Einn ríkasti maður Kína hefur ekki sést í tvo mánuði Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2021 15:50 Auðæfi Jack Ma hafa skroppið verulega saman á undanförnum mánuðum en hann hefur ekki sést opinberlega frá því í lok október. AP/Firdia Lisnawati Auðjöfurinn kínverski, Jack Ma, sem stofnaði meðal annars stórfyrirtækið Alibaba, hefur ekki sést opinberlega í rúma tvo mánuði. Fjarvera hans í afrískum sjónvarpsþáttum, sem hann stendur á bak við, og það að hann hafi ekki sést svo lengi á meðan fyrirtæki hans eru undir miklum þrýstingi hefur leitt til vangaveltna um hvar Ma sé staddur. Ma sást síðasta opinberlega í lok október þegar hann var staddur á ráðstefnu í Sjanghæ. Þar gagnrýndi hann reglukerfi Kína harðlega og leiddi það til deilna við embættismenn. Skömmu seinna var áætlað að skrá félag hans, fjármálafyrirtækið Ant Group, á markað og halda fyrsta útboð verðbréfa, en yfirvöld í Kína stöðvuðu það. Áður hafði útboðið þó verið heimilað. Talsmaður Alibaba sagði Reuters fréttaveitunni að Ma hefði ekki tekið þátt í lokaþætti Africa's Business Heroes, þar sem hann hefur verið dómari, vegna þess hann hefði verið upptekinn. Talsmaðurinn vildi þó ekki tjá sig frekar. Þátturinn var tekinn upp í nóvember. Frá því að Ma lét ummæli sín um regluverk Kína falla í október hafa yfirvöld landsins farið í hart gegn fyrirtækjum auðjöfursins. Ma kom við á Íslandi árið 2015. Alibaba er til rannsóknar vegna meintra samkeppnisbrota og eins og áður hefur komið fram var fyrsta útboð verðbréfa Ant Group stöðvað. Þar að auki var félaginu skipað að draga úr umsvifum sínum. Ma var ríkasti maður Kína fyrir skömmu en verulega hefur dregið úr eigum hans. Samkvæmt Business Insider er hann metinn á um 50,6 milljarða dala. Fyrir um tveimur mánuðum var sú tala tólf milljörðum hærri. Hann er nú fjórði ríkasti Kínverjinn. Wall Street Journal sagði frá því fyrir áramót að ráðamenn í Peking ætluðu sér að draga úr völdum og auð Ma. Að ríkið myndi taka yfir stærri hluta fyrirtækja hans. Sjónir þeirra eru sagðar hafa beinst sérstaklega að Ant Group. Kína Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Ma sást síðasta opinberlega í lok október þegar hann var staddur á ráðstefnu í Sjanghæ. Þar gagnrýndi hann reglukerfi Kína harðlega og leiddi það til deilna við embættismenn. Skömmu seinna var áætlað að skrá félag hans, fjármálafyrirtækið Ant Group, á markað og halda fyrsta útboð verðbréfa, en yfirvöld í Kína stöðvuðu það. Áður hafði útboðið þó verið heimilað. Talsmaður Alibaba sagði Reuters fréttaveitunni að Ma hefði ekki tekið þátt í lokaþætti Africa's Business Heroes, þar sem hann hefur verið dómari, vegna þess hann hefði verið upptekinn. Talsmaðurinn vildi þó ekki tjá sig frekar. Þátturinn var tekinn upp í nóvember. Frá því að Ma lét ummæli sín um regluverk Kína falla í október hafa yfirvöld landsins farið í hart gegn fyrirtækjum auðjöfursins. Ma kom við á Íslandi árið 2015. Alibaba er til rannsóknar vegna meintra samkeppnisbrota og eins og áður hefur komið fram var fyrsta útboð verðbréfa Ant Group stöðvað. Þar að auki var félaginu skipað að draga úr umsvifum sínum. Ma var ríkasti maður Kína fyrir skömmu en verulega hefur dregið úr eigum hans. Samkvæmt Business Insider er hann metinn á um 50,6 milljarða dala. Fyrir um tveimur mánuðum var sú tala tólf milljörðum hærri. Hann er nú fjórði ríkasti Kínverjinn. Wall Street Journal sagði frá því fyrir áramót að ráðamenn í Peking ætluðu sér að draga úr völdum og auð Ma. Að ríkið myndi taka yfir stærri hluta fyrirtækja hans. Sjónir þeirra eru sagðar hafa beinst sérstaklega að Ant Group.
Kína Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira