Erlent

Þriðji fundinn látinn í Ask

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Tilkynnt var á blaðamannafundi
Tilkynnt var á blaðamannafundi

Einn fannst látinn til viðbótar skömmu eftir klukkan 16 að norskum tíma eftir leirskriðurnar í Ask í Noregi. 

Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi sem fram fór í Noregi. Hinn látni er skráður til sama heimilis og einstaklingur sem fannst látinn fyrr í dag.

Alls eru nú þrír látnir og sjö saknað eftir leirskriðurnar.

Björgunaraðgerðir munu standa til klukkan tvö í nótt að staðartíma og verður leitarhópum sem halda inn á skriðusvæðið fjölgað úr þremur í fimm. Enn er hætta á frekari skriðuföllum.

Samkvæmt Roy Alkvist, stjórnanda aðgerða hjá lögreglunni á svæðinu er enn vonast til þess að hægt verði að finna einhverja á lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×