Segir sérþekkingu lífeindafræðinga kastað fyrir róða Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. janúar 2021 21:01 Lífeindafræðingar sem störfuðu hjá Krabbameinsfélagi Íslands við að greina leghálssýni hafa orðið fyrir miklu höggi og sérþekkingu þeirra kastað fyrir róða. Þetta segir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins um þá ákvörðun að flytja sýnagreiningu úr landi. Um áramótin færðist skimun vegna leghálskrabbameins frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar. Sýnin verða send til greiningar tímabundið erlendis að því er fram kom í máli heilbrigðisráðherra á dögunum. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvar sýnin verði rannsökuð eftir að tímabundinn samningur rennur út. Leitarstöð KÍ er nú hætt störfum og starfsfólkinu hefur verið sagt upp, meðal annars sex lífeindafræðingum sem höfðu sérfræðiþekkingu í greiningum á leghálssýnum. Framkvæmdastjóri KÍ segir að mikil áhersla hafi verið lögð á að passað yrði upp á sérþekkinguna meðal þeirra sem komu að þessum skipulagsbreytingum. „Þetta er auðvitað högg þegar það er búið að tala um að það eigi að passa upp á sérþekkinguna þeirra að henni sé kastað fyrir róða,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins og bætir við að nú hverfi lífeindafræðingarnir væntanlega til annarra starfa. „Og þá verður það of seint. Þá er þekkingin einfaldlega farin,“ segir hún en sem fyrr segir hefur ráðherra sagt þessa ráðstöfun vera tímabundna. Þannig glatist mikilvæg þekking við að sýnagreiningin sé flutt úr landi. „Ég hef miklar áhyggjur af þessu. Að kasta þarna sérþekkingu út um gluggan, sem hefur verið að byggjast upp í langan tíma. Hún er ekki til annars staðar á landinu heldur en hjá þessum tilteknu starfsmönnum og það þýðir auðvitað að við verðum upp á aðrar þjóðir komin varðandi þessar rannsóknir,“ segir Halla. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Um áramótin færðist skimun vegna leghálskrabbameins frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar. Sýnin verða send til greiningar tímabundið erlendis að því er fram kom í máli heilbrigðisráðherra á dögunum. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvar sýnin verði rannsökuð eftir að tímabundinn samningur rennur út. Leitarstöð KÍ er nú hætt störfum og starfsfólkinu hefur verið sagt upp, meðal annars sex lífeindafræðingum sem höfðu sérfræðiþekkingu í greiningum á leghálssýnum. Framkvæmdastjóri KÍ segir að mikil áhersla hafi verið lögð á að passað yrði upp á sérþekkinguna meðal þeirra sem komu að þessum skipulagsbreytingum. „Þetta er auðvitað högg þegar það er búið að tala um að það eigi að passa upp á sérþekkinguna þeirra að henni sé kastað fyrir róða,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins og bætir við að nú hverfi lífeindafræðingarnir væntanlega til annarra starfa. „Og þá verður það of seint. Þá er þekkingin einfaldlega farin,“ segir hún en sem fyrr segir hefur ráðherra sagt þessa ráðstöfun vera tímabundna. Þannig glatist mikilvæg þekking við að sýnagreiningin sé flutt úr landi. „Ég hef miklar áhyggjur af þessu. Að kasta þarna sérþekkingu út um gluggan, sem hefur verið að byggjast upp í langan tíma. Hún er ekki til annars staðar á landinu heldur en hjá þessum tilteknu starfsmönnum og það þýðir auðvitað að við verðum upp á aðrar þjóðir komin varðandi þessar rannsóknir,“ segir Halla.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira