambýla og dagdvalar sé það svonefnd hjúkrunarþyngd sem ráði því hvar fólk er í forgansröðinni. „Við erum ekki að bólusetja út af greiningum heldur erum við að bólusetja eftir því hvað greiningin er að valda þér miklum sjúkdómi.“ Gátu ekki bólusett allar einingar Í tilfelli NPA-hópsins sé hann til dæmis afar mismunandi saman settur. Tveir einstaklingar geti verið með sama sjúkdóm, annar tiltölulega hraustur en hinn notist við öndunarvél. „Það fer eftir því hvað viðkomandi er með mikla þjónustu. Auðvitað var kannski misræmi því við gátum til dæmis ekki bólusett öll sambýli sem voru ígildi hjúkrunarheimila og við náðum ekki öllum dagdvölum,“ segir Sigríður Dóra. Ekki hafi verið nóg af bóluefni til að bólusetja alla þar og reynt hafi verið að dreifa bóluefninu um allt höfuðborgarsvæðið. Þá hafi verið reynt að bólusetja heilar einingar á sambýlum og sumar hafi því orðið út undan. „Þar kom örugglega upp eitthvað misræmi en við höfðum bara ekki meira bóluefni. Við reyndum að gæta sanngirni.“ Búið að breyta forgansröðun Sigríður segir að Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hafi bólusett um 2.200 manns fram að þessu. Um 1.600 manns voru íbúar á hjúkrunarheimilum og svo um 330 framlínustarfsmenn í heilsugæslunni. Aðallega voru það starfsmenn í opnum móttökum á stöðvum heilsugæslunnar og starfsmenn í heimahjúkrun. Flestir þeirra hafi einnig komið að sýnatökum undanfarna tíu mánuði. Fram kom á Vísi fyrr í dag að ákveðið hefði verið að gera breytingar á forgangsröðun í bólusetningu hér á landi. Fólk sem sinnir sjúkraflutningum og aðrir heilbrigðisstarfsmenn voru áður á undan eldra fólki í röðinni. Nú er ljóst að fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi og fær næstu bólusetningar. Ástæðan er hægagangur í komu bóluefnis til landsins. „Vegna þess að þegar það var ljóst að við myndum fá minna og að það gengi hægar að fá bóluefni en við kannski gerðum ráð fyrir í upphafi taldi ég mikilvægt að við myndum forgangsraða annars vegar heilbrigðisstarfsmönnum sem eru í aukinni áhættu við að fá Covid og að vinna með Covid-sjúklinga sérstaklega. Og hins vegar öldruðum, það er að segja einstaklingum sem eru eldri en sjötugt. Og það er ansi stór hópur,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Þeirra á meðal eru íbúar á sambýlum auk einstaklinga sem nýta sér dagdvöl fyrir aldraða eða notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Af forgangsröðun heilbrigðisráðherra við bólusetningu má ætla að bóluefni hafi ekki enn náð til þessa hóps en að mati heilsugæslunnar eru slík þjónustuúrræði í sumum tilvikum talin ígildi hjúkrunarheimilis. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna og framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að eftir bólusetningu heilbrigðisstarfsmanna og íbúa á hjúkrunarheimilum hafi hluti bóluefnisins sem heilsugæslan dreifði farið í önnur þrep á forgangslista. Ráðist af þjónustuþörf Fréttastofu barst ábending um að einstaklingur um tvítugt með Duchenne-vöðvarýrnun og búi í heimahúsi hefði verið bólusettur við Covid-19. Kom það viðkomandi á óvart að hann hafi verið boðaður í bólusetningu þar sem hann taldi það ekki vera í samræmi við forgangsröðun ráðherra. „Við bólusettum út um víðan völl en allt samkvæmt forgangslistum. Allt samkvæmt reglugerðinni,“ segir Sigríður Dóra í samtali við Vísi. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna og framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.VÍSIR Hún bætir við að þegar einstaklingar sem njóti NPA á eigin heimili hafi mikla þjónustuþörf geti það jafngilt hjúkrunarheimili. Þar líkt og í tilfelli sambýla og dagdvalar sé það svonefnd hjúkrunarþyngd sem ráði því hvar fólk er í forgansröðinni. „Við erum ekki að bólusetja út af greiningum heldur erum við að bólusetja eftir því hvað greiningin er að valda þér miklum sjúkdómi.“ Gátu ekki bólusett allar einingar Í tilfelli NPA-hópsins sé hann til dæmis afar mismunandi saman settur. Tveir einstaklingar geti verið með sama sjúkdóm, annar tiltölulega hraustur en hinn notist við öndunarvél. „Það fer eftir því hvað viðkomandi er með mikla þjónustu. Auðvitað var kannski misræmi því við gátum til dæmis ekki bólusett öll sambýli sem voru ígildi hjúkrunarheimila og við náðum ekki öllum dagdvölum,“ segir Sigríður Dóra. Ekki hafi verið nóg af bóluefni til að bólusetja alla þar og reynt hafi verið að dreifa bóluefninu um allt höfuðborgarsvæðið. Þá hafi verið reynt að bólusetja heilar einingar á sambýlum og sumar hafi því orðið út undan. „Þar kom örugglega upp eitthvað misræmi en við höfðum bara ekki meira bóluefni. Við reyndum að gæta sanngirni.“ Búið að breyta forgansröðun Sigríður segir að Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hafi bólusett um 2.200 manns fram að þessu. Um 1.600 manns voru íbúar á hjúkrunarheimilum og svo um 330 framlínustarfsmenn í heilsugæslunni. Aðallega voru það starfsmenn í opnum móttökum á stöðvum heilsugæslunnar og starfsmenn í heimahjúkrun. Flestir þeirra hafi einnig komið að sýnatökum undanfarna tíu mánuði. Fram kom á Vísi fyrr í dag að ákveðið hefði verið að gera breytingar á forgangsröðun í bólusetningu hér á landi. Fólk sem sinnir sjúkraflutningum og aðrir heilbrigðisstarfsmenn voru áður á undan eldra fólki í röðinni. Nú er ljóst að fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi og fær næstu bólusetningar. Ástæðan er hægagangur í komu bóluefnis til landsins. „Vegna þess að þegar það var ljóst að við myndum fá minna og að það gengi hægar að fá bóluefni en við kannski gerðum ráð fyrir í upphafi taldi ég mikilvægt að við myndum forgangsraða annars vegar heilbrigðisstarfsmönnum sem eru í aukinni áhættu við að fá Covid og að vinna með Covid-sjúklinga sérstaklega. Og hins vegar öldruðum, það er að segja einstaklingum sem eru eldri en sjötugt. Og það er ansi stór hópur,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira