„Heilbrigðiskerfið ætti náttúrulega að heita sjúkdómakerfið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. janúar 2021 07:01 Evert hefur verið í heilsubransanum hér á landi í mörg ár og aðstoðað fólk við að koma sér í form. Evert Víglunds, stofnandi og eigandi Crossfit Reykjavík, hefur í áraraðir hjálpað Íslendingum að bæta heilsu sína og er með sterkar skoðanir þegar kemur að þeim hlutum. Evert er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. „Heilbrigðiskerfið ætti náttúrulega að heita sjúkdómakerfið. Það er meira réttnefni. 80 prósent af kostnaði heilbrigðiskerfisins er vegna lífsstílssjúkdóma. Það þyrfti að koma öllu sem snýr að heilsu og heilbrigði mun meira inn í menntakerfið. Þekkingin á líkamanum og hvernig hann virkar er orðin það mikil að við getum mjög oft auðveldlega gripið inn í áður en fólk verður veikt. En það sem verið er að gera núna er að grípa eingöngu inn í eftir að fólk er orðið veikt, sem fyrir mér er algjörlega brengluð leið. Ef fólk sinnir svefninum sínum, næringu og hreyfingu vel á það að vera algjör undantekning að fólk sé veikt, en það er bara alls ekki þannig því miður. Ég hef persónulega engan áhuga á því að lifa lengi og vera veikur síðustu áratugina. Við þurfum að breyta umræðunni þannig að þetta snúist ekki bara um að lengja lífaldur, heldur að bæta heilbrigði við árin sem við lifum.” Evert er á því að Covid tímabilið gæti gefið okkur tækifæri til þess að bæta heildarheilsu allra ef tekin væri ákvörðum um það. Langar alla að vera heilbrigðir „Nú eru allir í heiminum með grímur og að spritta hendurnar. Af hverju getum við ekki sagt öllum í heiminum að hreyfa sig, borða hollan mat og hugsa um svefninn? Það hefur sýnt sig í nánast öllum löndum heims að fólk virðist hlýða fyrirmælum. Það væri hægt að setja tilmæli til heilbrigðisráðherra um að skylda fólk til að sinna heilsu sinni. Við eigum enn eftir að sjá afleiðingarnar af því hvernig lífsstíll fólks hefur versnað. Fólk er meira inni, það hefur aldrei selst meira af áfengi og að meðaltali er óholl matvara á leiðinni upp í sölu. Það væri hægt að setja upp hóp sem myndi skila minnisblaði um heilsu, sem ríkisstjórnin myndi síðan fara yfir og samþykkja eftir því sem við ætti. Það langar alla að vera heilbrigðir.“ Evert átti eins og aðrir eigendur líkamsræktarstöðva vægast sagt skrýtið ár í fyrra. „Rekstarlega séð er mitt fyrirtæki á góðum stað. Við höfum verið skynsöm og ef ég ætti að kenna einhverjum eitthvað sem er að fara í rekstur, væri það að byrja smátt og leyfa rekstrinum að vaxa. Frekar en að taka einhver bankalán og fara fram úr sér. En auðvitað er erfitt þegar lokað er bara á stærsta hlutann af tekjunum. Það renna að jafnaði 800 manns í gegnum stöðina á hverjum degi og nú er það bara ekki neitt. Svo komu líka gífurlega margir túristar í stöðina sem keyptu vörur og þjónustu. Það sagði mér einhvern tíma leigubílstjóri að Crossfit Reykjavík væri næstvinsælasti staðurinn fyrir túrista í borginni á eftir Hallgrímskirkju. Það var yfirleitt fullt hús af útlendingum og biðraðir í tíma hjá erlendu fólki. Það vita allir í Crossfit-heiminum af stöðinni. Ég held að það sé út af Annie Mist, sem er klárlega fyrsta ofurstjarnan í íþróttinni í heiminum.” Þáttinn í heild má sjá hér að neðan: Podcast með Sölva Tryggva CrossFit Mest lesið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
„Heilbrigðiskerfið ætti náttúrulega að heita sjúkdómakerfið. Það er meira réttnefni. 80 prósent af kostnaði heilbrigðiskerfisins er vegna lífsstílssjúkdóma. Það þyrfti að koma öllu sem snýr að heilsu og heilbrigði mun meira inn í menntakerfið. Þekkingin á líkamanum og hvernig hann virkar er orðin það mikil að við getum mjög oft auðveldlega gripið inn í áður en fólk verður veikt. En það sem verið er að gera núna er að grípa eingöngu inn í eftir að fólk er orðið veikt, sem fyrir mér er algjörlega brengluð leið. Ef fólk sinnir svefninum sínum, næringu og hreyfingu vel á það að vera algjör undantekning að fólk sé veikt, en það er bara alls ekki þannig því miður. Ég hef persónulega engan áhuga á því að lifa lengi og vera veikur síðustu áratugina. Við þurfum að breyta umræðunni þannig að þetta snúist ekki bara um að lengja lífaldur, heldur að bæta heilbrigði við árin sem við lifum.” Evert er á því að Covid tímabilið gæti gefið okkur tækifæri til þess að bæta heildarheilsu allra ef tekin væri ákvörðum um það. Langar alla að vera heilbrigðir „Nú eru allir í heiminum með grímur og að spritta hendurnar. Af hverju getum við ekki sagt öllum í heiminum að hreyfa sig, borða hollan mat og hugsa um svefninn? Það hefur sýnt sig í nánast öllum löndum heims að fólk virðist hlýða fyrirmælum. Það væri hægt að setja tilmæli til heilbrigðisráðherra um að skylda fólk til að sinna heilsu sinni. Við eigum enn eftir að sjá afleiðingarnar af því hvernig lífsstíll fólks hefur versnað. Fólk er meira inni, það hefur aldrei selst meira af áfengi og að meðaltali er óholl matvara á leiðinni upp í sölu. Það væri hægt að setja upp hóp sem myndi skila minnisblaði um heilsu, sem ríkisstjórnin myndi síðan fara yfir og samþykkja eftir því sem við ætti. Það langar alla að vera heilbrigðir.“ Evert átti eins og aðrir eigendur líkamsræktarstöðva vægast sagt skrýtið ár í fyrra. „Rekstarlega séð er mitt fyrirtæki á góðum stað. Við höfum verið skynsöm og ef ég ætti að kenna einhverjum eitthvað sem er að fara í rekstur, væri það að byrja smátt og leyfa rekstrinum að vaxa. Frekar en að taka einhver bankalán og fara fram úr sér. En auðvitað er erfitt þegar lokað er bara á stærsta hlutann af tekjunum. Það renna að jafnaði 800 manns í gegnum stöðina á hverjum degi og nú er það bara ekki neitt. Svo komu líka gífurlega margir túristar í stöðina sem keyptu vörur og þjónustu. Það sagði mér einhvern tíma leigubílstjóri að Crossfit Reykjavík væri næstvinsælasti staðurinn fyrir túrista í borginni á eftir Hallgrímskirkju. Það var yfirleitt fullt hús af útlendingum og biðraðir í tíma hjá erlendu fólki. Það vita allir í Crossfit-heiminum af stöðinni. Ég held að það sé út af Annie Mist, sem er klárlega fyrsta ofurstjarnan í íþróttinni í heiminum.” Þáttinn í heild má sjá hér að neðan:
Podcast með Sölva Tryggva CrossFit Mest lesið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“