Einn ríkasti maður Kína hefur ekki sést í tvo mánuði Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2021 15:50 Auðæfi Jack Ma hafa skroppið verulega saman á undanförnum mánuðum en hann hefur ekki sést opinberlega frá því í lok október. AP/Firdia Lisnawati Auðjöfurinn kínverski, Jack Ma, sem stofnaði meðal annars stórfyrirtækið Alibaba, hefur ekki sést opinberlega í rúma tvo mánuði. Fjarvera hans í afrískum sjónvarpsþáttum, sem hann stendur á bak við, og það að hann hafi ekki sést svo lengi á meðan fyrirtæki hans eru undir miklum þrýstingi hefur leitt til vangaveltna um hvar Ma sé staddur. Ma sást síðasta opinberlega í lok október þegar hann var staddur á ráðstefnu í Sjanghæ. Þar gagnrýndi hann reglukerfi Kína harðlega og leiddi það til deilna við embættismenn. Skömmu seinna var áætlað að skrá félag hans, fjármálafyrirtækið Ant Group, á markað og halda fyrsta útboð verðbréfa, en yfirvöld í Kína stöðvuðu það. Áður hafði útboðið þó verið heimilað. Talsmaður Alibaba sagði Reuters fréttaveitunni að Ma hefði ekki tekið þátt í lokaþætti Africa's Business Heroes, þar sem hann hefur verið dómari, vegna þess hann hefði verið upptekinn. Talsmaðurinn vildi þó ekki tjá sig frekar. Þátturinn var tekinn upp í nóvember. Frá því að Ma lét ummæli sín um regluverk Kína falla í október hafa yfirvöld landsins farið í hart gegn fyrirtækjum auðjöfursins. Ma kom við á Íslandi árið 2015. Alibaba er til rannsóknar vegna meintra samkeppnisbrota og eins og áður hefur komið fram var fyrsta útboð verðbréfa Ant Group stöðvað. Þar að auki var félaginu skipað að draga úr umsvifum sínum. Ma var ríkasti maður Kína fyrir skömmu en verulega hefur dregið úr eigum hans. Samkvæmt Business Insider er hann metinn á um 50,6 milljarða dala. Fyrir um tveimur mánuðum var sú tala tólf milljörðum hærri. Hann er nú fjórði ríkasti Kínverjinn. Wall Street Journal sagði frá því fyrir áramót að ráðamenn í Peking ætluðu sér að draga úr völdum og auð Ma. Að ríkið myndi taka yfir stærri hluta fyrirtækja hans. Sjónir þeirra eru sagðar hafa beinst sérstaklega að Ant Group. Kína Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Ma sást síðasta opinberlega í lok október þegar hann var staddur á ráðstefnu í Sjanghæ. Þar gagnrýndi hann reglukerfi Kína harðlega og leiddi það til deilna við embættismenn. Skömmu seinna var áætlað að skrá félag hans, fjármálafyrirtækið Ant Group, á markað og halda fyrsta útboð verðbréfa, en yfirvöld í Kína stöðvuðu það. Áður hafði útboðið þó verið heimilað. Talsmaður Alibaba sagði Reuters fréttaveitunni að Ma hefði ekki tekið þátt í lokaþætti Africa's Business Heroes, þar sem hann hefur verið dómari, vegna þess hann hefði verið upptekinn. Talsmaðurinn vildi þó ekki tjá sig frekar. Þátturinn var tekinn upp í nóvember. Frá því að Ma lét ummæli sín um regluverk Kína falla í október hafa yfirvöld landsins farið í hart gegn fyrirtækjum auðjöfursins. Ma kom við á Íslandi árið 2015. Alibaba er til rannsóknar vegna meintra samkeppnisbrota og eins og áður hefur komið fram var fyrsta útboð verðbréfa Ant Group stöðvað. Þar að auki var félaginu skipað að draga úr umsvifum sínum. Ma var ríkasti maður Kína fyrir skömmu en verulega hefur dregið úr eigum hans. Samkvæmt Business Insider er hann metinn á um 50,6 milljarða dala. Fyrir um tveimur mánuðum var sú tala tólf milljörðum hærri. Hann er nú fjórði ríkasti Kínverjinn. Wall Street Journal sagði frá því fyrir áramót að ráðamenn í Peking ætluðu sér að draga úr völdum og auð Ma. Að ríkið myndi taka yfir stærri hluta fyrirtækja hans. Sjónir þeirra eru sagðar hafa beinst sérstaklega að Ant Group.
Kína Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira