Hvergi fleiri verið bólusettir en í Ísrael Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. janúar 2021 14:16 Bólusetning hefur gengið nokkuð smurt fyrir sig í Ísrael. EPA/ABIR SULTAN Hlutfallslega hafa hvergi verið eins margir bólusettir gegn covid-19 en í Ísrael þar sem um 12% þjóðarinnar hefur þegar fengið fyrsta skammt bóluefnis. Rúmlega milljón íbúar hafa þegar verið bólusettir eða sem jafngildir 11,55 íbúum af hverjum hundrað. Það er sem stendur hæsta hlutfall bólusettra íbúa á heimsvísu samkvæmt frétt BBC. Næst á eftir Ísrael kemur Barein, þar sem 3,49 af hverjum hundrað hafa verið bólusettir, og þá næst Bretland þar sem 1,47 af hverjum hundrað hafa fengið bóluefni. Þá eru Bandaríkin, Danmörk og Kína jafnframt ofarlega á lista. Til samanburðar höfðu í heildina aðeins 138 einstaklingar verið bólusettir í Frakklandi þann 30. desember. Það er Our World in Data, samstarfsverkefni Oxford-háskóla og bresks góðgerðafélags um menntun, sem hefur tekið saman tölfræðina yfir bólusetningar og borið saman milli ríkja. Tölurnar ná yfir fjölda þeirra sem hafa fengið fyrsta skammt bóluefnis í hverju ríki, en enn sem komið er nauðsynlegt að gefa tvo skammta af þeim tegundum bóluefnis sem þegar hafa fengið leyfi og eru komin í umferð. Bandaríkjamenn náðu ekki markmiði sínu um að ná að bólusetja tuttugu milljónir fyrir lok 2020, en aðeins 2,78 milljónir höfðu fengið bóluefni þann 30. desember. Bólusetning hófst í Ísrael 19. desember og hafa síðan um 150 þúsund manns á dag fengið sprautu. Áhersla er lögð á að bólsetja fyrst heilbrigðisstarfsfólk, þá sem eru komnir yfir sextugt og þá sem eru veikir fyrir. Ísraelar tryggðu sér birgðir af bóluefni frá Pfizer/BioNTech í viðræðum tiltölulega snemma í faraldrinum. Þá hefur dreifing bóluefnisins um landið gengið nokkuð smurt og vel fyrir sig. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra hefur sagst eiga von á þið að Ísraelar geti losnað undan faraldrinum jafnvel strax í febrúar, en útgöngubann er í gildi í Ísrael í þriðja sinn frá því faraldurinn hófst. Ísrael Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Næst á eftir Ísrael kemur Barein, þar sem 3,49 af hverjum hundrað hafa verið bólusettir, og þá næst Bretland þar sem 1,47 af hverjum hundrað hafa fengið bóluefni. Þá eru Bandaríkin, Danmörk og Kína jafnframt ofarlega á lista. Til samanburðar höfðu í heildina aðeins 138 einstaklingar verið bólusettir í Frakklandi þann 30. desember. Það er Our World in Data, samstarfsverkefni Oxford-háskóla og bresks góðgerðafélags um menntun, sem hefur tekið saman tölfræðina yfir bólusetningar og borið saman milli ríkja. Tölurnar ná yfir fjölda þeirra sem hafa fengið fyrsta skammt bóluefnis í hverju ríki, en enn sem komið er nauðsynlegt að gefa tvo skammta af þeim tegundum bóluefnis sem þegar hafa fengið leyfi og eru komin í umferð. Bandaríkjamenn náðu ekki markmiði sínu um að ná að bólusetja tuttugu milljónir fyrir lok 2020, en aðeins 2,78 milljónir höfðu fengið bóluefni þann 30. desember. Bólusetning hófst í Ísrael 19. desember og hafa síðan um 150 þúsund manns á dag fengið sprautu. Áhersla er lögð á að bólsetja fyrst heilbrigðisstarfsfólk, þá sem eru komnir yfir sextugt og þá sem eru veikir fyrir. Ísraelar tryggðu sér birgðir af bóluefni frá Pfizer/BioNTech í viðræðum tiltölulega snemma í faraldrinum. Þá hefur dreifing bóluefnisins um landið gengið nokkuð smurt og vel fyrir sig. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra hefur sagst eiga von á þið að Ísraelar geti losnað undan faraldrinum jafnvel strax í febrúar, en útgöngubann er í gildi í Ísrael í þriðja sinn frá því faraldurinn hófst.
Ísrael Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira