Þríeykið skoðaði aðstæður á Alþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2020 15:55 Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sést hér sitja í efrideildarsal þingsins. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sést í gættinni sem leiðir inn í þingsal. Hið svokallaða þríeyki, Alma Möller, landlæknir, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn komu í þinghúsið til að skoða aðstæður þar nú þegar samkomubanni hefur verið aflétt að hluta. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við upphaf þingfundar í dag en eins og greint hefur verið frá tóku breyttar reglur um samkomubann gildi í dag. Nú mega fimmtíu manns koma saman í stað tuttugu áður en áfram þarf að gæta að því að hafa tvo metra á milli fólks. Steingrímur sagði að búið væri að gera ráðstafanir á Alþingi til að sem flestir þingmenn og ráðherrar geti verið á þingfundi samtímis. Var leitað ráða hjá sóttvarnalækni varðandi útfærsluna. Efrideildarsalur þingsins er nú einnig notaður á þingfundum vegna samkomubannsins og tveggja metra reglunnar.Vísir/Vilhelm „Þingfundarsvæðið hefur verið stækkað og er nú efrideildarsalur ásamt báðum herbergjunum austur og vestur af þingsalnum, þau sem í daglegu tali eru kölluð skjalaherbergi og ráðherraherbergi, hluti af þingfundarsvæðinu. Setið verður í öðru hverju sæti í þingsalnum og bil milli sæta og í hliðarsölum tekur mið af nálægðarreglunni. Sætaskipan er frjáls, þingmenn eiga ekki fast sæti í þingsal eða í hliðarherbergjum. Ráðherrar hafa einir afnot af ráðherrabekkjum og viðbótarsæti fyrir þá eru í skjalaherbergi,“ sagði Steingrímur á þingfundi í dag. Þá verða atkvæðagreiðslur áfram með sama sniði og undanfarnar vikur, að minnsta kosti fyrst um sinn, sem þýðir að þingmenn munu ganga í þingsal einn í einu og greiða atkvæði. Sagði Steingrímur að verið væri að skoða möguleika á þráðlausu atkvæðagreiðslukerfi og að niðurstöðu í það mál væri að vænta innan skamms tíma. Alþingi Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Sjá meira
Hið svokallaða þríeyki, Alma Möller, landlæknir, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn komu í þinghúsið til að skoða aðstæður þar nú þegar samkomubanni hefur verið aflétt að hluta. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við upphaf þingfundar í dag en eins og greint hefur verið frá tóku breyttar reglur um samkomubann gildi í dag. Nú mega fimmtíu manns koma saman í stað tuttugu áður en áfram þarf að gæta að því að hafa tvo metra á milli fólks. Steingrímur sagði að búið væri að gera ráðstafanir á Alþingi til að sem flestir þingmenn og ráðherrar geti verið á þingfundi samtímis. Var leitað ráða hjá sóttvarnalækni varðandi útfærsluna. Efrideildarsalur þingsins er nú einnig notaður á þingfundum vegna samkomubannsins og tveggja metra reglunnar.Vísir/Vilhelm „Þingfundarsvæðið hefur verið stækkað og er nú efrideildarsalur ásamt báðum herbergjunum austur og vestur af þingsalnum, þau sem í daglegu tali eru kölluð skjalaherbergi og ráðherraherbergi, hluti af þingfundarsvæðinu. Setið verður í öðru hverju sæti í þingsalnum og bil milli sæta og í hliðarsölum tekur mið af nálægðarreglunni. Sætaskipan er frjáls, þingmenn eiga ekki fast sæti í þingsal eða í hliðarherbergjum. Ráðherrar hafa einir afnot af ráðherrabekkjum og viðbótarsæti fyrir þá eru í skjalaherbergi,“ sagði Steingrímur á þingfundi í dag. Þá verða atkvæðagreiðslur áfram með sama sniði og undanfarnar vikur, að minnsta kosti fyrst um sinn, sem þýðir að þingmenn munu ganga í þingsal einn í einu og greiða atkvæði. Sagði Steingrímur að verið væri að skoða möguleika á þráðlausu atkvæðagreiðslukerfi og að niðurstöðu í það mál væri að vænta innan skamms tíma.
Alþingi Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent