Nafnalistinn er birtur aðeins nokkrum klukkutímum eftir að einn fannst látinn í rústum bæjarins í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur hinn látni ekki verið nafngreindur en er að öllum líkindum á listanum yfir þau sem er saknað.
Eftirfarandi er enn saknað í Ask:
Eirik Grønolen (31)
Irene Ruud Gundersen (69)
Charlot Grymyr Jansen (31)
Alma Grymyr Jansen (2)
Bjørn-Ivar Grymyr Jansen (40)
Ann-Mari Olsen-Næristorp (50)
Victoria Emilie Næristorp-Sørengen (13)
Marius Brustad (29)
Lisbeth Neraas (54)
Rasa Lasinskiene (49)
Nokkrir þeirra níu sem var saknað hafa áður verið nafngreindir í norskum fjölmiðlum. Rætt hefur verið við Odd Steinar Sørengen, mann Ann-Mari og föður hinnar þrettán ára Victoriu, sem bjargaðist úr rústunum og var fluttur ofkældur á sjúkrahús.
Þá hefur einnig verið rætt við Håkon Stavrum, talsmann fjölskyldu Lisbeth Neraas og Marius Brustad. Marius og Lisbeth eru mæðgin en sá fyrrnefndi var í heimsókn hjá móður sinni þegar skriðan féll á heimili hennar.