Fram undan 2021: Nýr Bandaríkjaforseti, EM, Ólympíuleikar og lok kanslaratíðar Angelu Merkel Atli Ísleifsson skrifar 6. janúar 2021 07:01 Strax í janúarmánuði mun Joe Biden taka við embætti Bandaríkjaforseta. Vísir Nýr maður tekur við embætti Bandaríkjaforseta og kanslaratíð Angelu Merkel líður undir lok. Fleiri fréttir verða að sjálfsögðu sagðar af heimsfaraldrinum og þróun og dreifingu bóluefna. Þingkosningar fara fram í Noregi og aðrar tilraunir verða gerðar til að halda Eurovision, Ólympíuleika og EM í fótbolta á tímum kórónuveirunnar. Reikna má með að þessi mál og fleiri verði áberandi í fréttum á árinu sem nú er nýhafið þó að ýmislegt fleira muni að sjálfsögðu einnig bera á góma. Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem verður á dagskrá á erlendum vettvangi á árinu 2021 sem er nú gengið í garð. Vart þarf að taka fram að listinn er á engan hátt tæmandi. Sömuleiðis er rétt að minnast á að heimsfaraldur kórónuveirunnar umturnaði flestu því sem búið var að skipuleggja á nýliðnu ári og því rétt taka flestu með einhverjum fyrirvara. Tímasetningar gætu þannig breyst, viðburðir verið felldir niður eða farið fram með breyttu sniði. Hver veit? Joe Biden tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar.Getty Janúar Lyfjastofnun Evrópu tekur ákvörðun um hvort að veita skuli bóluefni Moderna markaðsleyfi í Evrópu á fundi á morgun, 6. janúar. Tæknisýningin CES 2021 fer fram í netheimum dagana 11. til 14. janúar. Heimsmeistaramót karla í handbolta hefst í Egyptalandi þann 13. janúar og stendur til 31. janúar. Íslendingar eru meðal þátttökuþjóða og eru með Portúgölum, Alsíringum og Marokkómönnum í riðli. Joe Biden mun taka við embætti Bandaríkjaforseta af Donald Trump. Biden sver embættiseið í Washington DC þann 20. janúar. Forsetakosningar fara fram í Portúgal þann 24. janúar. Febrúar Ofurskálin (Super Bowl) fer fram þann 7. febrúar í Tampa í Flórída. Tónlistarmaðurinn The Weeknd mun halda uppi fjörinu í hálfleik. Golden Globe verðlaunahátíðin fer fram þann 28. febrúar. Mark Rutte er forsætisráðherra Hollands, en þingkosningar fara fram í landinu í mars.Getty Mars Þingkosningar fara fram í Hollandi þann 17. mars. Þingkosningar fara fram í Ísrael þann 23. mars. Kosningarnar eru þær fjórðu í landinu á tveimur árum. Apríl Raul Castro mun láta af embætti formanns Kommúnistaflokksins á Kúbu í apríl. Samfelld valdatíð bræðranna Fídels og Rauls Castro í Kommúnistaflokknum tekur því enda. Óskarsverðlaunahátíðin fer fram í Los Angeles þann 25. apríl. Hátíðin er sú 93. í röðinni. Daði Freyr og Gagnamagnið í Eurovision. Taka tvö í maí. Maí Sveitarstjórnarkosningar fara fram víða í Bretlandi 6. maí. Meðal annars verður kosið um borgarstjóra í London og fulltrúa á velska og skoska þingsins. Eurovision fer fram í Rotterdam í Hollandi dagana 18. til 22. maí. Daði Freyr verður fulltrúi okkar Íslendinga. Tunglmyrkvi verður sjáanlegur víða í Asíu, Eyjaálfu, Norður og Suður-Ameríku 26. maí. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á Atatürk-vellinum í Istanbúl þann 29. maí. Júní Hring- og deildarmyrkvi á sólu 10. júní, sýnilegur í Norður-Ameríku og austast í Rússlandi. Evrópumótið í fótbolta, sem átti að fara fram síðasta sumar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins, fer fram víða í álfunni, dagana 11. júní til 11. júlí. Opnunarleikurinn verður leikur Tyrklands og Ítalíu og mun að óbreyttu verða spilaður í Róm. Forsetakosningar fara fram í Ísrael þann 18. júní. Forsetakosningar fara fram í Íran þann 18. júní. Ólympíuleikarnir í Tókýó verða settir 23. dag júlímánaðar. Getty Júlí Þingkosningar fara fram í Mexíkó 6. júlí. Ólympíuleikarnir í Tókýó, sem áttu að fara fram síðasta sumar, verða settir 23. júlí og standa til 8. ágúst. Ágúst Paralympics, Ólympíuleikar fatlaðra, fara fram dagana 24. ágúst til 5. september í Tókýó. Angela Merkel tók við embætti kanslara í Þýskalandi árið 2005.Getty September Þingkosningar fara fram í Noregi 13. september. Þingkosningar fara fram í Rússlandi 19. september. Þingkosningar fara fram á Íslandi 25. september. Þingkosningar fara fram í Þýskalandi 26. september. Rúmlega fimmtán ára valdatíð Angelu Merkel Þýskalandskanslara mun þar með ljúka þegar búið er að mynda nýja ríkisstjón, en hún lýsti því yfir á þarsíðasta ári að þetta yrði hennar síðasta kjörtímabil sem kanslari. Október Heimssýniningin í Dúbaí, sem átti upphaflega að fara fram á síðasta ári, verður sett 1. október. Þingkosningar fara fram í Japan 22. október. Nóvember Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fer fram í Glasgow í Skotlandi dagana 1. til 12. nóvember. Desember Heimsmeistaramót kvenna í handbolta fer fram á Spáni, dagana 2. til 19. desember. Aðfangadagur jóla, 24. desember verður á föstudegi að þessu sinni. Fréttir ársins 2020 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Reikna má með að þessi mál og fleiri verði áberandi í fréttum á árinu sem nú er nýhafið þó að ýmislegt fleira muni að sjálfsögðu einnig bera á góma. Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem verður á dagskrá á erlendum vettvangi á árinu 2021 sem er nú gengið í garð. Vart þarf að taka fram að listinn er á engan hátt tæmandi. Sömuleiðis er rétt að minnast á að heimsfaraldur kórónuveirunnar umturnaði flestu því sem búið var að skipuleggja á nýliðnu ári og því rétt taka flestu með einhverjum fyrirvara. Tímasetningar gætu þannig breyst, viðburðir verið felldir niður eða farið fram með breyttu sniði. Hver veit? Joe Biden tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar.Getty Janúar Lyfjastofnun Evrópu tekur ákvörðun um hvort að veita skuli bóluefni Moderna markaðsleyfi í Evrópu á fundi á morgun, 6. janúar. Tæknisýningin CES 2021 fer fram í netheimum dagana 11. til 14. janúar. Heimsmeistaramót karla í handbolta hefst í Egyptalandi þann 13. janúar og stendur til 31. janúar. Íslendingar eru meðal þátttökuþjóða og eru með Portúgölum, Alsíringum og Marokkómönnum í riðli. Joe Biden mun taka við embætti Bandaríkjaforseta af Donald Trump. Biden sver embættiseið í Washington DC þann 20. janúar. Forsetakosningar fara fram í Portúgal þann 24. janúar. Febrúar Ofurskálin (Super Bowl) fer fram þann 7. febrúar í Tampa í Flórída. Tónlistarmaðurinn The Weeknd mun halda uppi fjörinu í hálfleik. Golden Globe verðlaunahátíðin fer fram þann 28. febrúar. Mark Rutte er forsætisráðherra Hollands, en þingkosningar fara fram í landinu í mars.Getty Mars Þingkosningar fara fram í Hollandi þann 17. mars. Þingkosningar fara fram í Ísrael þann 23. mars. Kosningarnar eru þær fjórðu í landinu á tveimur árum. Apríl Raul Castro mun láta af embætti formanns Kommúnistaflokksins á Kúbu í apríl. Samfelld valdatíð bræðranna Fídels og Rauls Castro í Kommúnistaflokknum tekur því enda. Óskarsverðlaunahátíðin fer fram í Los Angeles þann 25. apríl. Hátíðin er sú 93. í röðinni. Daði Freyr og Gagnamagnið í Eurovision. Taka tvö í maí. Maí Sveitarstjórnarkosningar fara fram víða í Bretlandi 6. maí. Meðal annars verður kosið um borgarstjóra í London og fulltrúa á velska og skoska þingsins. Eurovision fer fram í Rotterdam í Hollandi dagana 18. til 22. maí. Daði Freyr verður fulltrúi okkar Íslendinga. Tunglmyrkvi verður sjáanlegur víða í Asíu, Eyjaálfu, Norður og Suður-Ameríku 26. maí. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á Atatürk-vellinum í Istanbúl þann 29. maí. Júní Hring- og deildarmyrkvi á sólu 10. júní, sýnilegur í Norður-Ameríku og austast í Rússlandi. Evrópumótið í fótbolta, sem átti að fara fram síðasta sumar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins, fer fram víða í álfunni, dagana 11. júní til 11. júlí. Opnunarleikurinn verður leikur Tyrklands og Ítalíu og mun að óbreyttu verða spilaður í Róm. Forsetakosningar fara fram í Ísrael þann 18. júní. Forsetakosningar fara fram í Íran þann 18. júní. Ólympíuleikarnir í Tókýó verða settir 23. dag júlímánaðar. Getty Júlí Þingkosningar fara fram í Mexíkó 6. júlí. Ólympíuleikarnir í Tókýó, sem áttu að fara fram síðasta sumar, verða settir 23. júlí og standa til 8. ágúst. Ágúst Paralympics, Ólympíuleikar fatlaðra, fara fram dagana 24. ágúst til 5. september í Tókýó. Angela Merkel tók við embætti kanslara í Þýskalandi árið 2005.Getty September Þingkosningar fara fram í Noregi 13. september. Þingkosningar fara fram í Rússlandi 19. september. Þingkosningar fara fram á Íslandi 25. september. Þingkosningar fara fram í Þýskalandi 26. september. Rúmlega fimmtán ára valdatíð Angelu Merkel Þýskalandskanslara mun þar með ljúka þegar búið er að mynda nýja ríkisstjón, en hún lýsti því yfir á þarsíðasta ári að þetta yrði hennar síðasta kjörtímabil sem kanslari. Október Heimssýniningin í Dúbaí, sem átti upphaflega að fara fram á síðasta ári, verður sett 1. október. Þingkosningar fara fram í Japan 22. október. Nóvember Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fer fram í Glasgow í Skotlandi dagana 1. til 12. nóvember. Desember Heimsmeistaramót kvenna í handbolta fer fram á Spáni, dagana 2. til 19. desember. Aðfangadagur jóla, 24. desember verður á föstudegi að þessu sinni.
Fréttir ársins 2020 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira