Á vefsíðu flugfélagsins má sjá mynd af sprautu og bóluefnaflösku og á meðal slagorða voru „Bókaðu sumar“, „Bóluefnin eru að koma“ og það síðasta, sem mætti þýða á íslensku sem: „Stunga og stokkið af stað“ (e. Jab & go).

Bólusetningar hófust í Bretlandi þann 8. desember síðastliðinn, en á sama tíma hefur smitum farið fjölgandi og tilkynnti Boris Johnson forsætisráðherra í gær að útgöngubann yrði í gildi fram í febrúar. Þá hefur nýtt afbrigði kórónuveirunnar einnig gert illt verra, en það er talið mun meira smitandi en önnur afbrigði.
Kvartanirnar telja hátt í tvö þúsund og hefur formleg rannsókn verið hafin samkvæmt CNN. Talsmaður stofnunarinnar segir að mörgum hafi þótt auglýsingaherferðin gefa til kynna að faraldrinum yrði lokið í vor og ferðatakmörkunum aflétt sömuleiðis, á sama tíma og staðan væri grafalvarleg í Bretlandi.