Ætla að hefja skemmtiferðasiglingar í ágúst Andri Eysteinsson skrifar 4. maí 2020 23:22 Skemmtiferðaskip við höfn í borginni Tampa í Flórída. AP/Chris O'Meara Skemmtiferðaskipaútgerðin Carnival Cruise Line ætlar að hefja áætlunarferðir sínar í Norður Ameríku að nýju í ágúst. Skip fyrirtækisins munu leggja af stað í ferðir um Karíbahafið frá höfnum í Galveston í Texas og í Port Canaveral í Flórída í kringum mánaðamótin júlí – ágúst. Þegar að brottför kemur verða liðnir fimm mánuðir frá því að starfsemi stöðvaðist vegna faraldurs kórónuveirunnar. Aðrar ferðir, til Ástralíu og til Havaí, verður annaðhvort aflýst eða frestað enn frekar. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna gaf út tilskipun um miðjan mars-mánuð þar sem skemmtiferðasiglingar voru settar á ís og mun bannið standa til 24. júlí hið minnsta. Í faraldrinum hefur sést að smit getur auðveldlega dreifst um skemmtiferðaskip og segja forráðamenn Carnival Cruise Line að vinna sé í gangi við að kortleggja smitleiðir og ákvarða hvaða aðgerðir munu henta best þegar siglingar hefjast að nýju. „Það þyrfti að viðhalda fjarlægð á milli manna. Mjög ósennilegt að hægt verði að halda dansleiki, tónleika og annarskonar skemmtanir á bátnum,“ segir Tara Smith, smitsjúkdómafræðingur hjá Kent State Háskólanum í samtali við AP. „Sundlaugar yrðu eflaust yfirfullar og ég hef ekki hugmynd hvernig fyrirkomulag verði á matartíma,“ sagði Smith. Carnival Cruise Line er rekið út frá Miami í Flórída og sigla 27 skemmtiferðaskip undir merkjum félagsins. Upphaflegar áætlanir fyrirtækisins voru á þá leið að hægt yrði að hefja siglingar að nýju 10. Apríl. Það gekk ekki upp. Fjárhagsstaða fyrirtækisins er þó sögð sterk og telja stjórnarmenn að fyrirtækið geti lifað af út árið þrátt fyrir að hagnaður vegna siglinga stöðvist. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sjá meira
Skemmtiferðaskipaútgerðin Carnival Cruise Line ætlar að hefja áætlunarferðir sínar í Norður Ameríku að nýju í ágúst. Skip fyrirtækisins munu leggja af stað í ferðir um Karíbahafið frá höfnum í Galveston í Texas og í Port Canaveral í Flórída í kringum mánaðamótin júlí – ágúst. Þegar að brottför kemur verða liðnir fimm mánuðir frá því að starfsemi stöðvaðist vegna faraldurs kórónuveirunnar. Aðrar ferðir, til Ástralíu og til Havaí, verður annaðhvort aflýst eða frestað enn frekar. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna gaf út tilskipun um miðjan mars-mánuð þar sem skemmtiferðasiglingar voru settar á ís og mun bannið standa til 24. júlí hið minnsta. Í faraldrinum hefur sést að smit getur auðveldlega dreifst um skemmtiferðaskip og segja forráðamenn Carnival Cruise Line að vinna sé í gangi við að kortleggja smitleiðir og ákvarða hvaða aðgerðir munu henta best þegar siglingar hefjast að nýju. „Það þyrfti að viðhalda fjarlægð á milli manna. Mjög ósennilegt að hægt verði að halda dansleiki, tónleika og annarskonar skemmtanir á bátnum,“ segir Tara Smith, smitsjúkdómafræðingur hjá Kent State Háskólanum í samtali við AP. „Sundlaugar yrðu eflaust yfirfullar og ég hef ekki hugmynd hvernig fyrirkomulag verði á matartíma,“ sagði Smith. Carnival Cruise Line er rekið út frá Miami í Flórída og sigla 27 skemmtiferðaskip undir merkjum félagsins. Upphaflegar áætlanir fyrirtækisins voru á þá leið að hægt yrði að hefja siglingar að nýju 10. Apríl. Það gekk ekki upp. Fjárhagsstaða fyrirtækisins er þó sögð sterk og telja stjórnarmenn að fyrirtækið geti lifað af út árið þrátt fyrir að hagnaður vegna siglinga stöðvist.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sjá meira