27 milljóna króna harmsaga sem endar vel Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. janúar 2021 15:31 Hewitt spilaði fyrst á hljóðfærið á streymistónleikum í Tómasarkirkju í Leipzig í nóvember í fyrra. Myndin er hins vegar frá 2019. epa/Ricardo Maldonado Rozo Píanóleikarinn Angela Hewitt hefur fundið ástina á ný; 27 milljóna króna Fazioli flygil, sem var sérsmíðaður eftir að ástin hennar eyðilagðist í flutningum í fyrra. „Það var besti vinur minn,“ sagði tónlistarkonan um píanóið. Árið var þó ekki alslæmt. Hewitt, sem er búsett í Lundúnum, hélt geðheilsunni í Covid-19 fárinu með því að birta myndskeið af sér við hljóðfærið á Twitter og hélt þannig tengslum við áheyrendur þrátt fyrir tónleikabann. Þá hlaut hún Bach-orðuna fyrst kvenna og lauk fimmtán ára þrekvirki; að hljóðrita allar píanósónötur Beethoven. Gat valið um fimm „elskhuga“ Gamla hljóðfærið var einnig sérsmíðaður Fazioli og það var Hewitt mikill harmur þegar hljóðfæraflutningamenn misstu hann í jörðina. Í angist sinni setti tónlistarkonan sig í samband við píanósmiðinn Paolo Fazioli, sem brást skjótt við og lét sérsmíða fimm flygla í verksmiðju sinni í Feneyjum. „Undirbúningur þessara fimm píanóa setti alla verksmiðjuna á hvolf,“ sagði hann í samtali við Guardian en í júlílok flaug Hewitt til Ítalíu til að „prufukeyra“ hljóðfærin. Með í för var Gerd Finkenstein, tæknimaður og hljóðfærastillir Hewitt. Þremur var hafnað á nokkrum mínútum en eftir að hafa leikið Bach, Beethoven og Schumann á hina tvo, valdi Hewitt þann „eldri“. „Þegar ég spilaði á hann leið mér eins og ég hefði veröld hljómsins við fingurgómana,“ segir hún um nýju ástina. „Það var enginn harka (e. harshness) í honum sama hversu hátt var spilað. Það var mikið hljóð í honum en líka mýkt og vídd (e. range).“ Nýtt píanó, nýr heimur Finkenstein sagðist hafa vitað fyrirfram hvaða flygill yrði fyrir valinu. Og nýja hljóðfærið er nýr besti vinur. „Fyrirgefðu gamli,“ segir Hewitt. „Ég er ekki lauslát. Ég er nýbúin að hljóðrita Love Walked in eftir Gershwin. Og það var töfrastund. Ég á nýtt píanó og nýjan heim. Allt sem ég gef því, gefur það mér til baka og meira, þannig að ég get spilað eins og ég vil. Það er dásamleg tilfinning.“ Hewitt segir sumum þykja píanó kvenleg en fyrir henni séu þau karlmannleg. „Ef það á að vera besti vinur, elskhugi, þá verður það að vera karlmaður.“ Þvert á það sem píanóleikarinn hafði óttast reyndust tryggingarnar ekkert vandmál; tryggingafélag hljóðfæraflutningafyrirtækisins greiddi fyrir nýja flygilinn, heilar 27 milljónir króna. „Ég var ekki reið við þá en við skulum segja að ég er búin að skipta um flutningamenn.“ Nick Cave langaði líka í Fazioli en ókeypis Fyrir áhugamenn um Fazioli er hér að finna frásögn tónlistarmannsins Nick Cave af því hvernig honum farnaðist við að verða sér út um Fazioli árið 2020. Í stuttu máli reyndi Cave að verða sér úti um ókeypis flygil gegn því að auglýsa hann. Málið vandaðist þegar starfsmenn í símsvörun hjá Fazioli reyndust aldrei hafa heyrt á Cave minnst. Tvær tilraunir umboðsmanns Caves báru engan árangur og spilar Cave því enn á kínverskan garm, eins og hann orðar það. Tónlist Menning Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Sjá meira
„Það var besti vinur minn,“ sagði tónlistarkonan um píanóið. Árið var þó ekki alslæmt. Hewitt, sem er búsett í Lundúnum, hélt geðheilsunni í Covid-19 fárinu með því að birta myndskeið af sér við hljóðfærið á Twitter og hélt þannig tengslum við áheyrendur þrátt fyrir tónleikabann. Þá hlaut hún Bach-orðuna fyrst kvenna og lauk fimmtán ára þrekvirki; að hljóðrita allar píanósónötur Beethoven. Gat valið um fimm „elskhuga“ Gamla hljóðfærið var einnig sérsmíðaður Fazioli og það var Hewitt mikill harmur þegar hljóðfæraflutningamenn misstu hann í jörðina. Í angist sinni setti tónlistarkonan sig í samband við píanósmiðinn Paolo Fazioli, sem brást skjótt við og lét sérsmíða fimm flygla í verksmiðju sinni í Feneyjum. „Undirbúningur þessara fimm píanóa setti alla verksmiðjuna á hvolf,“ sagði hann í samtali við Guardian en í júlílok flaug Hewitt til Ítalíu til að „prufukeyra“ hljóðfærin. Með í för var Gerd Finkenstein, tæknimaður og hljóðfærastillir Hewitt. Þremur var hafnað á nokkrum mínútum en eftir að hafa leikið Bach, Beethoven og Schumann á hina tvo, valdi Hewitt þann „eldri“. „Þegar ég spilaði á hann leið mér eins og ég hefði veröld hljómsins við fingurgómana,“ segir hún um nýju ástina. „Það var enginn harka (e. harshness) í honum sama hversu hátt var spilað. Það var mikið hljóð í honum en líka mýkt og vídd (e. range).“ Nýtt píanó, nýr heimur Finkenstein sagðist hafa vitað fyrirfram hvaða flygill yrði fyrir valinu. Og nýja hljóðfærið er nýr besti vinur. „Fyrirgefðu gamli,“ segir Hewitt. „Ég er ekki lauslát. Ég er nýbúin að hljóðrita Love Walked in eftir Gershwin. Og það var töfrastund. Ég á nýtt píanó og nýjan heim. Allt sem ég gef því, gefur það mér til baka og meira, þannig að ég get spilað eins og ég vil. Það er dásamleg tilfinning.“ Hewitt segir sumum þykja píanó kvenleg en fyrir henni séu þau karlmannleg. „Ef það á að vera besti vinur, elskhugi, þá verður það að vera karlmaður.“ Þvert á það sem píanóleikarinn hafði óttast reyndust tryggingarnar ekkert vandmál; tryggingafélag hljóðfæraflutningafyrirtækisins greiddi fyrir nýja flygilinn, heilar 27 milljónir króna. „Ég var ekki reið við þá en við skulum segja að ég er búin að skipta um flutningamenn.“ Nick Cave langaði líka í Fazioli en ókeypis Fyrir áhugamenn um Fazioli er hér að finna frásögn tónlistarmannsins Nick Cave af því hvernig honum farnaðist við að verða sér út um Fazioli árið 2020. Í stuttu máli reyndi Cave að verða sér úti um ókeypis flygil gegn því að auglýsa hann. Málið vandaðist þegar starfsmenn í símsvörun hjá Fazioli reyndust aldrei hafa heyrt á Cave minnst. Tvær tilraunir umboðsmanns Caves báru engan árangur og spilar Cave því enn á kínverskan garm, eins og hann orðar það.
Tónlist Menning Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent