Þrettándinn mikill fótboltadagur á Ítalíu og býður upp á fullt af leikjum í beinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2021 11:11 Cristiano Ronaldo og félagar í Juventus verða vinna AC Milan í kvöld ætli þeir sér að verða ítalskir meistarar í vor. Getty/Alberto Gandolfo Ítalir kveðja jólin í dag með mikilli fótboltaveislu en heil umferð fer fram í Seríu A í dag á sjálfum Þrettándanum. Fimm leikir í ítölsku deildinni verða í beinni útsendingu á sportstöðvunum í dag og það verður hægt að horfa á leiki í Seríu A frá hálf tólf til tíu í kvöld með smá hléum. Fjörið byrjar strax klukkan 11.30 með leik Cagliari og Benevento. Hinir leikirnir sem verða sýndir beint eru leikir Sampdoria og Internazionale Milan annars vegar og Bologna og Udinese hins vegar sem hefjast báðir klukkan 14.00, leikur Napoli og Spezia sem hefst klukkan 17.00 og loks stórleikur AC Milan og Juventus sem hefst klukkan 19.45. Þetta er sextánda umferð ítölsku deildarinnar en fyrsta umferðin á nýju ári var um síðustu helgi. AC Milan er á toppnum en bara með eins stigs forskot á nágranna sína í Internazionale. Það þýðir að Internazionale getur verið komið á toppinn þegar stórleikur AC Milan og Juventus hefst í kvöld. AC Milan liðið hefur enn ekki tapað deildarleik á tímabilinu (11 sigrar og 4 jafntefli) en Internazionale er bæði með fleiri mörk og betri markatölu. Þetta lítur út eins og einvígi á milli nágrannanna en sterk lið eins og Roma, Napoli og Juventus eru auðvitað ekki búin að segja sitt síðasta í titilbaráttunni. Juventus liðið er samt bara í fimmta sæti deildarinnar, tíu stigum á eftir toppliði AC Milan, en Cristiano Ronaldo og félagar eiga leik inni auk þess að geta nálgast AC Milan með sigri í leiknum í kvöld. Leikir í beinni úr Seríu A í dag: 11.30 Cagliari - Benevento [Útsending hefst klukkan 11.20 á Stöð 2 Sport 2] 14.00 Sampdoria - Inter Milan [Útsending hefst klukkan 13.50 á Stöð 2 Sport 2] 14.00 Bologna - Udinese [Útsending hefst klukkan 13.50 á Stöð 2 Sport 4] 17.00 Napoli - Spezia [Útsending hefst klukkan 16.50 á Stöð 2 Sport 2] 19.45 AC Milan - Juventus [Útsending hefst klukkan 19.35 á Stöð 2 Sport 3] Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Sport Fleiri fréttir Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Sjá meira
Fimm leikir í ítölsku deildinni verða í beinni útsendingu á sportstöðvunum í dag og það verður hægt að horfa á leiki í Seríu A frá hálf tólf til tíu í kvöld með smá hléum. Fjörið byrjar strax klukkan 11.30 með leik Cagliari og Benevento. Hinir leikirnir sem verða sýndir beint eru leikir Sampdoria og Internazionale Milan annars vegar og Bologna og Udinese hins vegar sem hefjast báðir klukkan 14.00, leikur Napoli og Spezia sem hefst klukkan 17.00 og loks stórleikur AC Milan og Juventus sem hefst klukkan 19.45. Þetta er sextánda umferð ítölsku deildarinnar en fyrsta umferðin á nýju ári var um síðustu helgi. AC Milan er á toppnum en bara með eins stigs forskot á nágranna sína í Internazionale. Það þýðir að Internazionale getur verið komið á toppinn þegar stórleikur AC Milan og Juventus hefst í kvöld. AC Milan liðið hefur enn ekki tapað deildarleik á tímabilinu (11 sigrar og 4 jafntefli) en Internazionale er bæði með fleiri mörk og betri markatölu. Þetta lítur út eins og einvígi á milli nágrannanna en sterk lið eins og Roma, Napoli og Juventus eru auðvitað ekki búin að segja sitt síðasta í titilbaráttunni. Juventus liðið er samt bara í fimmta sæti deildarinnar, tíu stigum á eftir toppliði AC Milan, en Cristiano Ronaldo og félagar eiga leik inni auk þess að geta nálgast AC Milan með sigri í leiknum í kvöld. Leikir í beinni úr Seríu A í dag: 11.30 Cagliari - Benevento [Útsending hefst klukkan 11.20 á Stöð 2 Sport 2] 14.00 Sampdoria - Inter Milan [Útsending hefst klukkan 13.50 á Stöð 2 Sport 2] 14.00 Bologna - Udinese [Útsending hefst klukkan 13.50 á Stöð 2 Sport 4] 17.00 Napoli - Spezia [Útsending hefst klukkan 16.50 á Stöð 2 Sport 2] 19.45 AC Milan - Juventus [Útsending hefst klukkan 19.35 á Stöð 2 Sport 3] Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Leikir í beinni úr Seríu A í dag: 11.30 Cagliari - Benevento [Útsending hefst klukkan 11.20 á Stöð 2 Sport 2] 14.00 Sampdoria - Inter Milan [Útsending hefst klukkan 13.50 á Stöð 2 Sport 2] 14.00 Bologna - Udinese [Útsending hefst klukkan 13.50 á Stöð 2 Sport 4] 17.00 Napoli - Spezia [Útsending hefst klukkan 16.50 á Stöð 2 Sport 2] 19.45 AC Milan - Juventus [Útsending hefst klukkan 19.35 á Stöð 2 Sport 3]
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Sport Fleiri fréttir Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Sjá meira