Landlæknir Grænlands segir að umræddur sjúklingur hafi komið til landsins frá Danmörku 29. dag desembermánaðar og verið lagður inn á Sjúkrahús Ingiríðar drottningar í Nuuk á gamlársdag þar sem honum er nú haldið í einangrun.
Alls hafa 27 smitast af kórónuveirunni á Grænlandi frá upphafi kórónufaraldursins og hafa engin dauðsföll verið rakin þar til Covid-19.
Reiknað er með að bólusetning hefjist á Grænlandi á morgun þar sem íbúi á hjúkrunarheimili verður fyrstur í röðinni.