Veðurbarinn Rúnar: „Æfingar eins og þegar ég var ungur“ Anton Ingi Leifsson skrifar 5. maí 2020 23:00 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. vísir/bára Það blés verulega á Rúnar Kristinsson, þjálfara KR, er Rikki G kíkti á æfingu KR í gær en Íslandsmeistararnir voru þá að undirbúa sig undir sína fyrstu æfingu sem lið í tæpa tvo mánuði, eftir að aflétt hafði verið á samkomubanninu. Íslandsmeistararnir voru mættir á grasið á Meistaravöllum og þurftu Rúnar og hans teymi að skipuleggja æfinguna vel til þess að allt gengi upp. Hann sagði þó tilfinninguna góða að fá loksins að sjá leikmennina sína. „Tilfinningin er mjög góð. Við erum afskaplega glaðir að geta hitt eitthvað af drengjunum og vera meira saman. Við höfum ekki hist sem hópur í langan tíma,“ sagði Rúnar við Rikka G. En hversu vel gekk að skipuleggja heimaæfingarnar? „Það fer ekki brjálæður tími í þetta en maður þarf að hugsa þetta. Maður getur ekki gert hvað sem er. Við vorum farnir að gera æfingar eins og maður gerði sjálfur þegar maður var ungur, sem menn voru eiginlega hættir að gera. Það var bara útihlaup.“ „Það var mikið um löng hlaup og svo reyndi maður að breyta aðeins til og hafa styrktarþjálfun og spretti til þess að hafa smá „variation“.“ Hann segir að hann og Bjarni Guðjónsson, aðstoðarmaður Rúnars, hafi verið í dágóðan tíma að stilla upp æfingu dagsins enda þurfi að passa upp á fjarlægðarmörk og fleira í þeim dúr. „Við þurfum að fjarstýra þessu dálítið og setja smá ábyrgð á strákana líka. Við erum búnir að skipta vellinum í fjóra helminga, svo það er langt á milli manna og sjö í hverjum hóp og svo eru markverðirnir með markmannsþjálfaranum. Við erum búnir að vera í rúmar 40 mínútur, ég og Bjarni, að setja upp keilur. Þetta er aðeins meira en vanalega og við þurfum að vera skipulagðir.“ Allt innslagið má sjá hér að neðan þar sem meðal annars er rætt um standið á Meistaravöllum en hann segir að það séu ekki fleiri leikmenn á leiðinni. Einnig mun hann sakna stuðningsmanna KR í fyrstu leikjunum. Klippa: Sportið í dag - Rúnar á fyrstu æfingu í KR í langan tíma Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. KR Sportið í dag Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Það blés verulega á Rúnar Kristinsson, þjálfara KR, er Rikki G kíkti á æfingu KR í gær en Íslandsmeistararnir voru þá að undirbúa sig undir sína fyrstu æfingu sem lið í tæpa tvo mánuði, eftir að aflétt hafði verið á samkomubanninu. Íslandsmeistararnir voru mættir á grasið á Meistaravöllum og þurftu Rúnar og hans teymi að skipuleggja æfinguna vel til þess að allt gengi upp. Hann sagði þó tilfinninguna góða að fá loksins að sjá leikmennina sína. „Tilfinningin er mjög góð. Við erum afskaplega glaðir að geta hitt eitthvað af drengjunum og vera meira saman. Við höfum ekki hist sem hópur í langan tíma,“ sagði Rúnar við Rikka G. En hversu vel gekk að skipuleggja heimaæfingarnar? „Það fer ekki brjálæður tími í þetta en maður þarf að hugsa þetta. Maður getur ekki gert hvað sem er. Við vorum farnir að gera æfingar eins og maður gerði sjálfur þegar maður var ungur, sem menn voru eiginlega hættir að gera. Það var bara útihlaup.“ „Það var mikið um löng hlaup og svo reyndi maður að breyta aðeins til og hafa styrktarþjálfun og spretti til þess að hafa smá „variation“.“ Hann segir að hann og Bjarni Guðjónsson, aðstoðarmaður Rúnars, hafi verið í dágóðan tíma að stilla upp æfingu dagsins enda þurfi að passa upp á fjarlægðarmörk og fleira í þeim dúr. „Við þurfum að fjarstýra þessu dálítið og setja smá ábyrgð á strákana líka. Við erum búnir að skipta vellinum í fjóra helminga, svo það er langt á milli manna og sjö í hverjum hóp og svo eru markverðirnir með markmannsþjálfaranum. Við erum búnir að vera í rúmar 40 mínútur, ég og Bjarni, að setja upp keilur. Þetta er aðeins meira en vanalega og við þurfum að vera skipulagðir.“ Allt innslagið má sjá hér að neðan þar sem meðal annars er rætt um standið á Meistaravöllum en hann segir að það séu ekki fleiri leikmenn á leiðinni. Einnig mun hann sakna stuðningsmanna KR í fyrstu leikjunum. Klippa: Sportið í dag - Rúnar á fyrstu æfingu í KR í langan tíma Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
KR Sportið í dag Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira