Sóttkví varð til þess að Hilmar komst í langþráða magaermisaðgerð: „Greinilega viðkvæmt meðal stráka“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. janúar 2021 17:20 Hilmar var 130 kíló þegar hann ákvað að fara í aðgerðina fyrir tveimur og hálfum mánuði. Í dag hefur hann misst tuttugu kíló. VÍSIR Hilmar Þór Norðfjörð gekkst undir magaermisaðgerð fyrir tveimur og hálfum mánuði. Ákvörðunina tók hann eftir verslunarferð í Epal en það var lán í óláni að pláss losnaði í aðgerðina. „Ég verð fimmtíu ára eftir tvö ár. Mig langaði að taka róttæka ákvörðun sem myndi breyta hlutunum til langframa. Ég vildi ekki vera að berjast við sjálfan mig, mæta í World Class í mánuð og gefast upp heldur vildi ég taka þetta föstum tökum,“ Sagði Hilmar Þór Norðfjörð, markaðsmaður. Atvik eftir verslunarferð í Epal varð til þess að hann ákvað að gera eitthvað í sínum málum. „Ég er mjög mikill Tinna „fan“ og keypti flottan Tinna bol í stærðinni XL í Epal. Fór með hann heim, fór í hann og hann allt of þröngur. Þá klikkað eitthvað í hausnum á mér og ég hugsaði: „Hilmar geymdu þennan bol og gerðu eitthvað í þínum málum til þess að komast í bolinn“ það var byrjunin á þessu,“ sagði Hilmar. Hér klæðist Hilmar „Tinna“ bolnum en bolinn segir hann upphafið á þessu öllu.ÚR SAFNI Lán í óláni Hilmar var búinn að íhuga magaermisaðgerð í nokkurn tíma og bað lækni á Klíníkinni Ármúla um að hafa sig í huga ef það myndi losna pláss. „Allt í einu gerist það að kona sem átti skipulagða aðgerð kemst ekki í hana þar sem hún þurfti að fara í sóttkví,“ sagði Hilmar. „Þetta var lán í óláni að viðkomandi, sem ég vona að líði vel eftir að hafa verið í sóttkví, hafi dottið út.“ Læknirinn gaf Hilmari stuttan umhugsunarfrest sem að lokum þáði pláss í aðgerðina og fór undir hnífinn viku eftir að tækifæri gafst. Dýr aðgerð en skyndilausnir ekki síður dýrar Hilmar segir langan biðlista eftir magaermisaðgerð hjá ríkinu. Aðgerðin er ekki ódýr og þeir sem gangast undir hana eru vanalega í mikilli yfirþyngd sem Hilmar var ekki. Hilmar ákvað að gangast undir aðgerina hjá Klíníkinni Ármúla. „Ef þú ferð að telja saman öll líkamsræktarkortin sem ég hef keypt og allar skyndilausnirnar sem ég reyndi þá telja þær líka. Þetta er alveg fjárfesting og ég veit að þetta kostar peninga en þetta er besta fjárfesting sem ég hef gert,“ sagði Hilmar. Matarskammtarnir sem Hilmar getur borðað í einu eru litlir enda maginn minni eftir aðgerðina. Þennan gat hann ekki klárað.ÚR SAFNI Fékk Covid19 skömmu eftir aðgerð „Freistingar eru eitthvað sem ég á það til í að falla í. Ef ég átti 300 gramma poka af súkkulaðirúsínum þá var ekkert sem hét að geyma. Ég át rosalega mikið og vissi að ég þyrfti að gera eitthvað róttækt til að breyta þessu,“ sagði Hilmar og bætir við að engir kúrar hafi gengið. Hann hafði safnað fyrir aðgerðinni í nokkurn tíma en ákvað að taka lán þar sem aðgerðir bar að með stuttum fyrirvara. „Stutti fyrirvarinn kom sér vel því tveimur vikum seinna fékk ég covid.“ Blessunarlega varð Hilmar ekki mjög veikur og hefur hann ekki hugmynd um það hvernig hann smitaðist. Áhrif á sálarlífið Þyngdin hafði mikil áhrif á sálarlífið. Hann þjáðist af þunglyndi vegna þyngdar auk heilsukvíða. Hilmar var 130 kíló þegar hann ákvað að fara í aðgerðina. „Ég hef misst tuttugu kíló. Markmiðið er að missa þrjátíu kíló til að byrja með.“ Mánuði eftir aðgerð fann hann mun á andlegri heilsu sinni. „Ég fann að ég var að léttast. Tveimur mánuðum eftir aðgerð er ég búinn að missa átján kíló og allt verður léttara. Ég á miklu auðveldara með að labba, æfa og á auðveldara með allt.“ Hann segir hreyfingu ekki lengur kvöð heldur nýtur þess að stunda hana. Hræðsla við að játa að hlutirnir hafi ekki gengið upp Eftir aðgerðina hefur matarsmekkurinn breyst. „Ég hef varla borðað nammi þó ég megi það. Mig langar ekkert í það. Allt í einu borða ég mjög mikið af hnetum, þær eru í uppáhaldi hjá mér núna,“ segir Hilmar sem finnst umræðan um magaermi viðkvæm hér á landi og þá sérstaklega þegar kemur að karlmönnum. „Ég ákvað sjálfur að ég vildi ekki tala um aðgerðina. Ég held að þessi viðkvæmni sé vegna þess að fólk þorir ekki að spyrja. Ég held að fólk sé hrætt við að játa að hlutirnir hafi ekki gengið, kúrarnir hafi ekki virkað.“ Hilmar vakti athygli á aðgerðinni á samfélagsmiðlum og hefur hann fengið fjölmargar spurningar um aðgerðina. Sérstaklega frá fólki sem langar að létta sig en finnst það ekki nægilega þungt til að gangast undir aðgerðina. „Eftir að ég setti inn síðustu færslu hafa sex haft samband við mig. Þar af fjórir strákar og þetta er greinilega viðkvæmt meðal stráka. Mér finnst skipta máli að opna umræðuna,“ sagði Hilmar. „Ég talaði við einn í gær sem ætlar að hringja í Klíníkina eftir helgi og athuga hvort hann komist að.“ Vill opna umræðuna „Ég vil hafa þessa umræðu opna og án þess að fólk þori ekki að spyrja vegna feimni eða viðkvæmni. Ef fólk vill vita meira um mína upplifun þá er öllum frjálst að senda mér spurningu á Facebook og ég geri mitt besta í að svara. Þetta er góður kostur fyrir marga og mér finnst sjálfsagt að segja frá minni reynslu af þessari aðgerð sem hefur svo sannarlega breytt mínu lífi til batnaðar.“ Fréttin hefur verið uppfærð Heilsa Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
„Ég verð fimmtíu ára eftir tvö ár. Mig langaði að taka róttæka ákvörðun sem myndi breyta hlutunum til langframa. Ég vildi ekki vera að berjast við sjálfan mig, mæta í World Class í mánuð og gefast upp heldur vildi ég taka þetta föstum tökum,“ Sagði Hilmar Þór Norðfjörð, markaðsmaður. Atvik eftir verslunarferð í Epal varð til þess að hann ákvað að gera eitthvað í sínum málum. „Ég er mjög mikill Tinna „fan“ og keypti flottan Tinna bol í stærðinni XL í Epal. Fór með hann heim, fór í hann og hann allt of þröngur. Þá klikkað eitthvað í hausnum á mér og ég hugsaði: „Hilmar geymdu þennan bol og gerðu eitthvað í þínum málum til þess að komast í bolinn“ það var byrjunin á þessu,“ sagði Hilmar. Hér klæðist Hilmar „Tinna“ bolnum en bolinn segir hann upphafið á þessu öllu.ÚR SAFNI Lán í óláni Hilmar var búinn að íhuga magaermisaðgerð í nokkurn tíma og bað lækni á Klíníkinni Ármúla um að hafa sig í huga ef það myndi losna pláss. „Allt í einu gerist það að kona sem átti skipulagða aðgerð kemst ekki í hana þar sem hún þurfti að fara í sóttkví,“ sagði Hilmar. „Þetta var lán í óláni að viðkomandi, sem ég vona að líði vel eftir að hafa verið í sóttkví, hafi dottið út.“ Læknirinn gaf Hilmari stuttan umhugsunarfrest sem að lokum þáði pláss í aðgerðina og fór undir hnífinn viku eftir að tækifæri gafst. Dýr aðgerð en skyndilausnir ekki síður dýrar Hilmar segir langan biðlista eftir magaermisaðgerð hjá ríkinu. Aðgerðin er ekki ódýr og þeir sem gangast undir hana eru vanalega í mikilli yfirþyngd sem Hilmar var ekki. Hilmar ákvað að gangast undir aðgerina hjá Klíníkinni Ármúla. „Ef þú ferð að telja saman öll líkamsræktarkortin sem ég hef keypt og allar skyndilausnirnar sem ég reyndi þá telja þær líka. Þetta er alveg fjárfesting og ég veit að þetta kostar peninga en þetta er besta fjárfesting sem ég hef gert,“ sagði Hilmar. Matarskammtarnir sem Hilmar getur borðað í einu eru litlir enda maginn minni eftir aðgerðina. Þennan gat hann ekki klárað.ÚR SAFNI Fékk Covid19 skömmu eftir aðgerð „Freistingar eru eitthvað sem ég á það til í að falla í. Ef ég átti 300 gramma poka af súkkulaðirúsínum þá var ekkert sem hét að geyma. Ég át rosalega mikið og vissi að ég þyrfti að gera eitthvað róttækt til að breyta þessu,“ sagði Hilmar og bætir við að engir kúrar hafi gengið. Hann hafði safnað fyrir aðgerðinni í nokkurn tíma en ákvað að taka lán þar sem aðgerðir bar að með stuttum fyrirvara. „Stutti fyrirvarinn kom sér vel því tveimur vikum seinna fékk ég covid.“ Blessunarlega varð Hilmar ekki mjög veikur og hefur hann ekki hugmynd um það hvernig hann smitaðist. Áhrif á sálarlífið Þyngdin hafði mikil áhrif á sálarlífið. Hann þjáðist af þunglyndi vegna þyngdar auk heilsukvíða. Hilmar var 130 kíló þegar hann ákvað að fara í aðgerðina. „Ég hef misst tuttugu kíló. Markmiðið er að missa þrjátíu kíló til að byrja með.“ Mánuði eftir aðgerð fann hann mun á andlegri heilsu sinni. „Ég fann að ég var að léttast. Tveimur mánuðum eftir aðgerð er ég búinn að missa átján kíló og allt verður léttara. Ég á miklu auðveldara með að labba, æfa og á auðveldara með allt.“ Hann segir hreyfingu ekki lengur kvöð heldur nýtur þess að stunda hana. Hræðsla við að játa að hlutirnir hafi ekki gengið upp Eftir aðgerðina hefur matarsmekkurinn breyst. „Ég hef varla borðað nammi þó ég megi það. Mig langar ekkert í það. Allt í einu borða ég mjög mikið af hnetum, þær eru í uppáhaldi hjá mér núna,“ segir Hilmar sem finnst umræðan um magaermi viðkvæm hér á landi og þá sérstaklega þegar kemur að karlmönnum. „Ég ákvað sjálfur að ég vildi ekki tala um aðgerðina. Ég held að þessi viðkvæmni sé vegna þess að fólk þorir ekki að spyrja. Ég held að fólk sé hrætt við að játa að hlutirnir hafi ekki gengið, kúrarnir hafi ekki virkað.“ Hilmar vakti athygli á aðgerðinni á samfélagsmiðlum og hefur hann fengið fjölmargar spurningar um aðgerðina. Sérstaklega frá fólki sem langar að létta sig en finnst það ekki nægilega þungt til að gangast undir aðgerðina. „Eftir að ég setti inn síðustu færslu hafa sex haft samband við mig. Þar af fjórir strákar og þetta er greinilega viðkvæmt meðal stráka. Mér finnst skipta máli að opna umræðuna,“ sagði Hilmar. „Ég talaði við einn í gær sem ætlar að hringja í Klíníkina eftir helgi og athuga hvort hann komist að.“ Vill opna umræðuna „Ég vil hafa þessa umræðu opna og án þess að fólk þori ekki að spyrja vegna feimni eða viðkvæmni. Ef fólk vill vita meira um mína upplifun þá er öllum frjálst að senda mér spurningu á Facebook og ég geri mitt besta í að svara. Þetta er góður kostur fyrir marga og mér finnst sjálfsagt að segja frá minni reynslu af þessari aðgerð sem hefur svo sannarlega breytt mínu lífi til batnaðar.“ Fréttin hefur verið uppfærð
Heilsa Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira