Íslenskar kvikmyndir sem beðið er eftir Stefán Árni Pálsson skrifar 4. janúar 2021 13:30 Fjölmörg spennandi verkefni á lokametrunum. Á hverju ári koma út nokkrar íslenskar kvikmyndir og árið 2021 verður stórt í íslenskum kvikmyndaiðnaði. Nokkuð margar kvikmyndir eru á leiðinni í kvikmyndahús og kannski örlítið fleiri en vanalega þar sem nánast allir kvikmyndaframleiðendur heims hafa þurft að fresta frumsýningum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Á vef Kvikmyndamiðstöðvarinnar má sjá yfirferð yfir þær kvikmyndir sem eru í framleiðslu og verða líklega frumsýndar á þessu ári. Birta í leikstjórn Braga Þórs Hinrikssonar Hin 11 ára kraftmikla en auðtrúa Birta tekur málin í sínar hendur með ævintýralegum hætti þegar hún heyrir móður sína segja í hálfkæringi að það verði engin jól vegna blankheita. Parið Bragi Þór og Helga Arnardóttir framleiða myndina. Tökur hófust í september á síðasta ári. Skjálfti í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur Saga vaknar upp minnislaus á spítala eftir alvarlegt flogakast, hún veit að hún á son og áttar sig á að hún er einstæð. Þar sem hún vinnur í að ná áttum og tökum á lífi sínu fara gamlar minningar sem hún bældi ómeðvitað niður sem barn að gera vart við sig og afhjúpa sárar staðreyndir um fortíð hennar og hana sjálfa. Aðalhlutverk: Aníta Briem, Edda Björgvinsdóttir og Jóhann Sigurðsson Byggt á skáldsögu eftir: Auði Jónsdóttur Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar María og Ingvar búa á afskekktum sveitabæ. Þegar lítil og óvenjuleg vera kemur inn í líf þeirra verður breyting á högum þeirra sem færir þeim mikla hamningju um stund. Hamingju sem síðar verður að harmleik. Handrit: SJÓN og Valdimar Jóhannsson Aðalhlutverk: Noomi Rapace, Hilmir Snær Guðnason og Björn Hlynur Haraldsson Tökur hófust í maí 2019. Leynilögga í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar Grjóthörð ofurlögga í afneitum varðandi kynhneigð sína verður ástfanginn af nýja félaga sínum á meðan þeir rannsaka undarleg bankarán þar sem engu virðist vera stolið. Handritshöfundur: Nína Petersen, Sverrir Þór Sverrisson, Hannes Þór Halldórsson Tökur hófust í september 2020. Aðalhlutverk: Auðunn Blöndal, Egill Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson. Síðasti saumaklúbburinn í leikstjórn Rannveigar Göggu Jónsdóttur Vinkvennahópur grípur tækifærið til að hittast og eyða helgi í sumarbústað til að styrkja vinkvennaböndin. Þær flækjast fyrir hverri annari og hafa þroskast í sitthvora áttina í gegnum árin. Uppgjör er óumflýjanlegt og allt fer til andskotans hratt og örugglega. Handritshöfundur: Snjólaug Lúðvíksdóttir, Rannveig Gagga Jónsdóttir Tökur hófust sumarið 2020 en um er að ræða einskonar framhald af kvikmyndinni Síðasta veiðiferðin. Berdreymi í leikstjórn Guðmundar Arnars Guðmundssonar Ungur strákur tekur eineltisfórnarlamb inn í hóp af ofbeldisfullum villingum. Í gegnum nýju vináttuna nær strákurinn að stíga út úr hringrás ofbeldisins og finna sinn rétta farveg. Aðalhlutverk: Birgir Dagur Bjarkason, Áskell Einar Pálmason, Viktor Benóný Benediktsson, Snorri Rafn Frímannsson. Tökur hófust í ágúst 2020. Wolka í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar Hin 32 ára Anna fær reynslulausn úr fangelsi í heimalandi sínu Póllandi þar sem hún hefur afplánað 15 ára dóm fyrir morð. Frelsinu fegin ákveður Anna að fórna öllu með því að brjóta skilorð sitt og ferðast til Íslands þar sem hún þarf að horfast í augu við fortíð sína. Aðalhlutverk: Olga Bołądź, Eryk Lubos, Anna Moskal Handrit: Árni Ólafur Ásgeirsson, Michal Godzic Svar við bréfi Helgu í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur Aldraður bóndi skrifar bréf til ástkonunnar sem honum bauðst að fylgja forðum tíð. Gerði hann rétt að taka skyldur sínar við sveit og eiginkonu fram yfir ástina, eða sveik hann þannig sitt eigið hjarta? Aðalhlutverk: Hera Hilmarsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Aníta Briem, Björn Thors Tökur hófust í ágúst 2020. Sumarljós og svo kemur nóttin í leikstjórn Elfars Aðalsteins Ef þú leggur við hlustir þá segir Þorpið þér kannski nokkrar ósagðar sögur. Sögur af forstjóranum unga sem dreymir á latínu og fórnar fjölskyldu og glæstum frama fyrir gamlar bækur og stjörnukíki, heljarmenni sem kiknar undan myrkrinu, fínvöxnum syni hans sem tálgar mófugla. Af bóndanum með bassaröddina sem strengir fallegar girðingar en ræður illa við fýsnir holdsins, einmana gröfukalli sem skellir sér í helgarferð til London og gömlum Dodge 55. Byggt á skáldsögu eftir Jón Kalman Stefánsson Tökur hófust í ágúst 2020. Alma í leikstjórn Kristínu Jóhannesdóttur Alma er örlagagasaga ungrar konu sem er lokuð inni á réttargeðdeild eftir að hafa játað á sig morð á kærasta sínum án þess þó að muna eftir þeim atburði. Eftir sjö ár berast þær fréttir að kærastinn sé sprelllifandi og á leið til landsins. Hún ákveður að drepa hann þar sem hún er hvort sem er búin að afplána dóm fyrir glæpinn. Aðalhlutverk: Snæfríður Ingvarsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Emmanuelle Riva (Amour), Hilmir Snær Guðnason Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Sjá meira
Nokkuð margar kvikmyndir eru á leiðinni í kvikmyndahús og kannski örlítið fleiri en vanalega þar sem nánast allir kvikmyndaframleiðendur heims hafa þurft að fresta frumsýningum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Á vef Kvikmyndamiðstöðvarinnar má sjá yfirferð yfir þær kvikmyndir sem eru í framleiðslu og verða líklega frumsýndar á þessu ári. Birta í leikstjórn Braga Þórs Hinrikssonar Hin 11 ára kraftmikla en auðtrúa Birta tekur málin í sínar hendur með ævintýralegum hætti þegar hún heyrir móður sína segja í hálfkæringi að það verði engin jól vegna blankheita. Parið Bragi Þór og Helga Arnardóttir framleiða myndina. Tökur hófust í september á síðasta ári. Skjálfti í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur Saga vaknar upp minnislaus á spítala eftir alvarlegt flogakast, hún veit að hún á son og áttar sig á að hún er einstæð. Þar sem hún vinnur í að ná áttum og tökum á lífi sínu fara gamlar minningar sem hún bældi ómeðvitað niður sem barn að gera vart við sig og afhjúpa sárar staðreyndir um fortíð hennar og hana sjálfa. Aðalhlutverk: Aníta Briem, Edda Björgvinsdóttir og Jóhann Sigurðsson Byggt á skáldsögu eftir: Auði Jónsdóttur Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar María og Ingvar búa á afskekktum sveitabæ. Þegar lítil og óvenjuleg vera kemur inn í líf þeirra verður breyting á högum þeirra sem færir þeim mikla hamningju um stund. Hamingju sem síðar verður að harmleik. Handrit: SJÓN og Valdimar Jóhannsson Aðalhlutverk: Noomi Rapace, Hilmir Snær Guðnason og Björn Hlynur Haraldsson Tökur hófust í maí 2019. Leynilögga í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar Grjóthörð ofurlögga í afneitum varðandi kynhneigð sína verður ástfanginn af nýja félaga sínum á meðan þeir rannsaka undarleg bankarán þar sem engu virðist vera stolið. Handritshöfundur: Nína Petersen, Sverrir Þór Sverrisson, Hannes Þór Halldórsson Tökur hófust í september 2020. Aðalhlutverk: Auðunn Blöndal, Egill Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson. Síðasti saumaklúbburinn í leikstjórn Rannveigar Göggu Jónsdóttur Vinkvennahópur grípur tækifærið til að hittast og eyða helgi í sumarbústað til að styrkja vinkvennaböndin. Þær flækjast fyrir hverri annari og hafa þroskast í sitthvora áttina í gegnum árin. Uppgjör er óumflýjanlegt og allt fer til andskotans hratt og örugglega. Handritshöfundur: Snjólaug Lúðvíksdóttir, Rannveig Gagga Jónsdóttir Tökur hófust sumarið 2020 en um er að ræða einskonar framhald af kvikmyndinni Síðasta veiðiferðin. Berdreymi í leikstjórn Guðmundar Arnars Guðmundssonar Ungur strákur tekur eineltisfórnarlamb inn í hóp af ofbeldisfullum villingum. Í gegnum nýju vináttuna nær strákurinn að stíga út úr hringrás ofbeldisins og finna sinn rétta farveg. Aðalhlutverk: Birgir Dagur Bjarkason, Áskell Einar Pálmason, Viktor Benóný Benediktsson, Snorri Rafn Frímannsson. Tökur hófust í ágúst 2020. Wolka í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar Hin 32 ára Anna fær reynslulausn úr fangelsi í heimalandi sínu Póllandi þar sem hún hefur afplánað 15 ára dóm fyrir morð. Frelsinu fegin ákveður Anna að fórna öllu með því að brjóta skilorð sitt og ferðast til Íslands þar sem hún þarf að horfast í augu við fortíð sína. Aðalhlutverk: Olga Bołądź, Eryk Lubos, Anna Moskal Handrit: Árni Ólafur Ásgeirsson, Michal Godzic Svar við bréfi Helgu í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur Aldraður bóndi skrifar bréf til ástkonunnar sem honum bauðst að fylgja forðum tíð. Gerði hann rétt að taka skyldur sínar við sveit og eiginkonu fram yfir ástina, eða sveik hann þannig sitt eigið hjarta? Aðalhlutverk: Hera Hilmarsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Aníta Briem, Björn Thors Tökur hófust í ágúst 2020. Sumarljós og svo kemur nóttin í leikstjórn Elfars Aðalsteins Ef þú leggur við hlustir þá segir Þorpið þér kannski nokkrar ósagðar sögur. Sögur af forstjóranum unga sem dreymir á latínu og fórnar fjölskyldu og glæstum frama fyrir gamlar bækur og stjörnukíki, heljarmenni sem kiknar undan myrkrinu, fínvöxnum syni hans sem tálgar mófugla. Af bóndanum með bassaröddina sem strengir fallegar girðingar en ræður illa við fýsnir holdsins, einmana gröfukalli sem skellir sér í helgarferð til London og gömlum Dodge 55. Byggt á skáldsögu eftir Jón Kalman Stefánsson Tökur hófust í ágúst 2020. Alma í leikstjórn Kristínu Jóhannesdóttur Alma er örlagagasaga ungrar konu sem er lokuð inni á réttargeðdeild eftir að hafa játað á sig morð á kærasta sínum án þess þó að muna eftir þeim atburði. Eftir sjö ár berast þær fréttir að kærastinn sé sprelllifandi og á leið til landsins. Hún ákveður að drepa hann þar sem hún er hvort sem er búin að afplána dóm fyrir glæpinn. Aðalhlutverk: Snæfríður Ingvarsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Emmanuelle Riva (Amour), Hilmir Snær Guðnason
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Sjá meira